Erlent Bush segir að samningar um hafnir verði að ganga í gegn George Bush Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn sem ferðuðust með honum í forsetavél hans í gær að samningar við arabíska fyrirtækið sem hefur tekið að sér að sjá um rekstur sex stórra hafna í Bandaríkjunum verði að ganga í gegn. Erlent 22.2.2006 09:22 Mannfall í aðdraganda friðarviðræðna Þrír uppreisnarmenn Tamíl tígra á Sri Lanka létu lífið á árás í borginni Batticaloa þar í landi í morgun. Uppreisnarmenn segja að sex vopnaðir menn, klæddir í búninga stjórnarhersins, hafi ráðist á þá. Friðarviðræður milli fulltrúa stjórnvalda og Tamíl tígra eiga að hefjast í Sviss í dag. Erlent 22.2.2006 08:32 98 fangar dáið í haldi Bandaríkjamann í Írak og Afganistan Tæplega 100 fangar hafa látið lífið í fangelsum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan síðan í ágúst árið 2002. Fjölmargir þeirra munu hafa verið pyntaðir til dauða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights First. Erlent 22.2.2006 08:05 Sendiráð Dana í Indónesíu senn opnað aftur Danska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu verður opnað aftur fljótlega, en það hefur nú verið lokað í tíu daga vegna óeirða í borginni í tengslum við skopteikningarnar af Múhameð spámanni. Erlent 21.2.2006 22:47 Mannskæð árás á markaði í Bagdad Að minnsta kosti 22 létust og 30 særðust í bílsprengjuárás á markaði í suðurhluta Bagdad í dag. Fregnir herma að sprengunni hafi verið beint að lögreglumönnum á eftirlitsferð. Erlent 21.2.2006 22:15 Mikil tengsl verði milli Palestínu og Írans Pólitískur leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal, segir engan grundvöll fyrir viðræðum við Ísraela fyrr en þeir hafi yfirgefið Palestínu fyrir fullt og allt. Meshaal var staddur í Teheran þar sem hann ræddi við þarlend yfirvöld og sagði hann líklegt að Íran myndi spila stærra hlutverk í utanríkismálum Palestínu en verið hafi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Ísrael óttast að Íranar reyni að hafa óeðlileg áhrif á nýja palestínska stjórn sem mynduð verður á næstu dögum. Erlent 21.2.2006 21:57 Aftökunni frestað Yfirvöld í Kaliforníu urðu í morgun að fresta aftöku yfir dæmdum morðingja eftir að læknar sem taka áttu þátt í aftökunni höfnuðu því af siðferðisástæðum. Erlent 21.2.2006 19:15 Mladic að líkindum handtekinn Óstaðfestar fregnir herma að Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafi verið handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðin í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru myrtir. Erlent 21.2.2006 19:05 Ratko Mladic handtekinn Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, var handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðið í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru stráfelldir. Fréttir af handtökunni hafa ekki verið staðfestar af serbneskum yfirvöldum. Erlent 21.2.2006 17:37 Óskaði eftir aðstoð lögreglu við að fá endurgreitt frá eiturlyfjasala Fólk óskar eftir aðstoð lögreglunnar í hinum ýmsu og oft ótrúlegustu málum en ósk Þjóðverja nokkurs á dögunum slær líklega flestar beiðnir um lögregluaðstoð út. Maðurinn keypti sér 200 grömm af maríjúana af ónefndum eiturlyfjasala, en þegar hann prófaði varninginn skömmu eftir viðskiptin var hann langt í frá ánægður með gæði efnisins. Erlent 21.2.2006 09:30 Viðræður um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna hefjast á ný Stefnt er að því að viðræður um lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Norðurkóreumanna hefjist á ný í mars eða apríl. Vesturveldin hafa lagt hart að Norðurkóreumönnum að hefja ekki auðgun úrans en stjórnvöld í Pyongyang segja það gert til raforkuframleiðslu. Erlent 21.2.2006 09:27 Nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð Benedikt páfi XVI segir nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð heimsins og forðist það eftir fremsta megni að vega ómaklega að trúarbrögðum, táknum þeirra og kennisetningum. Erlent 21.2.2006 09:00 Níutíu prósent íbúanna vill sjálfstæði frá Serbíu Viðræður Serba og albanska þjóðarbrotsins í Kosovo um framtíð héraðsins gengu vel í Vín í gær. