Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. september 2023 15:34 Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi spurði Þorgerður K. Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra hvort hún myndi vilja grípa boltann sem Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins hefði hent á loft í pistli sem hann skrifaði um íslensku krónuna á dögunum. Þar sagðist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á henni. Vísir/Egill/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í pistlinum segist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á íslensku krónunni og segir margt benda til þess að örmyntin eigi stóran þátt í hinum miklu efnahagssveiflum sem einkenna efnahagsástandið á Íslandi. Þorgerður steig í pontu og beindi spurningu sinni um íslensku krónuna, sem Þorgerður kallar „brennuvarg,“ til viðskiptaráðherra. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún er tilbúin til að grípa þennan bolta sem meðal annars Vilhjálmur Birgisson kastaði á loft og til í þetta samtal og til í að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu og fyrir okkar samfélag. Hvaða valkostir eru í boði aðrir heldur en íslenska krónan?“ Henti best að vera með sjálfstæða peningastefnu Ekki stóð á svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, sem hefur undanfarna daga leitað skýringa á því hvers vegna styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði í matvörubúðum og átt fundi með forsvarsmönnum stóru matvörukeðjanna á Íslandi. Hún sagði verðbólguna vera stóra áskorun og að hún hefði viljað sjá hana hjaðna hraðar. Hún vísaði í úttekt Seðlabankans á gjaldmiðlamálum þegar hún svaraði Þorgerði. „Seðlabankinn var mjög afgerandi í niðurstöðu sinni um að eins og staðan væri í dag að þá hentaði sjálfstæð peningastefna okkur og hefði skilað okkur umfangsmiklum ávinningi. Ef við ætluðum síðan að fara að skoða hvernig framtíðarskipulag peningastefnu á Íslandi eigi að vera þá tel ég að við verðum alltaf að skoða hagsveiflur viðkomandi ríkis og þá gjaldmiðilinn út frá því vegna þess að það sem hefur gerst á Íslandi er að hér hefur hagvöxtur verið til að mynda mun meiri en í löndum Evrópusambandsins og þá hentar sá gjaldmiðill að mínu mati alls ekki íslensku hagkerfi,“ sagði Lilja. Vill efla „brunavarnirnar“ áður en kviknar í Þorgerður rakti hagstjórnarákvarðanir Seðlabankastjóra þegar hún steig í pontu að nýju. „Sami seðlabankastjóri ráðlagði heimilum landsins fyrir nokkrum misserum, örfáum mánuðum síðan þetta: „Um að gera, takið þið óverðtryggð lán.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í kosningabaráttu um að Ísland væri lágvaxtaland, halelújah! Hvað gerist síðan? Í dag er seðlabankastjóri að mæla eindregið með því fyrir íslensku heimilin í landinu, með öllum þeim byrðum, að fara inn í verðtryggð lán.“ Þorgerði Katrínu þykir tími til kominn að hugsa efnahagsmálin til lengri tíma. „Af hverju getum við ekki reynt að fara að tala um kjarna málsins? Af hverju tölum við alltaf um brunavarnir þegar eldurinn er löngu kviknaður? Af hverju getum við ekki byrjað á grunninum og eflt okkar brunavarnir, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma og um það snýst málið og það er það sem meðal annars forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar á við vegna þess að það er að tala við fólkið á gólfinu; við fólkið sem er að greiða þessi lán sem hafa farið úr 200 þúsund í 400 þúsund og úr 300 í 500 þúsund, fólkið sem getur ekki lengur borið þessar krónubyrðar sem eru alltaf settar reglulega á þeirra herðar,“ segir Þorgerður Katrín á Alþingi í dag. Verðlag Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Í pistlinum segist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á íslensku krónunni og segir margt benda til þess að örmyntin eigi stóran þátt í hinum miklu efnahagssveiflum sem einkenna efnahagsástandið á Íslandi. Þorgerður steig í pontu og beindi spurningu sinni um íslensku krónuna, sem Þorgerður kallar „brennuvarg,“ til viðskiptaráðherra. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún er tilbúin til að grípa þennan bolta sem meðal annars Vilhjálmur Birgisson kastaði á loft og til í þetta samtal og til í að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu og fyrir okkar samfélag. Hvaða valkostir eru í boði aðrir heldur en íslenska krónan?“ Henti best að vera með sjálfstæða peningastefnu Ekki stóð á svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, sem hefur undanfarna daga leitað skýringa á því hvers vegna styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði í matvörubúðum og átt fundi með forsvarsmönnum stóru matvörukeðjanna á Íslandi. Hún sagði verðbólguna vera stóra áskorun og að hún hefði viljað sjá hana hjaðna hraðar. Hún vísaði í úttekt Seðlabankans á gjaldmiðlamálum þegar hún svaraði Þorgerði. „Seðlabankinn var mjög afgerandi í niðurstöðu sinni um að eins og staðan væri í dag að þá hentaði sjálfstæð peningastefna okkur og hefði skilað okkur umfangsmiklum ávinningi. Ef við ætluðum síðan að fara að skoða hvernig framtíðarskipulag peningastefnu á Íslandi eigi að vera þá tel ég að við verðum alltaf að skoða hagsveiflur viðkomandi ríkis og þá gjaldmiðilinn út frá því vegna þess að það sem hefur gerst á Íslandi er að hér hefur hagvöxtur verið til að mynda mun meiri en í löndum Evrópusambandsins og þá hentar sá gjaldmiðill að mínu mati alls ekki íslensku hagkerfi,“ sagði Lilja. Vill efla „brunavarnirnar“ áður en kviknar í Þorgerður rakti hagstjórnarákvarðanir Seðlabankastjóra þegar hún steig í pontu að nýju. „Sami seðlabankastjóri ráðlagði heimilum landsins fyrir nokkrum misserum, örfáum mánuðum síðan þetta: „Um að gera, takið þið óverðtryggð lán.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í kosningabaráttu um að Ísland væri lágvaxtaland, halelújah! Hvað gerist síðan? Í dag er seðlabankastjóri að mæla eindregið með því fyrir íslensku heimilin í landinu, með öllum þeim byrðum, að fara inn í verðtryggð lán.“ Þorgerði Katrínu þykir tími til kominn að hugsa efnahagsmálin til lengri tíma. „Af hverju getum við ekki reynt að fara að tala um kjarna málsins? Af hverju tölum við alltaf um brunavarnir þegar eldurinn er löngu kviknaður? Af hverju getum við ekki byrjað á grunninum og eflt okkar brunavarnir, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma og um það snýst málið og það er það sem meðal annars forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar á við vegna þess að það er að tala við fólkið á gólfinu; við fólkið sem er að greiða þessi lán sem hafa farið úr 200 þúsund í 400 þúsund og úr 300 í 500 þúsund, fólkið sem getur ekki lengur borið þessar krónubyrðar sem eru alltaf settar reglulega á þeirra herðar,“ segir Þorgerður Katrín á Alþingi í dag.
Verðlag Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54