Erlent

Gengu til heiðurs Ísrael

Skrúðganga til heiðurs Ísrael gekk um Manhattan í New York í gær. Þetta er í fertugasta og fyrsta skiptið sem stuðningsmenn Ísraels ganga til heiðurs landinu og segja þeir að um sé að ræða eina allsherjarveislu þar sem gyðingar og vinir þeirra geti hist og skemmt sér. Skrúðgangan í ár er talin vera ein sú fjölmennasta frá upphafi en talið er að allt að 100 þúsund manns hafi tekið þátt í henni.

Erlent

Rútan sprakk í tætlur

Að minnsta kosti 38 Nepalar biðu bana þegar sprengja sprakk undir rútu sem þeir voru farþegar í. Stjórnvöld kenna maóistum um verknaðinn.

Erlent

Rannsakar ásakanir um stríðsglæpi

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hóf í dag formlega rannsókn á ásökunum um stríðsglæpi í Darfur-héraði, en þar hafa hátt í 200 þúsund manns látist í átökum sem staðið hafa í rúm tvö ár. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í mars síðastliðnum að vísa málinu til dómstólsins en honum er ætlað að rannsaka ásakanir um þjóðarmorð og alvarleg mannréttindabrot.

Erlent

Gerðu 230 kg af kókaíni upptæk

Spænsk yfirvöld gerðu á dögunum tæplega 230 kíló af kókaíni upptæk og leystu í kjölfarið upp þýskan eiturlyfjahring sem starfað hefur á Costa del Sol á Spáni og smyglaði dópi frá Suður-Ameríku til Evrópu.

Erlent

Adolfo Zinser deyr í bílslysi

Fyrrverandi sendiherra Mexíkós hjá Sameinuðu þjóðunum, Adolfo Aguilar Zinser, lést í bílslysi í heimalandi sínu í gær. Zinser var þekktur fyrir andstöðu sína við innrás Bandaríkjanna í Írak. Þá gegndi hann einnig stöðu öryggisráðgjafa Mexíkós en hann var sendiherra til ársins 2003.

Erlent

Segir fangabúðir um víða veröld

Fangabúðir Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa við Kúbu er aðeins eitt af mörgum leynilegum fangelsum þeirra víðs vegar um veröldina. Þar er mönnum er haldið, þeir beittir misrétti og jafnvel teknir af lífi án dóms og laga. Þessu heldur yfirmaður Bandaríkjadeildar Amnesty International fram.

Erlent

Ísraelar uggandi vegna Hizbollah

Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sigruðu með yfirburðum í öðrum hluta líbönsku þingkosninganna á sunnudag. Sigurinn veldur Ísraelum talsverðu hugarangri.

Erlent

Súdanar ekki sendir utan

Súdönsk stjórnvöld ítrekuðu þá stefnu sína í dag súdanskir borgarar yrðu ekki sendir utan til þess að hægt væri að rétta yfir þeim vegna meintra stríðsglæpa í Darfur-héraði. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar frétta af því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefði hafið í dag formlega rannsókn á ásökunum um stríðsglæpi í héraðinu.

Erlent

Snarpur skjálfti í Tyrklandi

Jarðskjálfti upp á 5,7 á Richter varð í Tyrklandi í morgun. Upptök hans voru í Bingol-héraði. Ekki er vitað til að nokkur hafi látist í skjálftanum en vitað er að níu manns slösuðust þegar hrundi úr húsum. Fyrir tveimur árum varð öflugur jarðskjálfti í héraðinu og þá dóu 160 manns.

Erlent

Óvenjuleg handtaka

Bandarískur lögreglumaður á frívakt lenti í þeirri undarlegu aðstöðu að mæta sínum eiginn bíl sem hafði verið stolið frá honum nokkru áður.

Erlent

Stríðsglæpadómstóll skoðar Darfur

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag tilkynnti í gær að hann hygðist rannsaka ásakanir um stríðsglæpi í Darfur-héraði í Súdan. Súdönsk stjórnvöld ætla ekki að vinna með starfsmönnum dómstólsins.

Erlent

Óttast frekari flóð í Kína

Alls hafa 204 látist og yfir 80 er saknað eftir mikil flóð í suðurhluta Kína undanfarna daga. Hundruð þúsunda manna á svæðinu hafa yfirgefið heimili sín af ótta við að ástandið versni en síðan á föstudag hefur rignt nánast stanslaust. Mörg þorp hafa nánast þurrkast út og áætlar ríkisstjórnin að fjárhagslegt tjón sé um 20 milljarðar íslenskra króna.

Erlent

Segir ekkert að stjórnarskrá ESB

Það er ekkert að evrópsku stjórnarskránni að mati eins reyndasta utanríkismálasérfræðings Þýskalands. Volker Rühe telur helst að stytta þyrfti stjórnarskrána en að andstaðan sé ekki efnisleg.

Erlent

Líkamslenging vinsæl í Kína

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar hér á landi eru augnlokaaðgerðir, brjóstastækkanir og fitusog. Í Kína eru það hins vegar sársaukafullar aðgerðir, sem lengja fólk, sem njóta æ meiri vinælda.

