Innlent

Teknir við ó­lög­legar veiðar í Elliða­ám

Lögreglunni barst í dag tilkynning um þrjá erlenda einstaklinga við veiðar í Elliðaám. Þegar lögregla kom á vettvang og ræddi við veiðimennina kom í ljós að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir veiðibrotinu. Lögregla vísaði mönnunum af vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Hjá­setan merki um fylgi­spekt við Banda­ríkin

Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin.

Innlent

Deildar­myrkvi í kvöld

Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelski herinn réðst í umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Herinn hefur enn á ný hvatt íbúa norðurhluta strandarinnar til að flýja til suðurs. 

Innlent

Neyðarsendir fór í gang við flutninga

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Innlent

Skyndimótmæli í miðbænum

Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni.

Innlent

Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi.

Innlent

„Ó­trú­lega aumingja­legt“

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni.

Innlent

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Höfða

Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa ráðið niðurlögum elds sem kom upp í þaki á iðnaðarhúsnæði á Réttarhálsi 2 á Höfða. Verið var að leggja pappa á hluta þaks hússins þegar eldurinn kviknaði.

Innlent

Ölvaður með skot­vopn í bílnum

Lögregla fann haglabyssu auk annars skotvopns og nokkurs magns skotfæra í bifreið manns í neðra Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Vopnin fundust þegar lögregla hafði afskipti af manninum vegna ölvunar.

Innlent

„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“

Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM.

Innlent

„Við ætlum að horfa á börnin taka stærðfræðipróf“

Gunnar Helgason rithöfundur áttaði sig á því eftir að hafa fylgt sonum sínum á nokkur fótboltamót að hann væri ekki eins hvetjandi og hann hélt. Þá segir hann fáum detta í hug að sýna sömu hegðun og þeir sýna gagnvart börnum á íþróttamótum annars staðar.

Innlent

Hátt í 700 börn á bið eftir fullu plássi á frí­stunda­heimili

Alls bíða hátt í 700 börn eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Hluti þessara barna er með vistun hluta dags. Flest börn bíða eftir plássi á frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð. Enn á eftir að manna 52,3 stöðugildi. Búið er að manna 82,6 prósent grunnstöðugilda. 

Innlent

Ætla ekki að fagna of snemma í þetta skiptið

„Ég á frábæra foreldra. Þau hafa staðið sig eins og algjörar hetjur í þessum kringumstæðum og í umönnun hennar. En að annast fullorðinn einstakling með fjölþætt vandamál í langan tíma tekur sinn toll af öllum. Með hverju árinu verður þetta verkefni þyngra og flóknara,“ segir Sara Bryndís Emilsdóttir.

Innlent

Starfs­­­leyfi skemmti­staðarins B aftur­­­kallað

Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál.

Innlent

Ó­trú­lega al­gengt að styttur séu færðar

Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar.

Innlent

„Þetta er blóðugt“

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni.

Innlent