Erlent

Ekki konungleg hátign

Sverrir Magnús. Tilkynnt var á mánudag að prinsinn, sem fæddist á laugardag, fengi nafnið Sverrir Magnús.
Sverrir Magnús. Tilkynnt var á mánudag að prinsinn, sem fæddist á laugardag, fengi nafnið Sverrir Magnús.

Nýfæddur sonur norska krónprinsins Hákons og Mette-Marit prinsessu hefur fengið nafnið Sverre Magnus eða Sverrir Magnús upp á íslensku. Hann fær hins vegar ekki titilinn hans konunglega hátign, að því er greint var frá í norskum fjölmiðlum.

Að sögn norska blaðsins Verdens Gang var það ákvörðun Haraldar konungs að prinsinum unga yrði gefinn kostur á að velja sér sína braut í lífinu sjálfur, en í ríkiserfðaröðinni kemur hann næstur á eftir föður sínum og eldri systur, Ingiríði Alexöndru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×