Erlent

10 létust og 80 særðust í Íran

Minnst tíu manns létust og meira en áttatíu særðust í sex sprengjuárásum í Íran í gær. Í borginni Ahvaz, sem er við landamæri Íraks, sprungu fjórar öflugar sprengjur fyrir utan ráðuneyti og aðrar byggingar stjórnvalda með þeim afleiðingum að nokkrir létust og tugir slösuðust.

Erlent

Jackson er saklaus

Michael Jackson var í gær sýknaður af öllum ákæratriðum um að hafa misnotað þrettán ára gamlan pilt á búgarði sínum snemma árs 2003. Jackson mætti nokkuð seint í dómsalinn og sýndi engin svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp.

Erlent

Dræm kosningaþáttaka á Ítalíu

Ítalir kusu í gær og í fyrradag um það hvort slaka eigi á löggjöf um frjósemisaðgerðir. Kosningarnar voru hins vegar marklausar þar sem þátttaka var heldur dræm.

Erlent

Aoun kom sá og sigraði

Þriðja og næstsíðasta umferð þingkosninganna í Líbanon var haldin í fyrradag. Flokkum maroníta og sjía vegnaði ágætlega en kosið var í austur- og miðhluta landsins. Flokkar sem börðust gegn áhrifum Sýrlandsstjórnar eru með sterk ítök á þessu landsvæði en fyrir fram var búist við því að þeir færu með öruggan sigur af hólmi.

Erlent

Enn eitt áfall ESB?

Útlit er fyrir að Evrópusambandið sé að verða fyrir enn einu áfallinu, að þessu sinni út af fjárlögum þess. Það eru langtímafjárlög Evrópusambandsins sem nú er deilt um.

Erlent

92 farast í flóði í Kína

Nú er ljóst að í það minnsta 92 fórust í skyndilegu aurflóði sem féll á barnaskóla í Shalan, Heilongjiang-héraði í Kína á föstudag. 88 þeirra sem létust voru lítil börn sem komust ekki út úr kennslustofu sinni þegar flóðbylgjan skall á skólanum.

Erlent

Frakkland vinsælasta landið

Frakkland er vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Á síðasta ári komu tæplega áttatíu milljónir ferðamanna til Frakklands, eða meira en tuttugu milljónum fleiri en komu til Spánar sem er næstvinsælasta landið. Í þriðja sæti voru svo Bandaríkin en þangað komu ríflega fjörutíu milljónir ferðamanna á síðasta ári.

Erlent

Fimm létust í Kandahar

Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn létust og nokkrir særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var í kyrrstæðum leigubíl sem sprakk í loft upp þegar bifreið hermanna fór fram hjá.

Erlent

Ný reikisstjarna fundin

Bandarískir stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu sem er sú smæsta sem vitað er um utan okkar sólkerfis.

Erlent

Ellefta eiginkona konungsins

Konungur Svasílands hefur gengið að eiga tvítuga jómfrú sem er ellefta eiginkona hans. Svasíland er sjálfstætt smáríki í Suður-Afríku. Maswati konungur er einvaldur í landi sínu og allir þegnarnir sitja og standa eins og hann vill.

Erlent

Rokkað með Mandela gegn eyðni

Nelson Mandela og alþjóðleg breiðfylking tónlistarstjarna þrýstu á ríkar þjóðir heims að leggja meira af mörkum til baráttunnar gegn eyðnisjúkdómnum og fátækt á góðgerðartónleikum í Tromsø í Norður-Noregi á laugardagskvöld.

Erlent

Blair og Pútín funda

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sótti Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, heim í gær. Niðurfelling skulda þróunarlandanna og umhverfismál voru þar ofarlega á baugi. Í kjölfar fundarins hélt svo Blair til Þýskalands þar sem hann hitti Gerhard Schröder, kanslara.

Erlent

Saddam vill réttarhöld í Svíþjóð

Saddam Hussein hefur krafist þess að réttað verði í máli hans utan Íraks og vill helst að það verði gert í Svíþjóð þar sem hann hefur áhuga á að afplána dóm, verði hann dæmdur til fangavistar.

Erlent

Mladic að gefa sig fram?

Fjölmiðlar og mannréttindasamtök í Serbíu segja að Ratko Mladic hershöfðingi sé að semja við stjórnvöld um að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Mladic stjórnaði persónulega aðgerðum í Srebrenitsa þar sem talið er að átta þúsund múslima hafi verið myrt.

Erlent

Klofin stjórn vegna Guantanamo

Ríkisstjórn Bandaríkjanna er klofin í afstöðu sinni til þess hvort loka eigi fangabúðunum á Guantanamo-flóa við Kúbu. Þetta sagði Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins, í viðtali við <em>Fox</em>-fréttastofuna í dag.

Erlent

20 Írakar teknir af lífi

Lögregla í Bagdad greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 20 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi á skotæfingasvæði hersins í austurhluta borgarinnar. Líkin fundust á föstudag og samkvæmt lögreglunni virðast þau hafa verið í nokkurn tíma á staðnum þar sem þau fundust. Ekki er ljóst hverjir hinir látnu voru en fólkið hafði verið bundið og skotið í höfuðið af stuttu færi.