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir embættismanni í innsta hring. Erlent 21.2.2006 07:29 Fundu kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna Lögreglan í Kólumbíu fann kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna, í hraðbát skammt undan Kyrrahafsströnd landsins í gær. Talið er að kókaíninu hafi verið ætlað á markað í Bandaríkjunum. Erlent 21.2.2006 07:28 Leit að námuverkamönnum hefur engan árangur borið Leitin af sextíu og fimm námuverkamönnum sem festust á þriggja kílómetra dýpi eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas í Mexíkó í gær, hefur engan árangur borið. Erlent 21.2.2006 07:25 Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni Palestínu Hamas-samtökin hafa tilnefnt Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni sitt í Palestínu. Það gerðu þau á fundi sem samtökin áttu með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, í gær. Erlent 21.2.2006 07:23 Umdeilt að arabískt fyrirtæki reki hafnir í Bandaríkjunum Fjölmargir bandarískir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnar Bush Bandaríkjaforseta að heimilia arabísku fyrirtæki að taka yfir rekstur sex stórra hafna þar í landi. Fyrirtækið, sem staðsett er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, hefur keypt breskt fyrirtæki sem hefur séð um rekstur hafna í sex borgum, þar á meðal Miami og New York. Erlent 21.2.2006 06:33 Eftirlýstur Mexíkói handtekinn á Spáni vegna fjárdráttar Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið fyrrverandi varasaksóknara í Chiapas-ríki í Mexíkó, en hann er sakaður um að hafa dregið sér um sex og hálfan milljarð króna úr ríkissjóði. Erlent 20.2.2006 22:45 Innflytjendalöggjöf í Hollandi hert Innflytjendur sem hyggjast setjast að í Hollandi þurfa að standast tungumála- og menningarpróf áður en þeir fá að koma til landsins, samkvæmt nýjum innflytjendalögum sem taka gildi um næstu mánaðamót Erlent 20.2.2006 22:19 Veik von um að mennirnir séu enn á lífi Aðstandendur sextíu og fimm námaverkamanna í Mexíkó, sem sitja fastir á þriggja metra dýpi, bíða nú milli vonar og ótta um að það takist að bjarga þeim í tæka tíð. Erlent 20.2.2006 21:08 Þriggja ára fangelsi fyrir að afneita helförinni Enn er tekist á um hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja, að þessu sinni í réttarsal í Vínarborg í dag. Þar viðurkenndi breski sagnfræðingurinn David Irving að hafa afneitað helförinni gegn gyðingum. Fyrir vikið var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. Erlent 20.2.2006 20:45 Segist hafa gert ráðstafanir vegna öryggis starfsmanna sinna Fyrirtækið Enex, sem Jón Þór Ólafsson starfaði hjá, segist hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna sinna í El Salvador. Forsvarsmenn þess vísa fréttum, þar sem gefið er í skyn að þeir hafi hunsað ráðleggingar um slíkt, á bug. Erlent 20.2.2006 20:15 Krefjast óskoraðs sjálfstæðis Kosovo Viðræður um framtíð hins umdeilda Kosovo-héraðs í Serbíu hófust í Austurríki í dag. Kosovo-Albanar vilja að héraðið fái fullt og óskorað sjálfstæði en serbneski minnihlutinn hugsar til þess með hryllingi. Erlent 20.2.2006 19:51 Sömdu um skiptingu hafsvæðis Utanríkisráðherrar Danmerkur og Noregs undirrituðu í dag samning um skiptingu landsgrunns