Erlent Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. Erlent 8.2.2007 23:13 Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. Erlent 8.2.2007 22:55 Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. Erlent 8.2.2007 22:41 Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. Erlent 8.2.2007 22:25 KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. Erlent 8.2.2007 22:17 Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. Erlent 8.2.2007 21:37 Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. Erlent 8.2.2007 21:09 Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. Erlent 8.2.2007 20:53 Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. Erlent 8.2.2007 20:23 Náttúruleg heimkynni órangútana í hættu Hætt er við því að órangútanar tapi náttúrulegum heimkynnum sínum endanlega á næstu fimmtán árum verði ekkert að gert mjög fljótlega. Skógar Súmötru og Borneó eru heimkynni órangútana en þar er stundað ólöglegt skógarhögg. Erlent 8.2.2007 19:52 Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Erlent 8.2.2007 19:45 Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels Erlent 8.2.2007 19:14 Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. Erlent 8.2.2007 16:56 Nyhedsavisen kaupir út danska póstinn Danski pósturinn er hættur þáttöku í dreifingu fríblaðsins Nyhedsavisen, og aðstandendur blaðsins fagna því. Sérstakt fyrirtæki, "Morgundreifingin" var stofnuð um dreifingu blaðsins og átti danski pósturinn þar 49 prósent. Restina átti fyrirtækið 365 Media Skandinavia. Danska Samkeppniseftirlitið hafði ýmislegt við þetta að athuga og lagði hömlur á starfsemina. Erlent 8.2.2007 16:49 Norður-Kórea gæti brátt afvopnast Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins. Erlent 8.2.2007 16:33 Brixtofte dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir umboðssvik Peter Brixtofte, fyrrverandi bæjarstóri í Farum í útjaðri Kaupmannahafnar, var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir umboðssvik í opinberu starfi. Dómnum er ekki hægt að áfrýja eftir því sem fram kemur á vef Jótlandspóstsins. Erlent 8.2.2007 16:06 Hamas og Fatah nálgast samkomulag Hamas og Fatah hreyfingarnar hafa náð samkomulagi um hverjir munu skipa flestar stöður í væntanlegri þjóðstjórn Palestínu. Sagt var frá þessu í dag. Aðeins á eftir að velja innanríkisráðherra Palestínu. Erlent 8.2.2007 15:43 Hnepptu mæðgur í þrældóm og pyntuðu Fimmtíu og fimm ára gömul ungversk kona er látin eftir að nágrannar hennar pyntuðu hana og þrítuga dóttur hennar svo mánuðum skipti. Einn karlmaður og tvær konur hafa verið handteknar vegna málsins. Þetta gerðist í litlu þorpi í miðju Ungverjalandi. Erlent 8.2.2007 15:21 Áttavilltur flugmaður lenti á vegi Eftirlaunaþegi lenti flugvél á nýjum vegi í Bretlandi í þeirri trú að hann hefði fundið lendingarbraut flugvallar skammt frá. Flugmaðurinn áttaði sig á mistökunum þegar flugvélin fór yfir hraðahindrun á veginum. Engin umferð var á veginum í Leominster í Herefordshire, en maðurinn lenti þrátt fyrir að taka eftir gangstétt og ljósastaurum samkvæmt fréttavef Sky. Erlent 8.2.2007 15:04 Skutu hunda sér til gamans Verðir í búlgörskum almenningsgarði hafa valdið deilum meðal embættismanna eftir að þeir skutu hund rússnesks ræðismanns - af því að þeim leiddist. Rússneski konsúllinn í borginni Russe í Búlgaríu krefst aðgerða eftir að labrador hundurinn hans, Mecho, var skotinn til bana af vörðunum, en þeir notuðu hann sem skotmark í hæfniskeppni. Erlent 8.2.2007 15:00 „Beygðu STRAX í norður“ Bandaríski flotinn hefur opinberlega sagt að þessi frásögn eigi ekki við rök að styðjast, en hún er sögð vera til í skjalasafni yfirmanns bandaríska flotans, og þetta á að hafa gerst árið 1995. Um er að ræða talstöðvar-viðskipti bandarísks herskips sem var á siglingu undan strönd Kanada, skammt frá Halifax. Bandaríska herskipið kallar upp í talstöð sinni: Erlent 8.2.2007 14:30 Sex leikvangar opnir fyrir áhorfendum á Ítalíu um helgina Ítalska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að opna mætti sex knattspyrnuleikvanga fyrir áhorfendum um helgina en aðrir yrðu lokaðir þar til viðeigandi ráðstafanir hefðu verið gerðar sem tryggðu öryggi áhorfenda. Vellirnir sem um ræðir eru í Róm, Genúa, Siena, Cagliari, Tórínó og Palermo. Erlent 8.2.2007 14:18 Ungabarn tekið upp í skuld Serbneskur spítali hefur neitað að af henda móður nýfætt barn sitt þar til hún hefur greitt fyrir sjúkrahúsvistina. Senija