Erlent

Sterkur skjálfti í Indlandshafi

Jarðskjálfti að styrkleikanum sjö á Richter-kvarða skók Nicobar-eyjar í austanverðu Indlandshafi í gær. Skjálftinn olli mikilli skelfingu meðal fólks á eyjunum og flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Taílandi, en Taílandsströnd er í um 250 km fjarlægð frá eyjunum. Eftir því sem næst varð komist í gærkvöldi varð þó ekki teljandi tjón af völdum skjálftans. Jarðskjálftafræðingar sögðu upptök skjálftans hafa verið 135 km vestur af Misha á Nicobar-eyju. Á Andaman- og Nicobar-eyjum fórust þúsundir manna í flóðbylgjunni sem öflugri skjálfti á sömu slóðum olli um síðustu jól, en alls fórust í henni um 180.000 manns í ellefu löndum. Enn er um 50.000 manna saknað eftir hamfarirnar þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×