Erlent

Segir vesturveldin bera ábyrgðina

Luis Lula forseti Brasilíu sakar iðnríkin um að hafa alls ekki gert nóg til að hamla losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar. Í ræðu sem forsetinn hélt í Rio de Janero í gær sagði hann að stórveldin ættu ekkert með að predika yfir Brasilíumönnum um hvað þeir ættu að gera við regnskóginn í Amasón og kallaði það tvöfalt siðgæði.

Erlent

Þriðja tilraunin til að lægja ófrið í Írak

Írakar tóku yfir stjórn á öryggisgæslu í Bagdad á mánudaginn í samræmi við nýja aðgerðaáætlun íraskra og bandarískra stjórnvalda til að koma á friði í Írak. Tvær fyrri tilraunir til þess hafa mistekist á undanförnum níu mánuðum.

Erlent

Salmonellufaraldur í Svíþjóð

Meira en 100.000 hænum og kjúklingum hefur verið slátrað í suðurhluta Svíþjóðar til að stemma stigu við því sem talið er vera stærsti salmonellufaraldur í alifuglum í áratug.

Erlent

Önnur bréfasprengja barst

Tveir slösuðust og bygging var rýmd þegar bréfasprengja, að því er talið er, sprakk í Wokingham, vestur af London, í gærmorgun. Daginn áður slasaðist kona þegar bréfasprengja sprakk í öðru fyrirtæki í miðborg London.

Erlent

Sökk til botns út af Jótlandi

Sovéskur kafbátur frá Kaldastríðsárunum sökk út af ströndum Jótlands á mánudag. Kafbáturinn var bæði mannlaus og vopnlaus og átti að fara á safn í Taílandi.

Erlent

Peningafalsarar teknir í Bosníu

Hald var lagt á yfir 200.000 falsaða peningaseðla í samhæfðri aðgerð lögreglu frá fimm Evrópulöndum í bænum Banja Luka í serbneska hluta Bosníu-Herzegovínu. Níu manns voru handteknir þar og tveir til viðbótar í nágrannalandinu Króatíu.

Erlent

Palestínumenn mótmæla af hörku

Tugir lögreglumanna fylgdust með þegar ísraelskri jarðýtu var ekið upp að múrum musterishæðarinnar í Jerúsalem þar sem fornleifagröftur hefur staðið yfir.

Erlent

Hugðist ræna keppinautnum

Lisa M. Nowak, rúmlega fertug bandarísk kona sem í sumar flug með geimfari til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, var handtekin og leidd fyrir dómara sökuð um að ætla að ræna annarri konu, Colleen Shipman.

Erlent

Giuliani blandar sér í slaginn um Hvíta húsið

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York í Bandaríkjunum, gaf í skyn á mánudag að það væri frekar spurning um hvenær heldur en hvort hann muni sækjast eftir tilnefningu repúblikana til forseta Bandaríkjanna þegar hann skilaði inn yfirlýsingu um framboð til alríkiskjörnefndar.

Erlent

Neytendum sagt að óttast ei

Að fuglaflensa af hinum skæða H5N1-stofni hafi greinst á stærsta kalkúnabúi Evrópu í Suffolk á Englandi veldur „sama og engri“ hættu á að almenningi sé hætta búin af því að neyta alifuglakjöts. Þetta fullyrti breski umhverfisráðherrann David Millibrand á mánudag.

Erlent

Funda í helgustu borg Íslam

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu höfðu forgöngu um að leiðtogar hinna stríðandi fylkinga í Palestínu, Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna, kæmu til Mekka, heilögustu borgar múslima, í gær til viðræðna í lokatilraun um að stöðva blóðug átök undanfarið.

Erlent

Demókratar leita nýrra leiða

Demókratar á Bandaríkjaþingi boða langar og ítarlegar umræður um Írakstríðið í öldungadeildinni þrátt fyrir að andstæðingum þeirra hafi á mánudag tekist að koma í veg fyrir umræður um þingsályktunartillögu um málið.

Erlent

Mikil flóð í Búrúndí

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí.

Erlent

Mannskæð námusprenging í Kólumbíu

Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra.

Erlent

Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári.

Erlent

Gates vonast eftir hermönnunum heim fyrir áramót

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hann vonaðist eftir því að bandarískir hermenn gætu snúið á heim á leið fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram á fundi sem hann átti með hermálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í kvöld.

Erlent

Eignast börn eða skilja

Stuðningsmenn hjónabanda samkynhneigðra í Washington ríki í Bandaríkjunum ætla sér að leggja fram tillögu um að ef gift fólk eignast ekki börn innan þriggja ára verði hjónabandið ógilt.

Erlent

Hættulausar fósturrannsóknir

Vísindamenn vinna nú að aðferð til að kanna erfðamengi fóstra á nákvæman hátt án þess að leggja líf fóstursins í hættu. Þær aðferðir sem nú eru notaðar til að skoða fóstur í móðurkviði eru ýmist hættulegar fóstrinu eða veita ekki nægilega nákvæmar upplýsingar um fóstrið.

Erlent

Wal-Mart í slæmum málum

Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum samþykkti í dag að hópur kvenna sem ætlar í mál við Wal-Mart verslunarkeðjuna fengi stöðu hópmálsóknar. Það þýðir að allar konur sem unnu hjá Wal-Mart frá árinu 1998 og telja að mismunað hafi verið gegn sér í starfi á einn eða annan hátt gætu orðið aðilar að málsókninni.

Erlent

Stöðva byssukúlur á flugi

Í bíómyndinni The Matrix gátu persónur séð byssukúlur fljúga á hægum hraða og stöðvað þær á flugi. Nú getur bandaríski herinn gert það sama. Flugherinn hefur látið þróa fyrir sig háhraðamyndavél sem getur fylgt eftir byssukúlum á flugi.

Erlent

Leiðtogar Hamas komnir til Mecca

Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna.

Erlent

Orðinn gagnkynhneigður á ný

Ted Haggard, bandaríski presturinn sem komst í heimsfréttirnar fyrir þremur mánuðum fyrir að hafa átt í sambandi við karlmann og neytt eiturlyfja, losnaði í dag úr meðferð og segist hann nú vera algjörlega gagnkynhneigður.

Erlent

Rússar vara Evrópusambandið við

Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru.

Erlent

Deildi fimm lögum og verður sóttur til saka

Scott Hinds, 23 ára, var nýverið ákærður fyrir ólöglega dreifingu á tónlist á internetinu. Hann er einn af sex sakborningum í Maine ríki í Bandaríkjunum. Það skrýtna er hins vegar að hann dreifði aðeins fimm lögum.

Erlent

Olmert segir samningaleiðina færa

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að Íranir væru ekki búnir að ná þeim árangri í kjarnorkumálum sem þeir segjast hafa náð. Hann sagði líka enn hægt að beita Írana þrýstingi til þess að fá þá hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Erlent

Átök í Betlehem

Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum.

Erlent

Geimfari reyndi að ræna keppinaut

Ástir í geimnum urðu kveikjan að mannránstilraun í Bandaríkjunum í gær. Geimfarinn Lisa Nowak lagði á sig langferð frá Houston til Orlando svo hún gæti rænt konu sem hún óttaðist að hefði stolið elskunni sinni frá sér. Nowak gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi.

Erlent

Upptaka af loftárás á bandamenn

Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi.

Erlent