Roganovic frá Macedóníu fæddi barn sitt á Neonatology sjúkrahúsinu í Belgrad fyrir tveimur mánuðum. Barninu hefur verið haldið á spítalanum síðan, þar sem konan hefur ekki greitt 600 þúsund króna reikning fyrir tíu daga dvöl sína og barnsins á spítalanum. Erlent 8.2.2007 13:50 Norður-Kóreumenn vilja semja Norður-Kóreumenn eru tilbúnir að hefja vegferð í átt til þess að láta af kjarnorkuáætlunum sínum. Þetta segja embættismenn frá Suður-Kóreu en viðræður sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu hófust í morgun í Peking í Kína. Erlent 8.2.2007 12:35 NASA: Betra eftirlit með geðheilsu starfsmanna Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að herða eftirlit með geðheilsu geimfara eftir að þeir hafa verið ráðnir til starfa. Þetta var ákveðið eftir að fréttir bárust af langferð geimfarans Lisu Nowak sem reyndi að ræna öðrum starfsmanni sem hún hélt að væri keppinautur um ástir þess þriðja. Erlent 8.2.2007 12:30 Dæmdur fyrir að gera 11 ára stúlku ófríska Dómstóll í Frakklandi dæmdi ungan mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft mök við og gert 11 ára stúlku ófríska. Dómurinn féllst ekki á ásakanir fjölskyldu stúlkunnar um að maðurinn hefði nauðgað henni, en hann var átján ára þegar atvikið varð. Stúlkan fæddi barnið í mars á síðasta ári og hafa foreldrar hennar hjálpað henni að annst það. Í dómsorði segir að manninum hefði átt að vera ljóst að sökum ungs aldurs hefði stúlkan ekki haft andlegan þroska til að stunda kynlíf. Erlent 8.2.2007 11:42 Handtóku meintan vopnainnflytjenda Bandaríski herinn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að maðurinn sem þeir handtóku í árás á menntamálaráðuneytið í Írak í morgun sé lykilaðili í ólöglegum innflutningi vopna inn í landið. Þeir nafngreindu manninn ekki en í fréttum frá íröskum embættismönnum í morgun kom fram að þetta hafi verið Hakim Zamili, aðstoðarmenntamálaráðherra landsins, sem er stuðningsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr. Erlent 8.2.2007 10:41 Ólga á ný í Kosovo Bæði Serbar og Albanar eru ósáttir við tillögur Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo-héraðs, og báðir munu efna til mótmæla um helgina. Serbar eru ósáttir við að í tillögunum er gert ráð fyrir að Kosovo verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Albanar eru ósáttir við að í tillögunum er ekki að finna orðið "sjálfstæði." Erlent 8.2.2007 10:33 Íranar segjast geta sökkt stórum herskipum Íranar eiga að sögn flugskeyti sem geta grandað stórum herskipum. Hersveitir Írana skutu í dag tilraunaflugskeytum út á Persaflóa. Bandaríkjaher er með flugmóðurskip á Persaflóa og ætla að senda þangað annað til þess að þrýsta enn frekar á Íransstjórn að láta af kjarnorkuáætlunum. Íranar virðast hins vegar ætla að láta hart mæta hörðu. Erlent 8.2.2007 10:19 Gerðu loftárás á meinta uppreisnarmenn 13 meintir uppreisnarmenn féllu í loftárás bandaríkjahers í morgun nærri Fallujah í Írak. Loftárásin var gerð á hús sem Bandaríkjamenn segja að hýsi uppreisnarhópa. Eftir loftárásina voru svo fimm menn handteknir. Einhver vopn og skotfæri fundust á staðnum. Erlent 8.2.2007 10:05 « ‹ ›
Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. Erlent 8.2.2007 23:13
Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. Erlent 8.2.2007 22:55
Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. Erlent 8.2.2007 22:41
Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. Erlent 8.2.2007 22:25
KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. Erlent 8.2.2007 22:17
Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. Erlent 8.2.2007 21:37
Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. Erlent 8.2.2007 21:09
Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. Erlent 8.2.2007 20:53
Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. Erlent 8.2.2007 20:23
Náttúruleg heimkynni órangútana í hættu Hætt er við því að órangútanar tapi náttúrulegum heimkynnum sínum endanlega á næstu fimmtán árum verði ekkert að gert mjög fljótlega. Skógar Súmötru og Borneó eru heimkynni órangútana en þar er stundað ólöglegt skógarhögg. Erlent 8.2.2007 19:52
Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Erlent 8.2.2007 19:45
Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels Erlent 8.2.2007 19:14
Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. Erlent 8.2.2007 16:56
