Erlent

Álfyrirtækið Alcoa dregur úr útblæstri

Rússland aftarlega á báti. Mengun á borð við þá sem er í St. Pétursborg í Rússlandi er algeng en sífellt fleiri fyrirtæki hafa tekið umhverfismál alvarlegum tökum og hafa minnkað mengun og eða nýta endurnýjanlega orku eins og hægt er.
Rússland aftarlega á báti. Mengun á borð við þá sem er í St. Pétursborg í Rússlandi er algeng en sífellt fleiri fyrirtæki hafa tekið umhverfismál alvarlegum tökum og hafa minnkað mengun og eða nýta endurnýjanlega orku eins og hægt er.

Bandaríski álrisinn Alcoa, sem byggir álverksmiðju á Reyðarfirði, er í fimmta sæti á nýjum lista tímaritsins Business Week yfir þau fyrirtæki sem þykja hafa staðið sig best þegar kemur að því að draga úr útblæstri lofttegunda sem meirihluti vísindamanna telur sannað að hafi mikil áhrif á hlýnun jarðar.

Viðurkenninguna fær Alcoa fyrir að minnka útblástur PFC-gass frá álbræðslum sínum um áttatíu prósent en í efsta sæti listans er iðnaðarframleiðandinn DuPont, sem notar í dag sjö prósentum minni orku til framleiðslu sinnar en árið 1990. Hin þrjú fyrir­tækin á topp fimm eru evrópsk; Olíurisinn breski BP, hið þýska Bayer og BT í Bretlandi.

Bæði Alcan, sem á og rekur álverið í Straumsvík, og Alcoa eru einnig ofarlega á lista Busi­ness Week yfir þau fyrirtæki sem leggja hvað mesta áherslu á umhverfismál og taka alvarlega á þeim innan síns fyrirtækis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×