og hafsvæðis milli Svalbarða og Grænlands Erlent 20.2.2006 18:00 Þokast í átt að nýrri ríkisstjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hóf í dag viðræður við Hamas-samtökin sigurvegara þingkosninga í landinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fulltrúi Hamas-samtakanna sagði að líklega myndi Abbas á fundinum fela Ismail Abbas, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, umboð til að setja saman ríkisstjórn. Erlent 20.2.2006 17:48 Ákæra sjö manns fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært sjö manns fyrir að hafa með sölu á stuttermabolum stutt við hryðjuverkastarfsemi. Erlent 20.2.2006 17:23 Viðræður halda áfram á morgun Rússar og Íranir ætla að halda áfram viðræðum á morgun um auðgun Rússa á úrani fyrir Írani. Samningaviðræður vegna málsins hófust í morgun og lauk fundinum fyrir skömmu. Erlent 20.2.2006 17:05 Enn lífsmark í aurskriðum á Filippseyjum Björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að grafa frá skóla sem að lenti undir aurskriðu á eynni Leyte á Filippseyjum eftir að lífsmarks varð vart undir skriðunni. Erlent 20.2.2006 16:58 Fundað um fuglaflensu Þýsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á að koma í veg fyrir að hinn banvæni H5N1 fuglaflensu stofn breiðist út um Þýskaland. Lanbúnaðarráðherrar Evrópuríkja funda í Brussel í dag um fuglaflensuna og mögulegar aðgerðir gegn henni. Erlent 20.2.2006 16:27 Rússar og Íranar ræða kjarnorkumál Samningaviðræður Rússa og Írana um samvinnu vegna kjarnorkuáætlunar Írana hófust í Moskvu í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni öryggisráðs rússneska þingsins. Rússar hafa boðist til þess að auðga úran fyrir Írana og þar með draga úr þeirri alþjóðadeilu sem er uppi vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Erlent 20.2.2006 15:45 « ‹ ›
Bush segir að samningar um hafnir verði að ganga í gegn George Bush Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn sem ferðuðust með honum í forsetavél hans í gær að samningar við arabíska fyrirtækið sem hefur tekið að sér að sjá um rekstur sex stórra hafna í Bandaríkjunum verði að ganga í gegn. Erlent 22.2.2006 09:22
Mannfall í aðdraganda friðarviðræðna Þrír uppreisnarmenn Tamíl tígra á Sri Lanka létu lífið á árás í borginni Batticaloa þar í landi í morgun. Uppreisnarmenn segja að sex vopnaðir menn, klæddir í búninga stjórnarhersins, hafi ráðist á þá. Friðarviðræður milli fulltrúa stjórnvalda og Tamíl tígra eiga að hefjast í Sviss í dag. Erlent 22.2.2006 08:32
98 fangar dáið í haldi Bandaríkjamann í Írak og Afganistan Tæplega 100 fangar hafa látið lífið í fangelsum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan síðan í ágúst árið 2002. Fjölmargir þeirra munu hafa verið pyntaðir til dauða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights First. Erlent 22.2.2006 08:05
Sendiráð Dana í Indónesíu senn opnað aftur Danska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu verður opnað aftur fljótlega, en það hefur nú verið lokað í tíu daga vegna óeirða í borginni í tengslum við skopteikningarnar af Múhameð spámanni. Erlent 21.2.2006 22:47
Mannskæð árás á markaði í Bagdad Að minnsta kosti 22 létust og 30 særðust í bílsprengjuárás á markaði í suðurhluta Bagdad í dag. Fregnir herma að sprengunni hafi verið beint að lögreglumönnum á eftirlitsferð. Erlent 21.2.2006 22:15
Mikil tengsl verði milli Palestínu og Írans Pólitískur leiðtogi Hamas, Khaled Meshaal, segir engan grundvöll fyrir viðræðum við Ísraela fyrr en þeir hafi yfirgefið Palestínu fyrir fullt og allt. Meshaal var staddur í Teheran þar sem hann ræddi við þarlend yfirvöld og sagði hann líklegt að Íran myndi spila stærra hlutverk í utanríkismálum Palestínu en verið hafi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Ísrael óttast að Íranar reyni að hafa óeðlileg áhrif á nýja palestínska stjórn sem mynduð verður á næstu dögum. Erlent 21.2.2006 21:57
