Erlent

Krókódíll í lauginni

Saklausum gestum, sem ætluðu að fá sér sundsprett í almenningslaug í Darwin í Ástralíu, brá heldur betur í brún í morgun. Í þann mund sem ljós laugarinnar voru kveikt, svo þeir gætu dýft sér ofan í, skaust tæplega tveggja metra langur ósakrókódíll úr trjáþykkninu og ofan í laugina á undan þeim.

Erlent

Giuliani færist nær framboði

Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar, hefur færst skrefi nær því að tilkynna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna. Giuliani var rétt í þessu að skila inn blöðum þar sem hann lýsir yfir framboði sínu.

Erlent

Skipulögðu rán og nauðganir á stúlkum

Breskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn til langrar fangelsisvistar fyrir að áforma að ræna tveimur stúlkum og nauðga þeim. Mennirnir skipulögðu illvirkið á spjallrás á internetinu.

Erlent

Fjöldamorð í Neðra-Saxlandi

Lögreglan í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi rannsakar nú morð á sex manns en lík þeirra fundust á kínverskum veitingastað í bænum Sittensen í morgun.

Erlent

Framlög til varnarmála aukin

George Bush lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing í dag en það hljóðar upp á tæplega tvö hundruð þúsund milljarða íslenskra króna. Fjórðungur þeirra upphæðar rennur til hermála en skorið verður niður á heilbrigðissviðinu.

Erlent

Karlmenn við stýrið

Tveir vinir í Kentucky ákváðu að ræna hraðbanka með hraði, svo þeir kæmust örugglega undan. Þeir bundu keðju í stuðarann á pallbínum sem þeir áttu, og vöfðu svo keðjunni utan um hraðbankann. Svo gáfu þeir allt í botn til þess að rífa hraðbankann út úr veggnum.

Erlent

Rússar gegn Serbum í Kosovo

Rússar hafa óvænt tekið afstöðu gegn Serbum varðandi sjálfstæði Kosovo héraðs. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Kosovo verði aðskilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Það verði hinsvegar undir alþjóðlegu eftirliti áfram, og NATO sjái um friðargæslu.

Erlent

Börnum enn rænt til hernaðar

Hundruð þúsunda barna eru enn neydd til þess að berjast í herjum og skæruliðasamtökum víðsvegar í heiminum. Bresku samtökin Björgum börnunum segja að haldið sé áfram að ræna börnum til hernaðar í að minnsta kosti þrettán löndum, frá Afganistan til Úganda.

Erlent

Dýragarður sýnir manneskjur

Kínverskur dýragarður leitar nú að sex sjálfboðaliðum til að búa á apasvæði garðsins í fimm daga. Garðurinn sem er í Xi'an borg leitar eftir þremur konum og þremur mönnum sem munu búa við sömu skilyrði og aparnir. Fólkið mun keppa um val á þvi hver sýnir dýrunum mesta alúð og eru 53 þúsund íslenskar krónur í verðlaun.

Erlent

Fanga meinaður aðgangur að fangelsi

Maður sem strauk úr fangelsi í Belgíu reyndi að gefa sig fram, en var vísað frá fangelsinu þar sem hann framvísaði ekki persónuskilríkjum. Hakim Ghazouani, 24 ára, strauk úr fangelsi í Ghent í síðasta mánuði eftir að hafa fengið leyfi til að fara til læknis. Lögreglan lýsti eftir manninum og varaði almenning við, en Ghazouani var dæmdur fyrir rán og fíkniefnasölu.

Erlent

Smástirni á leiðinni

Vísindamenn fylgjast nú grannt með smástirninu Apophis sem talið er að muni koma óþægilega nálægt jörðu, fyrst árið 2029 og svo aftur 2036. Smástirnið verður þær nær jörðu en tunglið, og margir fjarskiptagervihnettir og það mun sjást greinilega með berum augum. Líkur á að Apophis lendi á jörðinni eru þó ekki taldir nema 1:24000.

Erlent

Varað við afleiðingum árásar á Íran

Hópur breskra góðgerðarsamtaka, trúfélaga og verkalýðssambanda hafa varað Tony Blair forsætisráðherra við afleiðingum þess að ráðist verði á Íran. Í bréfi samtakanna segir að hernaðaraðgerðir gegn landinu muni hafa hrikalegar afleiðingar og skora því á Blair að þrýsta á George Bush Bandaríkjaforseta um að hefja viðræður við stjórnvöld í Teheran þegar í stað. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum grunar að kjarnorkuáætlun Írana sé ekki í friðsamlegum tilgangi og því hafa Bandaríkjamenn ekki útilokað hernað gegn þeim.

Erlent

Páfi fordæmir boltaofbeldi

Benedikt sextándi páfi hefur fordæmt ofbeldið sem hann segir setja ljótan blett á knattspyrnu, eftir að ítalskur lögreglumaður lést í óeirðum eftir fótboltaleik á Sikiley á föstudaginn. Páfi hvatti íþróttayfirvöld til að koma á lögum og reglu. Páfagarður sendi ekkju lögreglumannsins samúðarkveðjur.

Erlent

Ein særðist í bréfsprengingu í London

Bréfsprengja sprakk á skrifstofu í miðborg Lundúna fyrir hádegi og særði einn starfsmann. Lögregla segir að svæðinu í kringum Victoria Street hafi verið lokað eftir að ábending barst um grunsamlegan pakka.

