Innlent

Bein út­sending: Blaðamannaverðlaunin af­hent

Samúel Karl Ólason skrifar
Lillý Valgerður Pétursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Sunna Valgerðardóttir og Helgi Seljan hlutu blaðamannaverðlaun ársins 2022.
Lillý Valgerður Pétursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Sunna Valgerðardóttir og Helgi Seljan hlutu blaðamannaverðlaun ársins 2022. Vísir/Erla

Blaðamannaverðlaunin ársins 2023 verða veitt á Kjarvalsstöðum í dag. Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum: viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og blaðamannaverðlaun ársins.

Athöfnin hefst klukkan fimm en frekari upplýsingar um tilnefningarnar má finna hér.

Áður en verðlaunin verða veitt flytur Richard Fletcher, rannsóknarstjóri Reuters Institute for the Study of Journalism, stutt erindi um breytingar á fréttaneyslu og áhrif þeirra á blaðamennsku og lýðræðið. Í lok viðburðar kynnir Blaðamannafélag Íslands vitundarherferð um mikilvægi blaðamennsku, sem hleypt verður af stokkunum í næstu viku.

Fylgjast má með athöfninni í beinni útsendingu hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×