Erlent

Kenningum vísað á bug eystra

Flugmálayfirvöld bæði í Rúmeníu og Póllandi neituðu því í gær að meint leynifangelsi CIA væri að finna við flugvelli í þessum löndum eins og getum hefur verið leitt að. Stjórnendur Szczytno-Szymany-flugvallar í Póllandi staðfestu hins vegar að bandarísk Boeing 737-þota hefði lent á vellinum þann 22. september 2003, sú sem Mannréttindavaktin segir að hafi flutt leynifanga CIA, en aðeins haft um klukkustundar viðdvöl þar.

Erlent

Fullur í bílprófinu

Danskur maður, sem misst hafði bílprófið, ákvað á dögunum að taka það á ný. Taugarnar voru hins vegar ekki sterkari en svo að hann ákvað að fá sér nokkra gráa fyrir prófið. Allt komst upp og situr nú maðurinn eftir með sárt ennið, próflaus, mörg þúsund krónum fátækari vegna sekta og má ekki reyna við bílprófið aftur fyrr en eftir nokkur ár.

Erlent

Hanar með vegabréf

Aðdáendur hanaslags geta andað léttar, því ríkisstjórn Taílands hefur fundið leið til að tryggja að slagsmálahanar hverfi ekki fyrir fullt og allt þrátt fyrir fuglaflensu. Þeir fá nú til að mynda sérstök vegabréf svo hægt sé að fara með þá svæða og landa á milli í keppnisferðir.

Erlent

Útvarp fyrir dýrin

Netvarpsstöðvar eru ekki nýjar af nálinni en stöðin sem rekin er í Los Angeles og hlýða má á hvar sem er í heiminum er nokkuð nýstárleg. Hún er sérsniðin fyrir gæludýr sem skilin eru ein heima allan daginn.

Erlent

150 bifreiðar í stóðu í ljósum logum

Hundrað og fimmtíu bifreiðar stóðu í ljósum logum í Clichy-sous-bois, einu af fátækari úthverfum Parísar, í nótt. Þar gengu íbúar, einkum ungir, atvinnulausir karlar berserksgang, áttundu nóttina í röð.

Erlent

Ali að syngja sitt síðasta

Hinn heimsfrægi hnefaleikakappi, Muhammad AlI, á líklega aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða. Ali, sem er frægasti hnefaleikamaður allra tíma, hefur barist við Parkinson veiki í tuttugu ár og nú virðist síðasti bardaginn senn á enda.

Erlent

Ætluðu að sprengja spítala

Tveir breskir menn á þrítugsaldri voru í dag ákærðir fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Að sögn lögreglu leikur grunur á að tvímenningarnir hafi ætlað að gera sprengjuárás inni á spítala.

Erlent

Tíu þúsund mótmæla Bush í Argentínu

Tíu þúsund mótmælendur hafa safnast saman á götum strandbæjarins Mar del Plata í Argentínu, þar sem leiðtogafundur Ameríkurikja fer fram. Átta þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum vakta fundarstaðinn, enda búist við enn frekari mótmælendum í síðar í dag.

Erlent

Mætti drukkinn í bílpróf

Þrjátíu og sex ára Dani drakk í sig kjarkinn og ákvað að fara aftur í bílpróf, en það hafði hann misst fyrir margt löngu vegna ölvunaraksturs. Heldur var hann djarfur til flöskunnar því ölvunin kom fram í aksturslagi hans.

Erlent

Varaðir við að kaupa Tamiflu á Netinu

Norsk heilbrigðisyfirvöld vara landsmenn við að kaupa flensulyfið Tamiflu í gegnum Netið af óþekktum framleiðendum en Norðmenn hamstra lyfið í þeirri trú að það verji þá gegn fuglaflensu. Norskir tollverðir hafa lagt hald á talsvert af lyfinu þegar það berst til landsins með póstsendingum en Tamiflu er lyfseðilsskylt og því óheimilt að flytja það inn með þessum hætti.

Erlent

Sex lögreglumenn drepnir í Írak

Sex lögreglumenn féllu og tíu særðust þegar uppreisnarmenn gerðu árás á eftirlitsstöð íröksku lögreglunnar í norðurhluta Íraks í dag. Skutu uppreisnarmennirnir fyrst úr sprengjuvörpum að stöðinni og keyrðu síðan að henni á átta bílum og hófu vélbyssuskothríð.

Erlent

Öryggisverðir fara í verkfall

Lausafjárskortur gæti orðið í stærstu borgum Svíþjóðar um helgina þar sem verkalýðsfélag öryggisvarða, sem annast peningaflutninga, ætlar að hætta að flytja peninga þar til öryggi þeirra verður tryggt. Þeir ákváðu þetta eftir að vopnaðir menn rændu fjármunum úr peningaflutningabíl í grennd við Gautaborg í gærmorgun en tveir öryggisverðir slösuðust þegar ræningjarnir sprengdu hreinlega aðra hliðina úr bílnum.

Erlent

Bush aldrei verið jafn óvinsæll

George Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og hann er nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35% þeirra sem tóku þátt ánægð með störf forsetans.

