Erlent Pakistanar búa sig undir veturinn Hundruð þúsunda Pakistana undirbúa sig nú fyrir kaldasta tíma vetrarins sem senn gengur í garð. Lítil sem engin hjálp hefur borist stórum hluta þessa fólks eftir jarðskjálftana í síðasta mánuði sem urðu um sjötíu þúsund manns að bana. Erlent 7.12.2005 09:45 Hvetur til árása á olíuvinnslustöðvar í múslímaríkjum Ayman al-Zawahri, næstæðsti maður hryðjuverkasamtakanna al-Qaida, hvetur til árása á olíuvinnslutstöðvar í löndum múslíma í nýju ávarpi sem birt er á heimasíðu á Netinu. Erlent 7.12.2005 09:15 Pyntingar eða háþróaðar yfirheyrslur? Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi að CIA flytti grunaða hermdarverkamenn án dóms og laga á milli landa til yfirheyrslna en þvertók fyrir að þeir væru pyntaðir. Yfirheyrsluaðferðir CIA eru hins vegar vafasamar svo ekki sé meira sagt. Erlent 7.12.2005 08:30 Rice viðurkennir mistök Condoleezza Rice hóf för sína til fjögurra Evrópulanda í Berlín í gær þar sem hún átti viðræður við Angelu Merkel kanzlara. Rice hét því á fundinum að Bandaríkjastjórn myndi bæta úr þeim mistökum sem henni yrði á í stríðinu gegn hryðjuverkum. Merkel sagðist eftir fundinn vænta þess að leikreglur lýðræðisins væru virtar í baráttunni gegn hryðjuverkahættunni. Erlent 7.12.2005 08:00 Mikil sorg í Íran eftir flugslys Mikil sorg ríkir nú í Íran eftir að flugvél skall á íbúðarbyggingu í suðurhluta Teheran, höfuðborg landsins, í gær með þeim afleiðingum að 130 manns fórust. Flugvélin var nýtekin á loft þegar bilunar varð vart og ætlaði flugstjórinn að reyna nauðlendingu. Erlent 7.12.2005 08:00 Felldu níu talibana í Afganistan Afganskar lögreglusveitir felldu níu talibana í þriggja klukkustunda skotbardaga í suðurhluta landsins í gær. Þá voru sex uppreisnarmenn handteknir. Í nærliggjandi héraði keyrðu vígamenn upp að hópi lögreglumanna og vegfarenda og skutu á þá. Tveir vegfarendur féllu og einn lögregluþjónn. Þá særðust tveir í árásunum. Erlent 7.12.2005 07:30 Vesturbakka og Gaza lokað Ísraelsk yfirvöld hófu í gær refsiaðgerðir gegn Palestínumönnum fyrir sjálfsmorðsárás samtakanna Heilagt stríð í bænum Netanya í fyrradag sem kostaði fimm mannslíf. Vesturbakkanum og Gaza-svæðið voru lokuð af og fimmtán herskáir Palestínumenn voru teknir höndum. Erlent 7.12.2005 07:30 Setti svefnlyf í bananatertu Tæplega fertug kona í Óðinsvéum hefur verið handtekin fyrir tilraun til manndráps en hún stakk sextán ára son sinn með hníf í brjóstið. Konan hefur ítrekað reynt að myrða son sinn, meðal annars hefur hún sett svefnlyf í bananatertu og pottrétt. Erlent 7.12.2005 07:15 Rúmensk stjórnvöld hafa ekkert að fela Forseti Rúmeníu, Traian Basescu, segir engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa verið í landinu. Sagði forsetinn að hann myndi leyfa utanaðkomandi rannsókn til að sanna að þarlens stjórnvöld hefðu ekkert að fela. Erlent 7.12.2005 07:02 Tillögu Breta illa tekið Það hitnaði í kolunum í fjárlagadeilu Evrópusambandsins er breska stjórnin, sem fer nú með formennskuna í sambandinu, lagði fram tillögu sína að fjárhagsáætlun þess fyrir tímabilið 2007-2013. Samkvæmt tillögunni á að skera útgjöld úr sameiginlegum sjóðum sambandsins niður um 24 milljarða evra, andvirði um 1.800 milljarða króna. Erlent 7.12.2005 06:45 Ekki konungleg hátign Nýfæddur sonur norska krónprinsins Hákons og Mette-Marit prinsessu hefur fengið nafnið Sverre Magnus eða Sverrir Magnús upp á íslensku. Hann fær hins vegar ekki titilinn hans konunglega hátign, að því er greint var frá í norskum fjölmiðlum. Erlent 7.12.2005 06:30 Á annað hundrað létust Í það minnsta 128 manns biðu í gær bana í flugslysi í Teheran í Íran. Talið er að vélarbilun hafi valdið því að herflugvél rakst utan í fjölbýlishús og hrapaði til jarðar. Mikið öngþveiti skapaðist á slysstaðnum. Erlent 