Erlent

Milljónamæringum fjölgar ört

Norskum milljónamæringum hefur fjölgað um helming á aðeins fjórum árum. Þetta leiða tölur Hagstofu Noregs í ljós, en milljónamæringar teljast þeir sem hafa að minnsta kosti milljón norskar krónur í árstekjur sem svarar til tíu milljóna íslenskra króna. Norskir milljónamæringar voru alls 11.283 árið 2004. Meðaltekjur Norðmanna á síðasta ári voru tæp 239 þúsund norskar krónur, jafnvirði um 2,4 milljóna íslenskra króna, en þar eru bæði hátt launaðir forstjórar og unglingar sem vinna með skóla teknir með í reikninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×