Erlent

Réttarhöld innan tveggja mánaða

Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, munu að öllum líkindum hefjast innan tveggja mánaða en einræðisherrann fyrrverandi gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur. Saddam er meðal annars ákærður fyrir eiturefnaárás á kúrdíska þorpið Halabja 1988, fjöldamorð er hann barði niður uppreisn sjíta árið 1991 og innrásina í Kúveit 1990.

Erlent

Danir vilja veiða hvali

Danir vilja fá leyfi til að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni og hugsa þá sérstaklega til Grænlands og Færeyja. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur bannað hvalveiðar í atvinnuskyni frá árinu 1986 en Danir ætla nú fyrstir þjóða að taka málefnið upp innan Evrópuþingsins.

Erlent

Allt í rusli í Aþenu

Illdeilur um urðunarstað hafa orðið til þess að sorpi hefur ekki verið safnað í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í heila viku. Lyktin af sorpinu er stæk enda hefur það rotnað hratt í sumarhitunum.

Erlent

Svisslendingar samþykkja Schengen

Svisslendingar samþykktu að gerast aðilar að Schengen-samstarfinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Alls voru 54,6 prósent þjóðarinnar hlynnt aðild að landamærasamstarfi Evrópusambandsins, en með því getur svissnesk lögregla deilt upplýsingum um alls kyns glæpi með öðrum Schengen-löndum, þar með töldu Íslandi.

Erlent

Íranar sýna sveigjanleika

Ríkisstjórnin í Íran sagðist á sunnudag reiðubúin til að fresta umdeildri kjarnorkuáætlun sinni þar til í lok júlí til þess að gefa sáttasemjurum Evrópusambandsins tíma til þess að að útbúa tillögu sem er Írönum meira að skapi.

Erlent

Búist við frestun þjóðaratkvæðis

Búist er við því að bresk stjórnvöld tilkynni á morgun að þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem fram átti að fara í Bretlandi eftir um ár, verði frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur í kjölfar þess að bæði Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskránni í síðustu viku en með því telja margir að hún sé dautt plagg.

Erlent

Stjórnarskrá ESB í uppnámi

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, virðist ætla að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Líklegt þykir að Jack Straw utanríkisráðherra lýsi því yfir í breska þinginu í dag að þjóðaratkvæðagreislunni verði slegið á frest eða jafnvel aflýst.

Erlent

Fleiri týna lífi í flóðum í Kína

Rúmlega 200 manns hafa týnt lífi í árlegum flóðum í suðvesturhluta Kína undanfarna daga, en þar hefur rignt án afláts í viku. Þá er 79 manna saknað og tugir þúsunda búfénaðar eru dauðar. Alls hafa flóðin haft áhrif á 17 milljónir manna sem hafa annaðhvort misst heimili sín eða þurft að yfirgefa þau af ótta við frekari flóð.

Erlent

Milljónamæringum fjölgar ört

Norskum milljónamæringum hefur fjölgað um helming á aðeins fjórum árum. Þetta leiða tölur Hagstofu Noregs í ljós, en milljónamæringar teljast þeir sem hafa að minnsta kosti milljón norskar krónur í árstekjur sem svarar til tíu milljóna íslenskra króna. Norskir milljónamæringar voru alls 11.283 árið 2004.

Erlent

Frumburðurinn verður ríkisarfi

Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst beita sér fyrir því að lögum verði breytt á þann veg að tryggt verði að barn Friðriks krónprins og Mary Donaldsson verði ríkisarfi hvort sem það verður piltur eða stúlka.

Erlent

Alþjóðlega umhverfisdeginum fagnað

Víða um heim fögnuðu menn alþjóðlega umhverfisdeginum sem að þessu sinni var haldinn undir yfirskriftinni <em>Grænar borgir</em>. Með því var ætlunin að beina sjónum manna að vaxandi umhverfisvandamálum í borgum. Næstum helmingur jarðarbúa býr í borgum og er búist við að eftir aldarfjórðung verði það hlutfall komið upp í 60 prósent. Af þeim tæplega helmingi sem býr nú í borgum á þriðjungur heima í fátækrahverfum, flestir í þróunarlöndum.

Erlent

Ákvörðun um mál N-Kóreu á næstunni

Ákvörðun um hvort leggja eigi kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fyrir Sameinuðu þjóðirnar verður væntanlega tekin á næstu vikum. Það gæti leitt til refsiaðgerða gegn landinu. Bandaríkjamenn eru orðnir mjög þreyttir á stífni Norður-Kóreumanna sem þráast við að mæta aftur til sex ríkja samráðsfunda um kjarnorkumál.

Erlent

Bretar íhuga kílómetragjald

Yfirvöld í Bretlandi íhuga nú að taka upp kílómetragjald í stað olíugjalds til þess að taka á vaxandi umferðarþunga á fjölförnustu vegum landsins. Hugmyndin er sú að nota nýja gervihnattatækni til að fylgjast með bílum en sérstökum kassa yrði þá komið fyrir í bílunum sem skráði niður þær vegalengdir sem bílunum er ekið.

Erlent

Sakaður um dauða milljóna

Saddam Hussein verður sakaður um að bera ábyrgð á dauða milljóna manna með stríðum sínum og aftökum þegar hann verður leiddur fyrir rétt. Stefnt er að því að það verði innan tveggja mánaða.

Erlent