7.12.2005 06:30 Ósamkvæmur sjálfum sér Þrýstingur á Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, um að segja af sér fer vaxandi eftir að yfirvöld voru gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við flóðbylgjunni í Indlandshafi í fyrra. Sænskir fjölmiðlar vitnuðu í gær í ævisögu hans frá árinu 1997 þar sem hann ræðir um það hvers vegna stjórnmálamenn eigi að segja af sér eða ekki. Erlent 7.12.2005 06:00 Skelfilegum pyntingum lýst Í það minnsta 43 létu lífið og 73 særðust þegar tveir menn gyrtir sprengjubelti frömdu sjálfsmorðsárás í lögregluskóla í Bagdad í gær. Í fyrstu var talið að konur hefðu verið að verki en þær fregnir voru dregnar til baka. Erlent 7.12.2005 05:30 Álfyrirtækið Alcoa dregur úr útblæstri Bandaríski álrisinn Alcoa, sem byggir álverksmiðju á Reyðarfirði, er í fimmta sæti á nýjum lista tímaritsins Business Week yfir þau fyrirtæki sem þykja hafa staðið sig best þegar kemur að því að draga úr útblæstri lofttegunda sem meirihluti vísindamanna telur sannað að hafi mikil áhrif á hlýnun jarðar. Erlent 7.12.2005 04:00 Cameron blæs til sóknar Hinn 39 ára gamli David Cameron var í gær kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann blés strax til sóknar gegn Verkamannaflokknum. Erlent 7.12.2005 03:45 Bandaríkin og Bretland heilla Tæplega 82 prósent íbúa í héraðinu Cono Sur í Brasilíu dreymir um að flytjast búferlum til útlanda og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, Bretlands eða Ítalíu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun sem þarlend stofnun hefur gert og sýnir að yfir 1,5 milljónir íbúa myndu grípa tækifærið til að búa í Evrópu eða Bandaríkjunum til langframa. Erlent 7.12.2005 03:00 Elska menn sína áfram Yfir áttatíu prósent þeirra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi af höndum eiginmanna sinna eða kærasta á heimilum sínum á Spáni telja ekki að ást eiginmanna sinna sé nokkuð minni fyrir vikið. Fyrst og fremst eru það ungar stúlkur, um og undir þrítugsaldrinum, sem eru á þessari skoðun en heimilisofbeldi gegn þeim hefur vaxið hvað hraðast í landinu á undanförnum árum. Erlent 7.12.2005 02:00 750 bókatitlar í bókasjálfsala Svíar eru líklega fyrsta Evrópuþjóðin til að setja upp bókasöfn í sjálfsölum. Borgarbókasafnið í Stokkhólmi ætlar að koma sér upp slíkum sjálfsölum á nokkrum stöðum þar sem umferð er mikil. Erlent 7.12.2005 01:15 Samísku börnin sögð harðari Samísk börn eru sögð harðari af sér en önnur norsk börn. Niðurstöður doktorsrannsóknar benda til að þau þoli líkamlegan sársauka mun betur en jafnaldrar þeirra í Noregi. Erlent 7.12.2005 00:45 Seldu Ísraelum þungt vatn Norsk stjórnvöld vissu af áformum Ísraela um að koma sér upp kjarnavopnum áður en samkomulag náðist milli þjóðanna um sölu á þungu vatni til Ísraels árið 1959. Þungt vatn er notað til að framleiða kjarnavopn. Erlent 7.12.2005 00:30 Sagði dómurunum að fara til fjandans Gríðarlegur viðbúnaður er vegna réttarhalda yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Réttahöldin héldu áfram í dag en í gær strunsuðu lögfræðingar hans út úr réttarsalnum eftir að hafa verið meinað að tjá sig um réttmæti réttarhaldanna. Erlent 6.12.2005 23:05 Mannskæður dagur í Írak Að minnsta kosti fjörutíu manns féllu í sjálfsmorðsárás í Írak í dag. Sjálfsmorðsárásum virðist ekki ætla að linna í landinu en samtökin al-Qaida hafa sagt að þannig verði það, uns Bandaríkjamenn séu á bak og burt og samtökin hafi náð völdum í landinu. Erlent 6.12.2005 23:01 130 látnir eftir flugslysið í Íran Að minnsta kosti eitt hundrað og þrjátíu manns fórust í flugslysinu í Íran í dag þegar herflugvél skall á íbúðabyggingu í Teheran, höfuðborg landsins. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar en fjölmargir eru slasaðir. Erlent 6.12.2005 22:22 Cameron kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi David Cameron hefur verið kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Hann hlaut meira en sextíu og fimm prósent greiddra atkvæða og meira en helmingi fleiri atkvæði en David Davis sem var í framboði gegn honum. Erlent 6.12.2005 15:28 Fimm sprengjur í vegköntum nærri Madríd Að minnsta kosti fimm sprengjur sprungu í vegköntum í nágrenni Madrídar á Spáni fyrir stundu. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni en fyrstu fregnir herma að sprengingarnar hafi verið minniháttar. Erlent 6.12.2005 15:12 Jacob Zuma ákærður fyrir nauðgun Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseti Suður-Afríku, hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Zuma mætti fyrir rétt vegna málsins í dag en ekki var greint frá ákærunni fyrr en þá. Erlent 6.12.2005 14:14 Að minnsta kosti 94 látnir eftir flugslys Talsmaður lögreglunnar í Teheran hefur staðfest að allir farþegarinar 94 sem voru í herflugvél sem brotlenti á tíu hæða íbúðablokk í borginni í morgun hafi látist. Engar fregnir hafa enn borist af því hvort einhver hafi látist í blokkinni þegar flugvélin lenti á henni, en yfirvöld segja um 250 manns hafa búið þar. Erlent 6.12.2005 13:46 Hryðjuverkamenn hafi verið fluttir frá leynifangelsum Ellefu hryðjuverkamenn úr samtökum al-Qaida voru fluttir í snarhasti úr leynifangelsum í Austur-Evrópu þegar fréttir af fangelsunum birtust í fjölmiðlum. Þetta hefur fréttastöðin ABC eftir núverandi og fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónustunnar, sem fullyrða að fangelsin hafi enn verið starfrækt fyrir mánuði síðan. Erlent 6.12.2005 13:37 Santander-flugvöllur rýmdur vegna sprengjuhótunar Aðskilnaðarsamtökin ETA segjast hafa komið fyrir sprengju á alþjóðaflugvellinum í Santander á Spáni. Lögregla hefur rýmt flugvöllinn og sent sprengjusérfræðinga á svæðið. Erlent 6.12.2005 12:30 « ‹ ›
Pakistanar búa sig undir veturinn Hundruð þúsunda Pakistana undirbúa sig nú fyrir kaldasta tíma vetrarins sem senn gengur í garð. Lítil sem engin hjálp hefur borist stórum hluta þessa fólks eftir jarðskjálftana í síðasta mánuði sem urðu um sjötíu þúsund manns að bana. Erlent 7.12.2005 09:45
Hvetur til árása á olíuvinnslustöðvar í múslímaríkjum Ayman al-Zawahri, næstæðsti maður hryðjuverkasamtakanna al-Qaida, hvetur til árása á olíuvinnslutstöðvar í löndum múslíma í nýju ávarpi sem birt er á heimasíðu á Netinu. Erlent 7.12.2005 09:15
Pyntingar eða háþróaðar yfirheyrslur? Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi að CIA flytti grunaða hermdarverkamenn án dóms og laga á milli landa til yfirheyrslna en þvertók fyrir að þeir væru pyntaðir. Yfirheyrsluaðferðir CIA eru hins vegar vafasamar svo ekki sé meira sagt. Erlent 7.12.2005 08:30
Rice viðurkennir mistök Condoleezza Rice hóf för sína til fjögurra Evrópulanda í Berlín í gær þar sem hún átti viðræður við Angelu Merkel kanzlara. Rice hét því á fundinum að Bandaríkjastjórn myndi bæta úr þeim mistökum sem henni yrði á í stríðinu gegn hryðjuverkum. Merkel sagðist eftir fundinn vænta þess að leikreglur lýðræðisins væru virtar í baráttunni gegn hryðjuverkahættunni. Erlent 7.12.2005 08:00
Mikil sorg í Íran eftir flugslys Mikil sorg ríkir nú í Íran eftir að flugvél skall á íbúðarbyggingu í suðurhluta Teheran, höfuðborg landsins, í gær með þeim afleiðingum að 130 manns fórust. Flugvélin var nýtekin á loft þegar bilunar varð vart og ætlaði flugstjórinn að reyna nauðlendingu. Erlent 7.12.2005 08:00
Felldu níu talibana í Afganistan Afganskar lögreglusveitir felldu níu talibana í þriggja klukkustunda skotbardaga í suðurhluta landsins í gær. Þá voru sex uppreisnarmenn handteknir. Í nærliggjandi héraði keyrðu vígamenn upp að hópi lögreglumanna og vegfarenda og skutu á þá. Tveir vegfarendur féllu og einn lögregluþjónn. Þá særðust tveir í árásunum. Erlent 7.12.2005 07:30