Erlent

Stóri vinningurinn hans Bills

Bill Helko, sem býr í Kaliforníu varð himinlifandi þegar hann vann fyrsta vinning í lottói í sinni sveit, enda hljóðaði vinningurinn upp á 412.000 dollara. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hringdi Bill í lottóið og fékk staðfest að hann væri með réttar tölur fyrir fyrsta vinning.

Erlent

Fjórfætt eldvarpa

Dýralæknir hefur verið sektaður um 16000 krónur fyrir að valda eldsvoða sem brenndi fjós til kaldra kola á bóndabæ í Lichten Vourde, í Hollandi. Dýralæknirinn hafði verið að reyna að fá bóndann til að breyta samsetningu fóðursins sem hann gaf kúm sínum. Hann sagði að fóðrið ylli óeðlilegri gasmyndun í kúnum. Til þess að sanna mál sitt kveikti hann á eldspýru fyrir aftan eina kúna þegar hún fretaði.

Erlent

Sex skotnir á veitingastað

Sex fundust látnir á kínverskum veitingastað í smábænum Sittensen, suður af Hamborg í Þýskalandi í morgun. Fólkið hafði verið skotið til bana í nokkrum herbergjum veitingastaðarins. Lögregla veit ekki enn hvað gerðist, hefur ekki borið kennsl á líkin en segir fólkið allt af asísku bergi brotið.

Erlent

18 fórust í sprengingum

Tvær bílsprengjur bönuðu 18 og særðu um 60 í Bagdad í Írak nú áðan. Í stærri sprengingunni í suðurhluta borgarinnar fórust 10 og í hinni, sem sprakk á bílaverkstæði í miðborginni, fórust 8.

Erlent

Friðurinn heldur á Gaza

Enn er hljótt á götum Gaza eftir vopnahléið sem samið var um á föstudag. Byssumenn Hamas og Fatah hafa yfirgefið varðstöðvar sínar og í þeirra stað eru nú komnir lögreglumenn. Fatah og Hamas hafa einnig skipst á gíslum sem teknir hafa verið í átökum undanfarinna vikna.

Erlent

Viðræður um kjarnorkumál Norður-Kóreu hefjast á ný

Á fimmtudag hefjast á ný viðræður sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Ríkin sem eiga fulltrúa í viðræðunum eru Norður-Kórea, Suður-Kórea, Kína, Japan, Rússland og Bandaríkin. Norður-Kóreumenn sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju í október á síðasta ári.

Erlent

Varaforseti Íraks vill fleiri hermenn strax

Varaforseti Íraks, súnníinn Tariq Hashimi vill að Bandaríkjamenn flýti sér að senda fleiri hersveitir til landsins til að stöðva blóðbað undanfarinna vikna. Hann segir að nýhafin herferð gegn ofbeldi í landinu, þar sem uppreisnarmenn verða hundeltir, verði að takast vel ef koma á böndum á ástandið í landinu.

Erlent

Allt á kafi í New York-ríki

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í norðvesturhluta New York-ríkis eftir blindbyl í gær. Meira en 30 sentímetra jafnfallinn snjór er á þjóðveginum sunnan af Buffalo. Lögregla varar fólk nú við því að ferðast um fylkið vegna hálku og snjóþyngsla.

Erlent

Flytja frekar

Fjölmargir íbúar gömlu Júgóslavíu íhuga nú að flytja búferlum til Evrópusambandsríkja. Í lok ársins mun Evrópusambandið breyta reglum um vegabréfsáritanir íbúa þessara landa. Breytingin er talin fyrsta skref í átt til þess að aflétta alveg takmörkunum á flutningum fólks frá löndum fyrrum Júgóslavíu til annara landa Evrópu. Innflytjendur frá þessum löndum eru þegar næst stærsti hópur innflytjenda í Vestur-Evrópu á eftir Tyrkjum.

Erlent

Japanir æfa viðbrögð við fuglaflensusmiti

Japanir æfa í dag viðbrögð ef fuglaflensufaraldur brytist út. Æfingin er haldin í Tokushima-fylki og gengur út frá því að tveir einstaklingar smitist af stökkbreyttu afbrigði H5N1 veirunnar sem smitast milli manna.

Erlent

Forstjóri Hyundai í fangelsi

Forstjóri Hyundai, sjötta stærsta bílaframleiðanda í heimi, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi í Suður-Kóreu fyrir fjármálamisferli. Forstjórinn, Chung Mong-koo var fundinn sekur um að hafa notað nær 50 milljónir króna af peningum fyrirtækisins til persónulegra nota og til að borga þrýstihópum fyrir góðar umsagnir um fyrirtækið. Búist er við því að dómurinn hafi áhrif á efnahagslífið í Suður-Kóreu, enda Hyundai stærsta fyrirtæki landsins.

Erlent

Fuglaflensusmit í Suffolk rannsakað

Stjórnvöld í Bretlandi rannsaka nú hvernig H5N1-fuglaflensusmit barst í kalkúnabú Bernard Matthews í Suffolk á Englandi. 160 þúsund kalkúnum hefur verið slátrað vegna smitsins. Talið er líklegt að smitið hafi borist frá Ungverjalandi þar sem Bernard Matthews rekur annað kalkúnabú.

Erlent

Fundað í dag um framtíð ítalska boltans

Enn hefur ekki verið ákveðið hvort deildarkeppni í ítalska fótboltanum verði kláruð þetta árið, eftir að lögreglumaður lést í boltabulluóeirðum á föstudag. Ítalska ólympíusambandið fundar í dag um næstu skref í málinu, en ofbeldi tengt fótbolta hefur aukist í landinu.

Erlent