Erlent

Elska menn sína áfram

Yfir áttatíu prósent þeirra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi af höndum eiginmanna sinna eða kærasta á heimilum sínum á Spáni telja ekki að ást eiginmanna sinna sé nokkuð minni fyrir vikið. Fyrst og fremst eru það ungar stúlkur, um og undir þrítugs­aldrinum, sem eru á þessari skoðun en heimilisofbeldi gegn þeim hefur vaxið hvað hraðast í landinu á undanförnum árum.

Ekki aðeins á það við um Spán heldur er vandamálið víðar. Sérstaklega er heimilisofbeldi stórt vandamál í löndum Suður-Ameríku og látast þar fleiri hundruð konur á ári hverju vegna ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×