Aftökunni frestað Yfirvöld í Kaliforníu urðu í morgun að fresta aftöku yfir dæmdum morðingja eftir að læknar sem taka áttu þátt í aftökunni höfnuðu því af siðferðisástæðum. Erlent 21.2.2006 19:15
Mladic að líkindum handtekinn Óstaðfestar fregnir herma að Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafi verið handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðin í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru myrtir. Erlent 21.2.2006 19:05
Ratko Mladic handtekinn Ratko Mladic, æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, var handtekinn í Serbíu í dag. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í rúman áratug, þar á meðal fjöldamorðið í Srebrenica þar sem að minnsta kosti átta þúsund manns voru stráfelldir. Fréttir af handtökunni hafa ekki verið staðfestar af serbneskum yfirvöldum. Erlent 21.2.2006 17:37
Óskaði eftir aðstoð lögreglu við að fá endurgreitt frá eiturlyfjasala Fólk óskar eftir aðstoð lögreglunnar í hinum ýmsu og oft ótrúlegustu málum en ósk Þjóðverja nokkurs á dögunum slær líklega flestar beiðnir um lögregluaðstoð út. Maðurinn keypti sér 200 grömm af maríjúana af ónefndum eiturlyfjasala, en þegar hann prófaði varninginn skömmu eftir viðskiptin var hann langt í frá ánægður með gæði efnisins. Erlent 21.2.2006 09:30
Viðræður um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna hefjast á ný Stefnt er að því að viðræður um lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Norðurkóreumanna hefjist á ný í mars eða apríl. Vesturveldin hafa lagt hart að Norðurkóreumönnum að hefja ekki auðgun úrans en stjórnvöld í Pyongyang segja það gert til raforkuframleiðslu. Erlent 21.2.2006 09:27
Nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð Benedikt páfi XVI segir nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð heimsins og forðist það eftir fremsta megni að vega ómaklega að trúarbrögðum, táknum þeirra og kennisetningum. Erlent 21.2.2006 09:00
Níutíu prósent íbúanna vill sjálfstæði frá Serbíu Viðræður Serba og albanska þjóðarbrotsins í Kosovo um framtíð héraðsins gengu vel í Vín í gær. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir embættismanni í innsta hring. Erlent 21.2.2006 07:29
Fundu kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna Lögreglan í Kólumbíu fann kókaín að andvirði tveggja milljarða íslenskra króna, í hraðbát skammt undan Kyrrahafsströnd landsins í gær. Talið er að kókaíninu hafi verið ætlað á markað í Bandaríkjunum. Erlent 21.2.2006 07:28
Leit að námuverkamönnum hefur engan árangur borið Leitin af sextíu og fimm námuverkamönnum sem festust á þriggja kílómetra dýpi eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas í Mexíkó í gær, hefur engan árangur borið. Erlent 21.2.2006 07:25
Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni Palestínu Hamas-samtökin hafa tilnefnt Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni sitt í Palestínu. Það gerðu þau á fundi sem samtökin áttu með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, í gær. Erlent 21.2.2006 07:23
Umdeilt að arabískt fyrirtæki reki hafnir í Bandaríkjunum Fjölmargir bandarískir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnar Bush Bandaríkjaforseta að heimilia arabísku fyrirtæki að taka yfir rekstur sex stórra hafna þar í landi. Fyrirtækið, sem staðsett er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, hefur keypt breskt fyrirtæki sem hefur séð um rekstur hafna í sex borgum, þar á meðal Miami og New York. Erlent 21.2.2006 06:33