Erlent

Gengið gegn fátækt í 90 löndum

Gengið er í dag í 90 löndum í heiminum til þess að safna fé til skólamáltíða í fátækustu ríkjum heims. Það er Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sem stendur fyrir átakinu en það ber yfirskriftina Gangan um heiminn. Sjálfboðaliðar munu ganga um 5 kílómetra í löndunum 90 en um er að ræða árvissan viðburð.

Erlent

Gruna uppreisnarmenn um tilræði

Grunur leikur á að tsjetsjenskir uppreisnarmenn beri ábyrgð á sprengingunni á brautarteinum í Rússlandi í morgun sem varð þess valdandi að farþegalest fór út af sporinu. Fimmtán slösuðust, meðal annars 18 mánaða stúlkubarn sem hlaut alvarleg brunasár. Lestin var á leið frá Tsjetsjeníu til Moskvu.

Erlent

Snarpur skjálfti í S-Kaliforníu

Snarpur skjálfti upp á 5,6 á Richter varð í Suður-Kaliforníu í dag. Hann átti upptök sín skammt frá Palm Springs og fannst bæði í Los Angeles og norðurhluta Mexíkós, en engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki.

Erlent

Þriðja umferð kosninga í Líbanon

Þriðji hluti þingkosninga í Líbanon fer fram í dag en kosið er í mið- og austurhluta landsins. Úrslit í þessari umferð gætu ráðið miklu um stjórnarmyndun í landinu þar sem barist er um tæplega helming af 128 sætum á líbanska þinginu. Talið er að baráttan standi aðallega á milli kristinna og drúsa, en báðar fylkingar eru andsnúnar afskiptum Sýrlendinga af stjórnmálum í landinu.

Erlent

Kona skipuð ráðherra í Kúveit

Kona var í fyrsta sinn skipuð ráðherra í ríkisstjórn Kúveits í dag. Massouma al-Moubarak var skipuð ráðherra skipulagsmála en hún mun einnig stjórna þróunarmálum í stjórnsýslu Kúveits. Moubarak er stjórnmálafræðiprófessor við Kúveitháskóla en hún hefur lengi barist fyrir réttindum kvenna í landinu. Kúveit verður með þessu þriðja landið á Persaflóasvæðinu til að skipa konu í ríkisstjórn.

Erlent

Mannskæðustu árásir í áratug

Einn lést og fjórir slösuðust í sprengingu í miðborg Teheran í Íran í gær nokkrum klukkustundum eftir að átta létust og 36 særðust í fjórum sprengingum sem ætlaðar voru byggingum ríkisstjórnarinnar í Suðvestur-Íran.

Erlent

87 börn látin eftir flóð í Kína

Björgunarmenn hafa fundið lík 87 barna sem drukknuðu þegar flóðbylgja reið yfir barnaskóla í Heilongjiang-héraði í norðaustur Kína í fyrrakvöld. Fjórir fullorðnir hafa fundist látnir eftir hamfarirnar en fjölda er saknað. Þá eru á þriðja tug á spítala eftir að hafa slasast í flóðinu; enginn þeirra er þó í lífshættu.

Erlent

Ástralir bestu rúningsmennirnir

Ástralar eru bestu rúningsmenn í heimi. Þetta varð ljóst eftir alþjóðlega rúningskeppni sem fram fór í Ástralíu í dag. Heimakonan Shannon Warness hafði þar betur en keppendur frá sextán öðrum löndum og hlaut í annað sinn hin eftirsóttu verðlaun gullni rúningsmaðurinn. Alls tóku 230 keppendur þátt í mótinu en þar skiptir hraðinn ekki einungis máli heldur einnig hversu vel verkið er unnið.

Erlent

Pink Floyd saman á ný

Skipuleggjendur Live 8 tónleikanna í London sögðu í gær að breska rokksveitin Pink Floyd myndi koma aftur saman til að spila á tónleikunum sem fara fram í Hyde Park júlí.

Erlent

Sprengjutilræði í Teheran

Einn lét lífið þegar lítil sprengja sem falin hafði verið í ruslagámi sprakk í fjölfarinni götu í miðborg Teheran, höfuðborgar Írans, í dag. Ekki er ljóst hvort einhverjir hafi slasast en vitni segja sjúkrabíla hafa þust á vettvang. Þetta er annað tilræðið í Íran í dag en í morgun sprungu fjórar sprengjur við stjórnarbyggingar í olíubænum Ahvaz í suðvesturhluta landsins.

Erlent

Wolfowitz fagnar skuldasamningi

Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku.

Erlent

Hvetja fólk til að hjóla

Hundruð naktra hjólreiðamanna mótmæltu á götum London, höfuðborgar Englands, á laugardag og hvöttu fólk til að nota hjól.

Erlent

Kröfðust lausnar Khodorkovskís

Um tvö þúsund manns mótmæltu við skrifstofur rússnesku öryggislögreglunnar í Moskvu í dag og kröfðust þess að olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí yrði látinn laus. Að þeirra mati er hann pólitískur fangi. Mikil hátíðarhöld fóru fram í Rússlandi í dag þar sem falli kommúnistastjórnarinnar árið 1991 var fagnað.

Erlent