Erlent

Bandaríkin og Bretland heilla

Tæplega 82 prósent íbúa í héraðinu Cono Sur í Brasilíu dreymir um að flytjast búferlum til útlanda og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, Bretlands eða Ítalíu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun sem þarlend stofnun hefur gert og sýnir að yfir 1,5 milljónir íbúa myndu grípa tækifærið til að búa í Evrópu eða Bandaríkjunum til langframa.

Þykir höfundum skýrslunnar líklegt að sama viðhorf sé við lýði annars staðar í landinu. Það er í hróplegu ósamræmi við drauma íbúa í flestum öðrum löndum Suður-Ameríku, sem vilja gjarna búa í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×