Erlent

Fimm sprengjur í vegköntum nærri Madríd

Að minnsta kosti fimm sprengjur sprungu í vegköntum í nágrenni Madrídar á Spáni fyrir stundu. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni en fyrstu fregnir herma að sprengingarnar hafi verið minniháttar. Aðskilnaðarsamtökin ETA vöruðu við sprengingunum fyrirfram. Fyrr í dag sögðust samtökin hafa komið fyrir sprengju á alþjóðaflugvellinum í Santander á Spáni. Lögregla rýmdi flugvöllinn og sendi sprengjusérfræðinga á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×