Erlent

Tveir féllu í óeirðum

Tveir menn féllu í Pakistan í gær í einhverjum verstu óeirðum sem brotist hafa út í landinu í kjölfar birtingar á skopmyndum af Múhameð spámanni. Öryggisverðir skutu mennina sem reyndu að bera eld að banka í aðgerðum sem beint var gegn Vesturlöndum.

Erlent

Sýktir fuglar finnast í Þýskalandi

Tveir svanir sem fundust dauðir á þýsku eynni Rügen í Eystrasalti voru sýktir af H5N1-stofni fuglaflensu, að því er landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi greindi frá í gær. Þýskaland er því níunda landið í Evrópu þar sem fuglaflensan greinist.

Erlent

Hungursneyð yfirvofandi í Kenýa

Hungursneyð er yfirvofandi í norðvesturhluta Kenýa vegna mikilla þurrka fimmta árið í röð. Stór hluti svæðisins er nánast skrælnaður, nautgripir hafa drepist og uppskera visnað. Þegar í janúar liðu um 3.5 milljón manna skort í kjölfar þurrkanna.

Erlent

Reykingabann á Englandi 2007

Frá og með sumrinu 2007 verður bannað að reykja á krám og næturklúbbum á Englandi. Neðri deild breska þingsins samþykkti stjórnarfrumvarp þess efnis með miklum meirihluta atkvæða í kvöld.

Erlent

Ár liðið frá morðinu á Hariri

Hundruð þúsunda komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag til að minnast þess að ár er liðið frá því Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur.

Erlent

Fuglaflensan komin til Austurríkis og Þýskalands

Fuglaflensa hefur nú í fyrsta sinn greinst í hjarta Evrópu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flensan hefur drepið villta svani bæði í Austurríki og Þýskalandi. Flensan hafði áður greinst í fuglum í níu löndum í Evrópu.

Erlent

Olmert segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri

Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, segir Íransforseta altekinn af gyðingahatri. Þetta sagði Olmert í ávarpi til leiðtoga bandarískra gyðinga sem eru í heimsókn í Jerúsalem í dag. Íransforseti hefur hvatt til þess að Ísrael verði þurrkað af yfirborði jarðar og sagt að helför nasista gegn gyðingum sé þjóðsaga. Olmert hvatti til þess að alþjóðasamfélagið bregðist af hörku við kjarnorkuáformum Írana.

Erlent

Þrjár milljónir ókeypis ferða

Lággjaldaflugfélagið Ryanair bauð í dag upp á þrjár milljónir ókeypis ferða eftir að hafa verið sakað um að fylgja ekki ítrustu öryggisreglum. Ásakanirnar komu fram í sjónvarpsþætti eftir að tveir fréttamenn réðu sig sem flugþjóna hjá félaginu til að afla upplýsinga. Þeir hafi komist að því að ekki væri alltaf farið eftir ströngustu reglum sem flugfélögum eru settar. Breska samgönguráðuneytið segist ætla að kanna hvort eitthvað sé hæft í ásökunum fréttamannanna.

Erlent

Sonur Sharons í fangelsi

Omri Sharon, sonur Ariels Sharon forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa, með ólögmætum hætti, afla fé fyrir baráttu föðurs síns um formannsembætti Líkúd-bandalgsins árið 1999.

Erlent

Íslendingur skotinn í El Salvador

Íslendingur á fertugsaldri, Jón Þór Ólafsson, sem starfaði í El Salvador, fannst látinn af völdum skotsára á mánudagsmorgun. Umfangsmikil leit hófst að Jóni Þór á sunnudag eftir að samstarfsmenn hans höfðu gert lögreglu í El Salvador viðvart. Jón Þór lætur eftir sig sambýliskonu og tvö ung börn á skólaaldri úr fyrri sambúð.

Erlent

Múgur minnist Hariris

Meira en 200.000 manns hafa safnast saman á götum Beirúts, höfuðborgar Líbanons í morgun, til að minnast þess að ár er liðið síðan Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var ráðinn af dögum. Öryggisgæsla í höfuðborginni hefur verið snarhert.

Erlent

Kári blæs á gagnrýni

Kári Stefánsson blæs á gagnrýni á erfðarannsóknir í viðtali sem birtist í netútgáfu bandaríska tímaritsins Time. Hann segir þekkingu á erfðagöllum ómetanlega, jafnvel þó að ekki séu til lyf til að lækna gallann.

