Erlent

Óeirðir víðar en í Frakklandi

Það er ekki bara í Frakklandi sem óeirðir geisa: Í Belgíu og Þýskalandi var kveikt í bílum í nótt og stjórnmálamenn í Evrópu óttast að óróinn í Frakklandi breiðist út. En hvernig stendur á því að svona mikil spenna hefur myndast undanfarin ár og jafnvel áratugi? Hver er ástæðan og hvað má læra af mistökum annarra?

Erlent

Þingkosningar í Aserbædjan taldar breyta litlu

Íbúar Aserbædjans gengu til þingkosninga í dag. Ekki er talið að þær muni breyta miklu í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi þar sem starfsemi stjórnarandstöðuflokka er ekki vel liðin og olíugróðinn virðist seint ætla að skila sér til almennings.

Erlent

Parísarbúar eru áhyggjufullir vegna óeirðanna

Íbúar Parísar hafa verulegar áhyggjur af ástandinu, enda tjónið mikið og fólk orðið hrætt við að vera á ferli í ákveðnum hverfum. Eyðileggingin er gríðarleg, eftir tíu kvöld og nætur af stöðugum óeirðum, skemmdarverkum, brunum og jafnvel líkamsárásum.

Erlent

Hrikalegt ástand í Frakklandi

Þrettán hundruð bílar til viðbótar fuðruðu upp í nótt víðs vegar um Frakkland, tíunda óeirðadaginn í röð. Ekkert virðist geta stöðvað brennuvargana, sem nú eru farnir að færa sig inn í miðborg Parísar. Sara M. Kolka býr í París og er stödd í Aulney-sous-Bois, einu þeirra hverfa sem hvað verst hafa orðið úti.

Erlent

Kosningar í Aserbædjan í dag

Íbúar Aserbædjan ganga til þingkosninga í dag. Ekki er reiknað með neinum breytingum, enda er stjórnarandstöðunni ekki leyft að starfa nema að afar takmörkuðu leyti. Kosningastjóra stærstu stjórnarandstöðuhreyfingarinnar var þó sleppt úr fangelsi í dag.

Erlent

Kínverjar lóga fiðurfénaði

Öllum fiðurfénaði í norðausturhluta Kína verður lógað fyrir mánudag til að hindra útbreiðslu fuglaflensu. Sautján hundruð embættismenn hafa verið sendir á staðinn með her- og lögregluvernd, til að lóga fuglunum, en þeir eru allt að ein milljón talsins.

Erlent

Sprengja sprakk í Mógadishu

Þrír létust og minnst tuttugu særðust þegar öflug sprengja sprakk í Mógadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Allt útlit er fyrir að um árás hafi verið að ræða og að ætlunin hafi verið að ráða forsætisráðherrann Mohammad Al Gedi af dögum.

Erlent

Engin fríverslunarsamningur

Tveggja daga leiðtogafundi Ameríkuríkja lauk í gær án nokkurs samkomulags um fríverslun milli álfanna. Andstaða fimm ríkja undir forystu Hugos Chavez, forseta Venesúela réði þar úrslitum.

Erlent

Versta nóttin hingað til

Ekkert lát er á óeirðunum í Frakklandi. Þrettán hundruð bílar voru brenndir og kveikt var í skólum, verslunum, lögreglustöðvum og pósthúsum í nótt. Þetta er versta nótt óeirðanna til þessa, hin tíunda í röð.

Erlent

Óeirðirnar versna enn

Þrettán hundruð bílar voru brenndir og kveikt var í skólum og pósthúsi í Frakklandi í gærkvöldi. Þetta er versta kvöld óeirðanna til þessa, hið tíunda í röð, en lögregla handtók á fjórða hundrað brennuvarga.

Erlent

Breskir veiðimenn halda í hefðirnar

Þótt refaveiðar með hundum hafi verið bannaðar í Bretlandi héldu þúsundir veiðimanna í hefðina og riðu um héruð með hundunum sínum í dag, sem hefði verið fyrsti dagur veiðitímabilsins.

Erlent

Áframhald á óeirðum

Úthverfi Parísar standa í ljósum logum kvöld eftir kvöld. Bara í gærkvöldi brunnu níu hundruð bílar, auk þess sem kveikt var í verslunum, skólum, barnaheimilum og eiginlega hverju því sem á vegi reiðra mótmælenda varð.

Erlent

Veggur féll við Hringleikahúsið í Róm

Hluti veggs brotnaði niður við Hringleikahúsið í Róm á Ítalíu í morgun. Mikið mildi þykir að enginn hafi slasast en Hringleikahúsið er einn vinsælasti ferðamannastaður Rómaborgar.

Erlent

Írakskur stjórnmálamaður í lífshættu

Hátt settur stjórnmálamaður úr röðum Súnníta slasaðist alvarlega í dag, þegar vopnaðir menn réðust að bifreið hans og hófu skothríð. Maðurinn varð fyrir fimm skotum í handleggi og brjóstkassann og er enn í lífshættu.

Erlent

Crusader í farbanni

Fraktskipið Crusader hefur verið úrskurðað í farbann frá Noregi á meðan á rannsókn á kókaínsmygli stendur yfir. Talið er að rannsóknin muni taka nokkra daga.

Erlent

Neyðarfundur vegna óeirða

Níu ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands héldu í dag neyðarfund, vegna óeirðanna sem hafa geysað í París undanfarna níu daga. Eftir fundinn sögðu ráðherrarnir að breunnuvörgum og óróaseggjum yrði refsað harkalega.

Erlent

Kerfi sem varar við skjálftum

Japanir hafa komið sér upp jarðskjálftaviðvörunarkerfi sem virðist ætla að gefa góða raun. Tilraunagerð kerfisins var sett upp í Miyagi héraði í febrúar og varaði það við stórum skjálfta í borginni Sendai, fimmtán sekúndum áður en skjálfti upp á sjö komma tvo skók borgina þann sextánda ágúst.

Erlent

Óeirðirnar breiðast út

Franska lögreglan handtók tvö hundruð og fimmtíu manns í gærkvöldi, í miklum óeirðum í úthverfum Parísar, níunda kvöldið í röð. Kveikt var í að minnsta kosti sjö hundruð og fimmtíu bílum.

Erlent

200 handteknir í Frakklandi

Franska lögreglan handtók tvö hundruð manns í gærkvöldi, í miklum óeirðum í einu úthverfa Parísar, níunda kvöldið í röð.

Erlent

Liðsflutningar til landamæra

Talsmaður Afríkubandalagsins í Eþíópíu lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af herflutningum Eþíópíumanna og Erítreumanna að landamærum sínum. Jafnvel er talin hætta á að stríð geti brotist út.

Erlent

Öryggisverðir farnir í verkfall

Lausafjárskortur gæti orðið í stærstu borgum Svíþjóðar um helgina þar sem öryggisverðir sem annast peningaflutninga ætla að leggja niður störf þar til öryggi þeirra verður tryggt. Óttast er að hraðbankar tæmist jafnvel strax í dag.

Erlent

Aldrei verið óvinsælli

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35 prósent þeirra sem spurðir voru ánægð með störf forsetans. Þetta er versta útkoma Bush frá upphafi og jafnframt ein ­versta­­ útkoma sem nokkur forseti Bandaríkjanna hefur hlotið.

Erlent

Ekkert lát á óeirðunum

Enn kom til óspekta í úthverfum Parísarborgar í fyrrinótt, áttundu nóttina í röð. Annars staðar í Frakklandi kom til átaka í innflytjendahverfum.

Erlent