Vesturbakka og Gaza lokað Ísraelsk yfirvöld hófu í gær refsiaðgerðir gegn Palestínumönnum fyrir sjálfsmorðsárás samtakanna Heilagt stríð í bænum Netanya í fyrradag sem kostaði fimm mannslíf. Vesturbakkanum og Gaza-svæðið voru lokuð af og fimmtán herskáir Palestínumenn voru teknir höndum. Erlent 7.12.2005 07:30
Setti svefnlyf í bananatertu Tæplega fertug kona í Óðinsvéum hefur verið handtekin fyrir tilraun til manndráps en hún stakk sextán ára son sinn með hníf í brjóstið. Konan hefur ítrekað reynt að myrða son sinn, meðal annars hefur hún sett svefnlyf í bananatertu og pottrétt. Erlent 7.12.2005 07:15
Rúmensk stjórnvöld hafa ekkert að fela Forseti Rúmeníu, Traian Basescu, segir engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa verið í landinu. Sagði forsetinn að hann myndi leyfa utanaðkomandi rannsókn til að sanna að þarlens stjórnvöld hefðu ekkert að fela. Erlent 7.12.2005 07:02
Tillögu Breta illa tekið Það hitnaði í kolunum í fjárlagadeilu Evrópusambandsins er breska stjórnin, sem fer nú með formennskuna í sambandinu, lagði fram tillögu sína að fjárhagsáætlun þess fyrir tímabilið 2007-2013. Samkvæmt tillögunni á að skera útgjöld úr sameiginlegum sjóðum sambandsins niður um 24 milljarða evra, andvirði um 1.800 milljarða króna. Erlent 7.12.2005 06:45
Ekki konungleg hátign Nýfæddur sonur norska krónprinsins Hákons og Mette-Marit prinsessu hefur fengið nafnið Sverre Magnus eða Sverrir Magnús upp á íslensku. Hann fær hins vegar ekki titilinn hans konunglega hátign, að því er greint var frá í norskum fjölmiðlum. Erlent 7.12.2005 06:30
Á annað hundrað létust Í það minnsta 128 manns biðu í gær bana í flugslysi í Teheran í Íran. Talið er að vélarbilun hafi valdið því að herflugvél rakst utan í fjölbýlishús og hrapaði til jarðar. Mikið öngþveiti skapaðist á slysstaðnum. Erlent 7.12.2005 06:30
Ósamkvæmur sjálfum sér Þrýstingur á Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, um að segja af sér fer vaxandi eftir að yfirvöld voru gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við flóðbylgjunni í Indlandshafi í fyrra. Sænskir fjölmiðlar vitnuðu í gær í ævisögu hans frá árinu 1997 þar sem hann ræðir um það hvers vegna stjórnmálamenn eigi að segja af sér eða ekki. Erlent 7.12.2005 06:00
Skelfilegum pyntingum lýst Í það minnsta 43 létu lífið og 73 særðust þegar tveir menn gyrtir sprengjubelti frömdu sjálfsmorðsárás í lögregluskóla í Bagdad í gær. Í fyrstu var talið að konur hefðu verið að verki en þær fregnir voru dregnar til baka. Erlent 7.12.2005 05:30
Álfyrirtækið Alcoa dregur úr útblæstri Bandaríski álrisinn Alcoa, sem byggir álverksmiðju á Reyðarfirði, er í fimmta sæti á nýjum lista tímaritsins Business Week yfir þau fyrirtæki sem þykja hafa staðið sig best þegar kemur að því að draga úr útblæstri lofttegunda sem meirihluti vísindamanna telur sannað að hafi mikil áhrif á hlýnun jarðar. Erlent 7.12.2005 04:00
Cameron blæs til sóknar Hinn 39 ára gamli David Cameron var í gær kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann blés strax til sóknar gegn Verkamannaflokknum. Erlent 7.12.2005 03:45
Bandaríkin og Bretland heilla Tæplega 82 prósent íbúa í héraðinu Cono Sur í Brasilíu dreymir um að flytjast búferlum til útlanda og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, Bretlands eða Ítalíu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun sem þarlend stofnun hefur gert og sýnir að yfir 1,5 milljónir íbúa myndu grípa tækifærið til að búa í Evrópu eða Bandaríkjunum til langframa. Erlent 7.12.2005 03:00
