Erlent

Jafnstórar fylkingar í Frakklandi

Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn.

Erlent

Kosningar í Palestínu

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí.

Erlent

Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka

Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins.

Erlent

Ráðist gegn umsækjendum

Enn er ráðist gegn umsækjendum um löggæslustörf í Írak. Í gær féllu ellefu manns í slíkri árás en auk þeirra fórst fjöldi fólks í árásum víða um landið.

Erlent

Óvissa um kosningaþátttöku

Kjörstöðum í Bretlandi verður lokað klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og þá verða fyrstu útgönguspár birtar, þær hafa þó stundum ekki reynst alls kostar réttar en þetta ætti allt að liggja ljóst fyrir snemma í fyrramálið.

Erlent

Bretar veðja um kosningaúrslit

Bretar hafa gaman af því að veðja og eitt af því sem þeir hafa veðjað á er veðrið í dag, kosningadaginn, en þeir veðja líka grimmt um úrslit kosninganna og ýmislegt fleira.

Erlent

Danir biðja gyðinga afsökunar

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að Danir vísuðu gyðingum og fleirum frá landinu í seinni heimsstyrjöldinni, í opinn dauðann í Þýskalandi. Afsökunarbeiðnin kemur í kjölfar upplýsinga frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni fornleifafræðingi.

Erlent

Kjaftað við kjörkassann

Óánægja með Blair-stjórnina var áberandi meðal kjósenda í Kensington-Chelsea-kjördæmi í Lundúnum í gær. Auðunn Arnórsson blaðamaður ræddi við nokkra þeirra.

Erlent

Hörð átök í Afganistan

Sjötíu manns hafa fallið í átökum í suðurhluta Afganistans síðustu þrjá daga. Bandaríkjaher segir að 40 talibanar og einn afganskur lögreglumaður hafi látist í átökum í héraðinu Zabul á þriðjudag í mannskæðusutu bardögum í landinu í níu mánuði. Sex bandarískir hermenn og fimm afganskir lögreglumenn særðust í átökunum.

Erlent

Talabani til Jórdaníu til viðræðna

Jalal Talabani, hinn nýi forseti Íraks, fer í fyrstu erlendu heimsókn sína á laugadaginn, en þá heimsækir hann Jórdaníu til þess að ræða við þarlend yfirvöld um samvinu á sviði öryggis- og efnahagsmála. Talabani, sem varð fyrsti kúrdíski forseti Íraks í síðasta mánuði, mun hitta Abdullah konung Jórdaníu og munu þeir meðal annars ræða um hvernig vinna megi sigur á uppreisnarmönnum í Írak, en Jórdanar hafa stutt Bandaríkjamenn í aðgerðum þeirra í Írak.

Erlent

Orþódoxar deila

Harðvítugar deilur eru komnar upp í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Ísrael eftir að upp komst að Íreneus patríarki í Jerúsalem hefði lánað verðmæta kirkjumuni til landnema í austurhluta borgarinnar.

Erlent

Hart barist í Afganistan

Til mjög harðs bardaga kom í vikunni í suðaustanverðu Afganistan þegar bandarískir og afganskir hermenn gengu milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum.

Erlent

Gripu Sáda á leið til Íraks

Sýrlensk stjónvöld hafa 137 Sáda í haldi sem reyndu að komast inn í Írak í gegnum Sýrland. Þetta hefur sádi-arabíska dagblaðið <em>Al-Watan</em> eftir ónefndum heimildarmönnum í Sýrlandi. Mennirnir eru grunaðir um hafa haft í hyggju að slást í lið með uppreisnarmönnum í Írak sem herjað hafa á her og borgara undanfarnar vikur.

Erlent

Skipta 6 milljarða lottóvinningi

Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há.

Erlent

Sagði frá síðustu dögum Hitlers

Í þessari viku eru liðin sextíu ár síðan þýski og sovéski herinn háðu sína síðustu blóðugu baráttu um Berlín. Enn eru þeir til sem muna vel eftir þessum tíma, þar á meðal lífvörður Adolfs Hitlers sem eyddi síðustu dögunum með honum tíu metrum undir yfirborði jarðar.

Erlent

Kosningaþátttaka eina vafaatriðið

Allar skoðanakannanir bresku dagblaðanna í dag benda til sigurs Verkamannaflokksins. Eina vafaatriðið er kosningaþátttakan og það getur oltið á henni hvort Blair situr uppi með óstarfhæfa stjórn að kosningum loknum.

Erlent

Stjórnin heldur velli en veikist

Tony Blair forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn tryggðu sér í dag setu á valdastólum þriðja kjörtímabilið í röð. Sigurinn er hins vegar súrsætur þar sem meirihluti flokksins á þingi er mun minni en áður.