Erlent

Fimmtán særðust í tilræði í Istanbúl

Fimmtán særðust þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbnúl seint í gærkvöld. Stór hluti stórmarkaðarins jafnaðist við jörðu og rúður splundruðust í nærliggjandi húsum

Erlent

Auðgun úrans hafin á ný í Íran

Íransstjórn staðfesti í morgun að auðgun úrans hefði hafist á ný í landinu. Talsmaður íranskra stjórnvalda í kjarnorkumálum játaði því á blaðamannafundi í morgun að áætlun um auðgun úrans væri hafin samkvæmt samþykktum þingsins.

Erlent

Danir éti ofan í sig ófriðinn

Nýjasta hugmyndin til að lægja öldurnar í skopmyndamálinu er að Danir éti ofan í sig ófriðinn, í orðanna fyllstu merkingu. Framhaldsskólinn í Krögerup hefur sent af stað tölvukeðjubréf þar sem skorað er á Dani að leggjast á eitt og snæða arabískan mat á föstudaginn

Erlent

Ástralar dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl

Tveir Ástralar voru í morgun dæmdir til dauða fyrir stórt heróínsmygl frá í apríl á síðasta ári. Mennirnir tveir eru taldir höfuðpaurar níu manna hóps, sem reyndi að smygla rúmum átta kílógrömmum af heróíni frá Balí til Ástralíu.

Erlent

Segist hafa verið í hungurverkfalli

Saddam Hussein sagðist í morgun hafa verið í hungurverkfalli í þrjá daga til að mótmæla meðferðinni á sér við réttarhöldin sem nú standa yfir. Aðrir sem ákærðir eru í málinu segjast líka hafa verið í hungurverkfalli, en eins og kunnugt er hefur Saddam Hússein trekk í trekk mótmælt framkvæmd réttarhaldanna.

Erlent

Drepa gísla ef þýsk stjórnvöld láta ekki af stuðningi

Írakskir mannræningjar hóta að drepa tvo gísla ef þýsk stjórnvöld hætta ekki öllum stuðningi við íröksk stjórnvöld. Á myndbandi sem birtist á Al-Arabiya sjónvarpsstöðinni sjást gíslarnir tveir ásamt mannræningjunum, sem lesa kröfur sínar.

Erlent

Cheney ekki með tilskilið leyfi á veiðum

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ekki laus allra mála vegna slyss um helgina þar sem hann skaut á veiðifélaga sinn á kornhænuveiðum. Í ljós hefur komið að Cheney hafði ekki tilskilið veiðileyfi þegar hann fór til veiða með milljarðamæringnum Harry Whittington sem hann svo skaut í andlitið og bringuna fyrir slysni.

Erlent

Milljónasvindl við hjálparstarf eftir Katrínu

Milljónir dollara fóru í súginn vegna svindls og misnotkunar við hjálparstarfið eftir fellibylinn Katrínu í Bandaríkjunum. Þetta er mat sérstakrar rannsóknarnefndar sem farið hefur yfir viðbrögð stjórnvalda við fellibylnum sem reið yfir Bandaríkin síðasta haust.

Erlent

Eigendur Dagbladet bjóða í Orkla Medier

Eigendur norska blaðsins Dagbladet hafa ákveðið að bjóða í norska fjölmiðlafyrirtækið Orkla Medier, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidende, BT og Weekendavisen. Þetta kemur fram á vef Jótlandspóstsins. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, sýndi Orkla Medier áhuga á dögunum ásamt nokkrum öðrum norrænum fjölmiðlafyrirtækjum en nú er útlit fyrir að Orkla verði áfram í eigu Norðmanna.

Erlent

Óeirðir vegna forsetakosninga á Haítí

Allt logar í óeirðum á Haítí, þar sem stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Renes Preval eru ævareiðir eftir kosningarnar og telja að brögð hafi verið í tafli. Þeirra maður náði ekki hreinum meirihluta eins og útlit var fyrir og því stefnir allt í halda verði aðra umferð.

Erlent

Lagt til að búðunum við Guantanamo-flóa verði lokað

Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna leggur til að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Í skýrslu frá rannsakendunum, sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir, segir að meðferð fanganna þar stangist á við alþjóðalög og að þeir megi þola hreinar og beinar pyntingar.

Erlent

Pólska þingið verður ekki rofið

Þing verður ekki rofið og ekki verður boðað til kosninga fyrr en ella samkvæmt ákvörðun Kaczynski, Póllandsforseta, sem hann kynnti í kvöld. Í dag var síðasta tækifæri forsetans á þessu kjörtímabili til að beita stjórnskipulegu valdi sínu og rjúfa þing. Fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því að forsetinn ætlaði að leysa upp þing til að refsa þingmönnum fyrir að hafa ekki samþykkt fjárlög í síðasta mánuði.

Erlent