Erlent

Kólerufaraldur í uppsiglingu

Yfir tvö þúsund manns hafa greinst með kóleru í Kabúl, höfuðborg Afganistans, undanfarnar vikur og segja erlendir heilbrigðisstarfsmenn að faraldur sé við það að brjótast út verði ekkert að gert.

Erlent

Lýðræði og frelsi bannorð í Kína

Kínverskir bloggarar fá skammir frá ritskoðurum ef þeir skrifa inn orð eins og „lýðræði“, „frelsi“ eða „mannréttindi“. Þeim er sagt að slíkt orðbragð sé bannað.

Erlent

Tekið fyrir sölu á eBay

Uppboðsvefurinn eBay hefur ákveðið að stöðva sölu á miðum á Live 8 tónleikana sem haldnir verða í Lundúnum 2. júlí næstkomandi.

Erlent

18 látnir og 50 særðir

Að minnsta kosti átján manns létust og meira en fimmtíu særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Kirkuk í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að fjölmennu markaðstorgi og sprengdi sig þar í loft upp.

Erlent

Heim eftir fjörutíu ár

Charles Jenkins, sem gerðist liðhlaupi úr bandaríska hernum fyrir fjörutíu árum og ílentist í Norður-Kóreu, kom í gær til Bandaríkjanna í fyrsta sinn síðan hann hvarf úr herdeild sinni á markalínu Suður- og Norður-Kóreu. Erindi Jenkins er að heimsækja háaldraða móður sína. Með honum í för eru japönsk eiginkona hans og dætur þeirra tvær.

Erlent

Búast við frystingu fullgildingar

Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur sögðu báðir í gær að þeim þætti koma til greina að hætta við áformaðar þjóðaratkvæðagreiðslur í löndum sínum um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins.

Erlent

Varaforseti S-Afríku rekinn

Mbeki, forseti Suður-Afríku, rak Jacob Zuma, varaforseta sinn, úr embætti í dag vegna spillingarmála. Nelson Mandela harmaði að til þessa þyrfti að koma en lýsti jafnframt yfir stuðningi við ákvörðun forsetans.

Erlent

Guantanamo skaðar ekki ímyndina

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, telur ekki að fangabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu skaði ímynd Bandaríkjanna. Hann segir fangana fá betri meðferð þar en þeir fengju nokkurs staðar annars staðar.

Erlent

Stofnandi Daewoo handtekinn

Maðurinn sem stofnaði Daewoo-samsteypuna í Suður-Kóreu var handtekinn þegar hann kom aftur til heimalands síns eftir að hafa verið landflótta síðan árið 1999. Kim Woo-Choong, sem nú er sextíu og níu ára gamall, var dýrkaður í Suður-Kóreu fyrir að byggja upp stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins.

Erlent

Meira en milljón smituð af alnæmi

Meira en ein milljón Bandaríkjamanna er smituð af alnæmi í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum. Fólki með alnæmi í Bandaríkjunum fjölgaði um nærri tvö hundruð þúsund manns á milli áranna 2002 og 2003.

Erlent

Gríðarlegir eldar á Filippseyjum

Um níu hundruð fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Maníla á Filippseyjum eftir að gríðerlegir eldar brutust út í íbúðahverfi í nótt. Eldurinn braust út upp úr klukkan tvö og er talið að kviknað hafi í út frá steinolíulampa.

Erlent

Átta fórust í jarðskjálfta í Chile

Átta manns fórust í mjög öflugum jarðskjálfta í norðurhluta Chile í gærkvöldi. Skjálftinn mældist 7,9 á Richter og hans varð vart í nágrannalöndunum Bólivíu og Perú. Hann stóð yfir í um það bil mínútu og olli miklum skriðum og jarðhruni.

Erlent

Blóðugur dagur í Írak

Í það minnsta 27 fórust í tveimur sprengjuárásum í norðanverðu Írak í gær. Þá hafa fundist lík 24 manna sem bersýnilega höfðu verið teknir af lífi.

Erlent

Trausti lýst á stjórnina

Yfirgnæfandi meirihluti íraskra þingmanna lýsti yfir trausti á ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari en slík yfirlýsing var á dagskrá þingsins í gær.

Erlent

Enn stál í stál í fjármálum ESB

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það yrði erfitt að leysa þann ágreining sem ríkir milli ráðamanna Evrópusambandsríkjanna um fjárhagsramma sambandsins næstu árin. Blair átti viðræður við Jacques Chirac, forseta Frakklands, í París í gær og dró enga dul á að ágreiningurinn væri djúpstæður.