Erlent

Tvær sprengjur sprungu í New York

Tvær sprengjur skóku ræðismannsskrifstofu Bretlands í New York í morgun. Gluggar splundruðust og lögregla lokaði af svæði á Manhattan meðan fleiri sprengja var leitað.

Erlent

Hægri hönd bin Laden

Handtöku Abu Faraj al-Libbi í Pakistan á mánudaginn hefur verið fagnað af þeim sem heyja svonefnt stríð gegn hryðjuverkum. Hann er sagður vera þriðji valdamesti maðurinn í al-Kaída.

Erlent

24 drepnir í árásum í Írak

Tuttugu og fjórir hið minnsta féllu í röð árása í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig í loft upp við ráðningarstöð hersins í vesturhluta Bagdad-borgar. Byssumenn réðust á lögreglusveit, skutu tíu lögreglumenn til bana og brenndu bíla þeirra. Þá var bílsprengja sprengd skammt frá bílalest varainnanríkisráðherra landsins og féll einn lífvarða hans.

Erlent

Ómerkti réttarhöld yfir England

Dómari í máli hermannsins Lynndie England lýsti réttarhöldin ómerk í gær þar sem verjendur hennar höfðu náð samkomulagi við saksóknara um að hún lýsti sig seka gegn vægari dómi. Dómari sagði framburð vitna nánast lýsa sakleysi England og að hún gæti ekki lýst yfir sekt en látið í veðri vaka í vitnisburði að hún væri saklaus.

Erlent

Lítið traust borið til Howard

"Afrek Howards var að byggja sér upp orðstír stjórnmálamanns sem kjósendum gæti líkað enn verr við en Tony Blair." Þetta var dómur leiðaragreinar í The Times í gær yfir frammistöðu Michaels Howard, leiðtoga Íhaldsflokksins, í kosningabaráttunni.

Erlent

Samþykkt að kallað herliðið heim

Búlgarska þingið samþykkti í dag áætlun ríkisstjórnar landsins um brottflutning allra búlgarskra hermanna frá Írak fyrir lok þessa ár. Fyrstu hermennirnir halda heim í lok næsta mánaðar en allir hermennirnir 450 verða komnir til síns heima fyrir næstu áramót. Mikil andstaða hefur verið við Íraksstríðið í Búlgaríu og eru þrír af hverjum fjórum Búlgörum andvígir því að búlgarskir hermenn séu í Írak.

Erlent

Fitandi að synda í köldu vatni

Það hefur löngum þótt bæði hreystimerki og hressandi að fá sér sundsprett í ísköldu vatni. Hópur vísindamanna við háskólann í Flórída ákvað að kanna hvort að það væri jafnhollt og hressileikinn gefur til kynna.

Erlent

Samið um þingkosningar í Líbanon

Forseti Líbanons, Emile Lahoud, samþykkti í dag tillögu ríkisstjórnarinnar um að halda þingkosningar í landinu á tímabilinu 29. maí til 19. júní. Um leið hvatti hann þingið til að breyta umdeildum kosningalögum til þess að reyna að lægja óánægjuöldurnar í landinu.

Erlent

Stríðsloka víða minnst

Danir fögnuðu því í gær að sextíu ár eru liðin síðan land þeirra var frelsað undan oki nasista. Í Auschwitz minntust menn hins vegar helfararinnar gegn gyðingum.

Erlent

Rannsaka sprengjutilræði

Lögregla í New York í Bandaríkjunum reynir nú ásamt sérfræðingum í hryðjuverkum og alríkislögreglunni að komast að því hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem sprungu fyrir utan ræðismannsskrifstofu Bretlands í borginni í morgun. Um var að ræða heimatilbúnar sprengjur sem sprungu með nokkurra sekúndna millibili fyrir utan skrifstofuna og voru þær svo öflugar að gluggar splundruðust og framhlið byggingarinnar skemmdist nokkuð.

Erlent

Minntust fórnarlamba Helfarar

Fjöldi manna safnaðist saman við hinar alræmdu útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz í Póllandi í dag til þess að taka þátt í Göngu hinna lifandi á svokölluðum minningardegi um Helförina. Gangan hefur verið árviss viðburður í 17 ár en gengið er um þriggja kílómetra leið að Birkenau-búðunum þar sem þeirra sem létust í búðunum verður minnst.

Erlent

Skotar í forystu

Skotar, sem hafa unað því misjafnlega síðustu aldirnar að lúta stjórn Englendinga, virðast nú sífellt vera að auka áhrif sín í breskum stjórnmálum.

Erlent