Elska menn sína áfram Yfir áttatíu prósent þeirra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi af höndum eiginmanna sinna eða kærasta á heimilum sínum á Spáni telja ekki að ást eiginmanna sinna sé nokkuð minni fyrir vikið. Fyrst og fremst eru það ungar stúlkur, um og undir þrítugsaldrinum, sem eru á þessari skoðun en heimilisofbeldi gegn þeim hefur vaxið hvað hraðast í landinu á undanförnum árum. Erlent 7.12.2005 02:00
750 bókatitlar í bókasjálfsala Svíar eru líklega fyrsta Evrópuþjóðin til að setja upp bókasöfn í sjálfsölum. Borgarbókasafnið í Stokkhólmi ætlar að koma sér upp slíkum sjálfsölum á nokkrum stöðum þar sem umferð er mikil. Erlent 7.12.2005 01:15
Samísku börnin sögð harðari Samísk börn eru sögð harðari af sér en önnur norsk börn. Niðurstöður doktorsrannsóknar benda til að þau þoli líkamlegan sársauka mun betur en jafnaldrar þeirra í Noregi. Erlent 7.12.2005 00:45
Seldu Ísraelum þungt vatn Norsk stjórnvöld vissu af áformum Ísraela um að koma sér upp kjarnavopnum áður en samkomulag náðist milli þjóðanna um sölu á þungu vatni til Ísraels árið 1959. Þungt vatn er notað til að framleiða kjarnavopn. Erlent 7.12.2005 00:30
Sagði dómurunum að fara til fjandans Gríðarlegur viðbúnaður er vegna réttarhalda yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Réttahöldin héldu áfram í dag en í gær strunsuðu lögfræðingar hans út úr réttarsalnum eftir að hafa verið meinað að tjá sig um réttmæti réttarhaldanna. Erlent 6.12.2005 23:05
Mannskæður dagur í Írak Að minnsta kosti fjörutíu manns féllu í sjálfsmorðsárás í Írak í dag. Sjálfsmorðsárásum virðist ekki ætla að linna í landinu en samtökin al-Qaida hafa sagt að þannig verði það, uns Bandaríkjamenn séu á bak og burt og samtökin hafi náð völdum í landinu. Erlent 6.12.2005 23:01
130 látnir eftir flugslysið í Íran Að minnsta kosti eitt hundrað og þrjátíu manns fórust í flugslysinu í Íran í dag þegar herflugvél skall á íbúðabyggingu í Teheran, höfuðborg landsins. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar en fjölmargir eru slasaðir. Erlent 6.12.2005 22:22
Cameron kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi David Cameron hefur verið kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Hann hlaut meira en sextíu og fimm prósent greiddra atkvæða og meira en helmingi fleiri atkvæði en David Davis sem var í framboði gegn honum. Erlent 6.12.2005 15:28
Fimm sprengjur í vegköntum nærri Madríd Að minnsta kosti fimm sprengjur sprungu í vegköntum í nágrenni Madrídar á Spáni fyrir stundu. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni en fyrstu fregnir herma að sprengingarnar hafi verið minniháttar. Erlent 6.12.2005 15:12
Jacob Zuma ákærður fyrir nauðgun Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseti Suður-Afríku, hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Zuma mætti fyrir rétt vegna málsins í dag en ekki var greint frá ákærunni fyrr en þá. Erlent 6.12.2005 14:14
Að minnsta kosti 94 látnir eftir flugslys Talsmaður lögreglunnar í Teheran hefur staðfest að allir farþegarinar 94 sem voru í herflugvél sem brotlenti á tíu hæða íbúðablokk í borginni í morgun hafi látist. Engar fregnir hafa enn borist af því hvort einhver hafi látist í blokkinni þegar flugvélin lenti á henni, en yfirvöld segja um 250 manns hafa búið þar. Erlent 6.12.2005 13:46
Hryðjuverkamenn hafi verið fluttir frá leynifangelsum Ellefu hryðjuverkamenn úr samtökum al-Qaida voru fluttir í snarhasti úr leynifangelsum í Austur-Evrópu þegar fréttir af fangelsunum birtust í fjölmiðlum. Þetta hefur fréttastöðin ABC eftir núverandi og fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónustunnar, sem fullyrða að fangelsin hafi enn verið starfrækt fyrir mánuði síðan. Erlent 6.12.2005 13:37
Santander-flugvöllur rýmdur vegna sprengjuhótunar Aðskilnaðarsamtökin ETA segjast hafa komið fyrir sprengju á alþjóðaflugvellinum í Santander á Spáni. Lögregla hefur rýmt flugvöllinn og sent sprengjusérfræðinga á svæðið. Erlent 6.12.2005 12:30