Erlent

Rúmensk stjórnvöld hafa ekkert að fela

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Traian Basescu, forseti Rúmeníu, á blaðamannafundi í gær.
Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Traian Basescu, forseti Rúmeníu, á blaðamannafundi í gær. MYND/AP

Forseti Rúmeníu, Traian Basescu, segir engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa verið í landinu. Sagði forsetinn að hann myndi leyfa utanaðkomandi rannsókn til að sanna að þarlens stjórnvöld hefðu ekkert að fela.

Þetta sagði forsetinn þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og utanríkisráðherra Rúmeníu skrifuðu undir samning um að Bandaríkjamenn kæmu á fót herstöð í Rúmeníu, þeirri fyrstu í fyrrum aðildarríkjum Varsjársbandalagsins. Þá sagði Basescu að Rúmenía myndi ekki kalla herlið sitt heim frá Írak en um 860 rúmenskir hermenn eru í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×