Innlent Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 18:40 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð. Innlent 26.9.2023 18:00 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58 Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00 Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 26.9.2023 15:34 Bein útsending: Loftslagsþolið Ísland Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30. Innlent 26.9.2023 14:01 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Innlent 26.9.2023 13:48 Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48 Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Innlent 26.9.2023 12:44 Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Innlent 26.9.2023 12:28 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu. Innlent 26.9.2023 11:37 Eygló nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR. Innlent 26.9.2023 10:11 Vegabréf erlendra einstaklinga fundust í rusli veitingastaðar Vísir greindi frá því í morgun að tvær tilkynningar hefðu borist lögreglu í gærkvöldi eða nótt um „muni“ sem hefðu fundist í miðborginni; annars vegar í rusli veitingastaðar og hins vegar fyrir utan hótel. Innlent 26.9.2023 09:59 Kristinn tekur við sem sviðsstjóri kennslusviðs HÍ Kristinn Andersen, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild, hefur verið ráðinn sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands Innlent 26.9.2023 09:57 Gular viðvaranir í gildi fyrir vestan Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Breiðafirði og á Vestfjörðum núna klukkan sex og verða þær í gildi fram að miðnætti. Innlent 26.9.2023 07:15 Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Innlent 26.9.2023 07:00 Nýttu sér forkaupsrétt á einu elsta húsinu á Þingvöllum Þingvallanefnd ákvað í vor að nýta sér forkaupsrétt á sumarbústað við Valhallarstíg og greiddi 40 milljónir króna fyrir húsið. Skoðað verður að vera með rekstur í húsinu. Innlent 26.9.2023 06:41 Tilkynnt um fundna „muni“ á tveimur stöðum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að „munir“ fundust fyrir utan hótel og í sorpi á veitingastað í miðborginni. Innlent 26.9.2023 06:23 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 25.9.2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Innlent 25.9.2023 21:01 Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. Innlent 25.9.2023 19:46 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál. Innlent 25.9.2023 18:01 Lögmaður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. Innlent 25.9.2023 17:45 Breiðafjarðarferjan heitir áfram Baldur Ferjan Röst sem kemur til með að sigla um Breiðafjörð mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld. Breiðfirðingar voru afar áhugasamir um að halda nafninu. Innlent 25.9.2023 16:37 Vill vita hvers vegna skíðalyftan í Breiðholti var fjarlægð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvers vegna staurar fyrir skíðalyftu í Breiðholti hafa verið fjarlægðir. Hún segir samráð í málinu vera ekkert. Innlent 25.9.2023 16:29 Verjendur óánægðir með kaffiskort Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. Innlent 25.9.2023 15:46 Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Akureyri Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar. Innlent 25.9.2023 15:17 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. Innlent 25.9.2023 14:40 Eyjamaður sá fyrir enn eitt tap Chelsea og græddi 1,7 milljónir 85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Hann spáði meðal annars Aston Villa útisigri gegn Chelsea. Innlent 25.9.2023 14:00 Kynferðisofbeldi gegn börnum heldur áfram að aukast Stigvaxandi aukning hefur orðið er á tilkynningum um kynferðisofbeldi gegn börnum til Barnaverndar Reykjavíkur á síðustu þremur árum. Tilkynningum þess efnis fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra frá árinu á undan, 2021. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur. Innlent 25.9.2023 13:15 « ‹ ›
Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð. Innlent 26.9.2023 18:00
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58
Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00
Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 26.9.2023 15:34
Bein útsending: Loftslagsþolið Ísland Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30. Innlent 26.9.2023 14:01
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Innlent 26.9.2023 13:48
Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48
Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Innlent 26.9.2023 12:44
Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Innlent 26.9.2023 12:28
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu. Innlent 26.9.2023 11:37
Eygló nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR. Innlent 26.9.2023 10:11
Vegabréf erlendra einstaklinga fundust í rusli veitingastaðar Vísir greindi frá því í morgun að tvær tilkynningar hefðu borist lögreglu í gærkvöldi eða nótt um „muni“ sem hefðu fundist í miðborginni; annars vegar í rusli veitingastaðar og hins vegar fyrir utan hótel. Innlent 26.9.2023 09:59
Kristinn tekur við sem sviðsstjóri kennslusviðs HÍ Kristinn Andersen, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild, hefur verið ráðinn sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands Innlent 26.9.2023 09:57
Gular viðvaranir í gildi fyrir vestan Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Breiðafirði og á Vestfjörðum núna klukkan sex og verða þær í gildi fram að miðnætti. Innlent 26.9.2023 07:15
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Innlent 26.9.2023 07:00
Nýttu sér forkaupsrétt á einu elsta húsinu á Þingvöllum Þingvallanefnd ákvað í vor að nýta sér forkaupsrétt á sumarbústað við Valhallarstíg og greiddi 40 milljónir króna fyrir húsið. Skoðað verður að vera með rekstur í húsinu. Innlent 26.9.2023 06:41
Tilkynnt um fundna „muni“ á tveimur stöðum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að „munir“ fundust fyrir utan hótel og í sorpi á veitingastað í miðborginni. Innlent 26.9.2023 06:23
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 25.9.2023 22:55
Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Innlent 25.9.2023 21:01
Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. Innlent 25.9.2023 19:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál. Innlent 25.9.2023 18:01
Lögmaður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. Innlent 25.9.2023 17:45
Breiðafjarðarferjan heitir áfram Baldur Ferjan Röst sem kemur til með að sigla um Breiðafjörð mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld. Breiðfirðingar voru afar áhugasamir um að halda nafninu. Innlent 25.9.2023 16:37
Vill vita hvers vegna skíðalyftan í Breiðholti var fjarlægð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvers vegna staurar fyrir skíðalyftu í Breiðholti hafa verið fjarlægðir. Hún segir samráð í málinu vera ekkert. Innlent 25.9.2023 16:29
Verjendur óánægðir með kaffiskort Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. Innlent 25.9.2023 15:46
Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Akureyri Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar. Innlent 25.9.2023 15:17
Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. Innlent 25.9.2023 14:40
Eyjamaður sá fyrir enn eitt tap Chelsea og græddi 1,7 milljónir 85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Hann spáði meðal annars Aston Villa útisigri gegn Chelsea. Innlent 25.9.2023 14:00
Kynferðisofbeldi gegn börnum heldur áfram að aukast Stigvaxandi aukning hefur orðið er á tilkynningum um kynferðisofbeldi gegn börnum til Barnaverndar Reykjavíkur á síðustu þremur árum. Tilkynningum þess efnis fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra frá árinu á undan, 2021. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur. Innlent 25.9.2023 13:15