Eftirlýstur Mexíkói handtekinn á Spáni vegna fjárdráttar Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið fyrrverandi varasaksóknara í Chiapas-ríki í Mexíkó, en hann er sakaður um að hafa dregið sér um sex og hálfan milljarð króna úr ríkissjóði. Erlent 20.2.2006 22:45
Innflytjendalöggjöf í Hollandi hert Innflytjendur sem hyggjast setjast að í Hollandi þurfa að standast tungumála- og menningarpróf áður en þeir fá að koma til landsins, samkvæmt nýjum innflytjendalögum sem taka gildi um næstu mánaðamót Erlent 20.2.2006 22:19
Veik von um að mennirnir séu enn á lífi Aðstandendur sextíu og fimm námaverkamanna í Mexíkó, sem sitja fastir á þriggja metra dýpi, bíða nú milli vonar og ótta um að það takist að bjarga þeim í tæka tíð. Erlent 20.2.2006 21:08
Þriggja ára fangelsi fyrir að afneita helförinni Enn er tekist á um hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja, að þessu sinni í réttarsal í Vínarborg í dag. Þar viðurkenndi breski sagnfræðingurinn David Irving að hafa afneitað helförinni gegn gyðingum. Fyrir vikið var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. Erlent 20.2.2006 20:45
Segist hafa gert ráðstafanir vegna öryggis starfsmanna sinna Fyrirtækið Enex, sem Jón Þór Ólafsson starfaði hjá, segist hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna sinna í El Salvador. Forsvarsmenn þess vísa fréttum, þar sem gefið er í skyn að þeir hafi hunsað ráðleggingar um slíkt, á bug. Erlent 20.2.2006 20:15
Krefjast óskoraðs sjálfstæðis Kosovo Viðræður um framtíð hins umdeilda Kosovo-héraðs í Serbíu hófust í Austurríki í dag. Kosovo-Albanar vilja að héraðið fái fullt og óskorað sjálfstæði en serbneski minnihlutinn hugsar til þess með hryllingi. Erlent 20.2.2006 19:51
Sömdu um skiptingu hafsvæðis Utanríkisráðherrar Danmerkur og Noregs undirrituðu í dag samning um skiptingu landsgrunns og hafsvæðis milli Svalbarða og Grænlands Erlent 20.2.2006 18:00
Þokast í átt að nýrri ríkisstjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hóf í dag viðræður við Hamas-samtökin sigurvegara þingkosninga í landinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fulltrúi Hamas-samtakanna sagði að líklega myndi Abbas á fundinum fela Ismail Abbas, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, umboð til að setja saman ríkisstjórn. Erlent 20.2.2006 17:48
Ákæra sjö manns fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært sjö manns fyrir að hafa með sölu á stuttermabolum stutt við hryðjuverkastarfsemi. Erlent 20.2.2006 17:23
Viðræður halda áfram á morgun Rússar og Íranir ætla að halda áfram viðræðum á morgun um auðgun Rússa á úrani fyrir Írani. Samningaviðræður vegna málsins hófust í morgun og lauk fundinum fyrir skömmu. Erlent 20.2.2006 17:05
Enn lífsmark í aurskriðum á Filippseyjum Björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að grafa frá skóla sem að lenti undir aurskriðu á eynni Leyte á Filippseyjum eftir að lífsmarks varð vart undir skriðunni. Erlent 20.2.2006 16:58
Fundað um fuglaflensu Þýsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á að koma í veg fyrir að hinn banvæni H5N1 fuglaflensu stofn breiðist út um Þýskaland. Lanbúnaðarráðherrar Evrópuríkja funda í Brussel í dag um fuglaflensuna og mögulegar aðgerðir gegn henni. Erlent 20.2.2006 16:27
Rússar og Íranar ræða kjarnorkumál Samningaviðræður Rússa og Írana um samvinnu vegna kjarnorkuáætlunar Írana hófust í Moskvu í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni öryggisráðs rússneska þingsins. Rússar hafa boðist til þess að auðga úran fyrir Írana og þar með draga úr þeirri alþjóðadeilu sem er uppi vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Erlent 20.2.2006 15:45