Erlent

Stefnir í stríð milli Eþíópíu og Erítreu

Hætta er á nýju stríði á milli Afríkuríkjanna Eþíópíu og Erítreu en herflokkar beggja þjóða hafa safnast saman meðfram landamærum ríkjanna tveggja. Eþíópía og Erítrea hafa áður háð stríð vegna landamæranna en því stríði lauk árið 2001.

Erlent

Skotárás í Osló

Maður hóf skotárás fyrir utan bar í miðborg Oslóar á miðnætti í nótt. Einn maður særðist lítilsháttar á höfði en talið er að hann hafi særst þegar hann kastaði sér í götuna í skotárásinni eða að öðrum orsökum.

Erlent

Ferja sökk í Pakistan

60 manns fórust þegar ferja sökk í Indus ánni í Pakistan í morgun. Talsmaður pakistanska hersins segir að ferjan hafi sokkið nálægt borginni Thatta, sunnarlega í Pakistan. Talið er að 80 manns hafi verið um borð þegar ferjan sökk en verið er að rannsaka orsakir slyssins.

Erlent

12 þúsund hafa yfirgefið heimili sín

Yfir tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Hondúras vegna úrhellisrigninga að undanförnu. Ár flæða yfir bakka sína og er vatnið byrjað að eyðileggja vegi sem liggja milli fimmtíu þorpa og kaupstaða þar sem land stendur lægst við strandir.

Erlent

Níu ára palestínskur drengur skotinn

Ísraelskir hermenn skutu og særðu níu ára palestínskan dreng á Vesturbakka Jórdan í gær. Hermennirnir héldu að drengurinn væri vopnaður en seinna kom í ljós að hann var með leikfangariffil.

Erlent

Skotið á lögreglumenn í París

Skotið var á lögreglumenn í úthverfum Parísar í gærkvöld en enginn særðist í átökunum. Óeirðir geisuðu í borginni, áttundu nóttina í röð, og var kveikt í yfir 50 bílum. Þá var ráðist á skóla og strætisvagna í alls níu úthverfum borgarinnar.

Erlent

Kókaín fyrir tvo milljarða

Lögregla í Mosjøen í Norður-Noregi gerði í gær upptæk 190 kíló af kókaíni í suður-ameríska skipinu Crusader. 25 skipverjar voru handteknir en ekki er vitað hverjir þeirra komu fíkniefnunum fyrir. Auk kókaínsins flutti Crusader súrál til álbræðslu Elkem í firðinum.

Erlent

Merkel segist vera bjartsýn

Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands héldu í gær áfram viðræðum um myndun samsteypustjórnar og reyndu að láta innanflokksmisklíð í báðum flokkum ekki trufla þær.

Erlent

Rannsaka ásakanir um leynifangelsi

Evrópusambandið, Alþjóða Rauði krossinn og Evrópuráðið boða rannsókn á ásökunum um að bandaríska leyniþjónustan CIA reki leynileg fangelsi í Austur-Evrópu og víðar þar sem meintir hryðjuverkamenn séu faldir og yfirheyrðir.

Erlent

Lifandi eðla í klósettinu

Konu sem ætlaði á salernið á heimili sínu í Björgvin brá illilega þegar hún fann 75 sentimetra langa eðlu svamlandi um í salernisskálinni. Þriggja ára sonur konunnar heyrði óp móður sinnar, þusti inn á baðherbergið og sá hvers kyns var.

Erlent

Gruna Pólland og Rúmeníu

Talsmenn Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), sögðu í New York í gær að samtökin hefðu heimildir fyrir því að CIA hafi flutt meinta hryðjuverkamenn sem teknir voru höndum í Afganistan til Póllands og Rúmeníu.

Erlent

Talin vera í Ungverjalandi

Talið er að fuglaflensu af H5N1-stofni sé að finna í Ungverjalandi en svanur sem flaug þaðan til Króatíu á dögunum var smitaður af veikinni.

Erlent

Límdist fastur við klósettsetu

Bob Dougherty, 57 ára gamall íbúi smábæjarins Nederland í Colorado í Bandaríkjunum, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann fór í verslunarferð til borgarinnar Boulder.

Erlent

Geta gengið í herinn á ný

Íraska ríkisstjórnin hefur ákveðið að þeir sem gegndu lægri herforingjastöðum í stjórnarher Saddams Hussein geti skráð sig í herinn á ný. Vonast er til að með því ljúki stórum hluta uppreisnarinnar í landinu.

Erlent

Sprengdu bíl fullan af fé

Grímuklæddir ræningjar sprengdu peningaflutningabíl sem var á ferð norður af Gautaborg í gærmorgun. Þeir komust svo undan með ránsfeng sinn. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra eru ekki sögð mjög alvarleg.

Erlent

Kvaðst með öllu saklaus

Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, kvaðst saklaus af ákærum um að hafa lekið til fjölmiðla nafni Valerie Plame, njósnara bandarísku leyniþjónustunnar CIA, við þingfestingu máls yfir honum í Washington í gær.

Erlent

Svartur dagur hjá Tony Blair

Dómgreindarskortur er sú einkunn sem bresku blöðin gefa Tony Blair, forsætisráðherra sínum, í leiðurum í gær fyrir að hafa stutt David Blunkett nánast gagnrýnislaust þrátt fyrir augljós mistök þess fyrrnefnda.

Erlent