Erlent

Að minnsta kosti 94 látnir eftir flugslys

Talsmaður lögreglunnar í Teheran hefur staðfest að allir farþegarinar 94 sem voru í herflugvél sem brotlenti á tíu hæða íbúðablokk í borginni í morgun hafi látist. Engar fregnir hafa enn borist af því hvort einhver hafi látist í blokkinni þegar flugvélin lenti á henni, en yfirvöld segja um 250 manns hafa búið þar.

Flugvélin var nýkomin í loftið þegar bilunar varð vart og hún hélt ekki flugi. Flugstjórinn reyndi að nauðlenda vélinni á Mehrabad-flugvellinum í Teheran en hann náði ekki þangað og vélin lenti á tíu hæða íbúðarblokk. Flugvélin stóð í ljósum logum eftir brotlendinguna og björgunarstarfsmenn áttu í stökustu vandræðum með að komast að vélinni. Allt tiltækt starfsfólk á sjúkrahúsum í Teheran hefur verið sett í viðbragðsstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×