Erlent

Setti svefnlyf í bananatertu

Tæplega fertug kona í Óðinsvéum hefur verið handtekin fyrir tilraun til manndráps en hún stakk sextán ára son sinn með hníf í brjóstið. Konan hefur ítrekað reynt að myrða son sinn, meðal annars hefur hún sett svefnlyf í banana­tertu og pottrétt.

Ætlan hennar var að kæfa soninn með kodda þegar hann væri sofnaður. Syninum fannst bragðið af tertunni skrítið og mistókst konunni því ætlunarverk sitt. Hún er nú vistuð á réttargeðdeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×