Erlent

Írakar handteknir í Þýskalandi

Lögregluyfirvöld í Þýskalandi handtóku í morgun þrjá Íraka sem búsettir eru í Þýskalandi fyrir hugsanlega aðild að hryðjuverkasamtökunum Ansar al-Islam. Þýska lögreglan réðst í morgun til atlögu á tuttugu og fjórum stöðum þar sem grunur lék á að hryðjuverkamenn héldu sig.

Erlent

Varaforseti Suður-Afríku rekinn

Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, rak varaforsetann Jacob Zuma í gær eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að vera flæktur í spillingarhneyksli. Með brottrekstrinum skapast mikil óvissa um hver sé líklegastur til að verða arftaki Mbekis á forsetastólnum.

Erlent

Frakkland vinsælasta landið

Frakkland er vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Á síðasta ári komu tæplega áttatíu milljónir ferðamanna til Frakklands, eða meira en tuttugu milljónum fleiri en komu til Spánar sem er næstvinsælasta landið. Í þriðja sæti voru svo Bandaríkin en þangað komu ríflega fjörutíu milljónir ferðamanna á síðasta ári.

Erlent

Fimm létust í Kandahar

Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn létust og nokkrir særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var í kyrrstæðum leigubíl sem sprakk í loft upp þegar bifreið hermanna fór fram hjá.

Erlent

Ný reikisstjarna fundin

Bandarískir stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu sem er sú smæsta sem vitað er um utan okkar sólkerfis.

Erlent

Ellefta eiginkona konungsins

Konungur Svasílands hefur gengið að eiga tvítuga jómfrú sem er ellefta eiginkona hans. Svasíland er sjálfstætt smáríki í Suður-Afríku. Maswati konungur er einvaldur í landi sínu og allir þegnarnir sitja og standa eins og hann vill.

Erlent

Rokkað með Mandela gegn eyðni

Nelson Mandela og alþjóðleg breiðfylking tónlistarstjarna þrýstu á ríkar þjóðir heims að leggja meira af mörkum til baráttunnar gegn eyðnisjúkdómnum og fátækt á góðgerðartónleikum í Tromsø í Norður-Noregi á laugardagskvöld.

Erlent

Blair og Pútín funda

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sótti Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, heim í gær. Niðurfelling skulda þróunarlandanna og umhverfismál voru þar ofarlega á baugi. Í kjölfar fundarins hélt svo Blair til Þýskalands þar sem hann hitti Gerhard Schröder, kanslara.

Erlent

Saddam vill réttarhöld í Svíþjóð

Saddam Hussein hefur krafist þess að réttað verði í máli hans utan Íraks og vill helst að það verði gert í Svíþjóð þar sem hann hefur áhuga á að afplána dóm, verði hann dæmdur til fangavistar.

Erlent

Mladic að gefa sig fram?

Fjölmiðlar og mannréttindasamtök í Serbíu segja að Ratko Mladic hershöfðingi sé að semja við stjórnvöld um að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Mladic stjórnaði persónulega aðgerðum í Srebrenitsa þar sem talið er að átta þúsund múslima hafi verið myrt.

Erlent

Sjálfsmorðsárás í Kasmír

Fimmtán létust og sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kasmír í gær. Á meðal þeirra sem létust var fjórtán ára gamall piltur.

Erlent

Bretar fái ekki afslátt hjá ESB

Frakkar beita nú Breta miklum þrýstingi til þess að fá þá til að falla frá afslætti af framlögum til Evrópusambandsins sem þeir hafa fengið frá 1984. Bretland var á þeim árum eitt af fátækari löndum ESB og fékk lítið í sinn hlut af landbúnaðarstyrkjum sem þá voru sjötíu og fimm prósent af fjárlögum sambandsins.

Erlent

Rúandskir flóttamenn sendir heim

Ráðamenn í Búrúndí hafa sent nauðuga heim 3.600 flóttamenn frá Rúanda. Sameinuðu Þjóðirnar og samtökin Læknar án landamæra segja að yfirvöld í Búrúndí hafi meinað þeim aðgöngu að flóttamannabúðunum þar sem flóttamennirnir bjuggu áður.

Erlent

Hryðjuverkamanna leitað stíft

Írakski herinn gerir nú hverja árásina af annarri á stöðvar hryðjuverkamanna. Það er þó ekkert lát á sprengjutilræðum í borgum landsins.

Erlent