Erlent

Fleiri týna lífi í flóðum í Kína

Rúmlega 200 manns hafa týnt lífi í árlegum flóðum í suðvesturhluta Kína undanfarna daga, en þar hefur rignt án afláts í viku. Þá er 79 manna saknað og tugir þúsunda búfénaðar eru dauðar. Alls hafa flóðin haft áhrif á 17 milljónir manna sem hafa annaðhvort misst heimili sín eða þurft að yfirgefa þau af ótta við frekari flóð. Yfirvöld á svæðinu hafa kallað út mikinn mannskap til að reyna að koma í veg fyrir að ár flæði yfir bakka sína. Verst er ástandið í Hunan-héraði en þar hafa 60 látist og hafa flóðin þar hrifið með sér brýr og híbýli. Veðurfræðingar óttast að flóðin í ár verði umfangsmeiri en í fyrra en spáð er tveimur miklum rigningatímabilum í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×