Nyhedsavisen kaupir út danska póstinn Danski pósturinn er hættur þáttöku í dreifingu fríblaðsins Nyhedsavisen, og aðstandendur blaðsins fagna því. Sérstakt fyrirtæki, "Morgundreifingin" var stofnuð um dreifingu blaðsins og átti danski pósturinn þar 49 prósent. Restina átti fyrirtækið 365 Media Skandinavia. Danska Samkeppniseftirlitið hafði ýmislegt við þetta að athuga og lagði hömlur á starfsemina. Erlent 8.2.2007 16:49
Norður-Kórea gæti brátt afvopnast Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins. Erlent 8.2.2007 16:33
Brixtofte dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir umboðssvik Peter Brixtofte, fyrrverandi bæjarstóri í Farum í útjaðri Kaupmannahafnar, var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir umboðssvik í opinberu starfi. Dómnum er ekki hægt að áfrýja eftir því sem fram kemur á vef Jótlandspóstsins. Erlent 8.2.2007 16:06
Hamas og Fatah nálgast samkomulag Hamas og Fatah hreyfingarnar hafa náð samkomulagi um hverjir munu skipa flestar stöður í væntanlegri þjóðstjórn Palestínu. Sagt var frá þessu í dag. Aðeins á eftir að velja innanríkisráðherra Palestínu. Erlent 8.2.2007 15:43
Hnepptu mæðgur í þrældóm og pyntuðu Fimmtíu og fimm ára gömul ungversk kona er látin eftir að nágrannar hennar pyntuðu hana og þrítuga dóttur hennar svo mánuðum skipti. Einn karlmaður og tvær konur hafa verið handteknar vegna málsins. Þetta gerðist í litlu þorpi í miðju Ungverjalandi. Erlent 8.2.2007 15:21
Áttavilltur flugmaður lenti á vegi Eftirlaunaþegi lenti flugvél á nýjum vegi í Bretlandi í þeirri trú að hann hefði fundið lendingarbraut flugvallar skammt frá. Flugmaðurinn áttaði sig á mistökunum þegar flugvélin fór yfir hraðahindrun á veginum. Engin umferð var á veginum í Leominster í Herefordshire, en maðurinn lenti þrátt fyrir að taka eftir gangstétt og ljósastaurum samkvæmt fréttavef Sky. Erlent 8.2.2007 15:04
Skutu hunda sér til gamans Verðir í búlgörskum almenningsgarði hafa valdið deilum meðal embættismanna eftir að þeir skutu hund rússnesks ræðismanns - af því að þeim leiddist. Rússneski konsúllinn í borginni Russe í Búlgaríu krefst aðgerða eftir að labrador hundurinn hans, Mecho, var skotinn til bana af vörðunum, en þeir notuðu hann sem skotmark í hæfniskeppni. Erlent 8.2.2007 15:00
„Beygðu STRAX í norður“ Bandaríski flotinn hefur opinberlega sagt að þessi frásögn eigi ekki við rök að styðjast, en hún er sögð vera til í skjalasafni yfirmanns bandaríska flotans, og þetta á að hafa gerst árið 1995. Um er að ræða talstöðvar-viðskipti bandarísks herskips sem var á siglingu undan strönd Kanada, skammt frá Halifax. Bandaríska herskipið kallar upp í talstöð sinni: Erlent 8.2.2007 14:30
Sex leikvangar opnir fyrir áhorfendum á Ítalíu um helgina Ítalska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að opna mætti sex knattspyrnuleikvanga fyrir áhorfendum um helgina en aðrir yrðu lokaðir þar til viðeigandi ráðstafanir hefðu verið gerðar sem tryggðu öryggi áhorfenda. Vellirnir sem um ræðir eru í Róm, Genúa, Siena, Cagliari, Tórínó og Palermo. Erlent 8.2.2007 14:18
Ungabarn tekið upp í skuld Serbneskur spítali hefur neitað að af henda móður nýfætt barn sitt þar til hún hefur greitt fyrir sjúkrahúsvistina. Senija Roganovic frá Macedóníu fæddi barn sitt á Neonatology sjúkrahúsinu í Belgrad fyrir tveimur mánuðum. Barninu hefur verið haldið á spítalanum síðan, þar sem konan hefur ekki greitt 600 þúsund króna reikning fyrir tíu daga dvöl sína og barnsins á spítalanum. Erlent 8.2.2007 13:50
Norður-Kóreumenn vilja semja Norður-Kóreumenn eru tilbúnir að hefja vegferð í átt til þess að láta af kjarnorkuáætlunum sínum. Þetta segja embættismenn frá Suður-Kóreu en viðræður sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu hófust í morgun í Peking í Kína. Erlent 8.2.2007 12:35
NASA: Betra eftirlit með geðheilsu starfsmanna Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að herða eftirlit með geðheilsu geimfara eftir að þeir hafa verið ráðnir til starfa. Þetta var ákveðið eftir að fréttir bárust af langferð geimfarans Lisu Nowak sem reyndi að ræna öðrum starfsmanni sem hún hélt að væri keppinautur um ástir þess þriðja. Erlent 8.2.2007 12:30
Dæmdur fyrir að gera 11 ára stúlku ófríska Dómstóll í Frakklandi dæmdi ungan mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft mök við og gert 11 ára stúlku ófríska. Dómurinn féllst ekki á ásakanir fjölskyldu stúlkunnar um að maðurinn hefði nauðgað henni, en hann var átján ára þegar atvikið varð. Stúlkan fæddi barnið í mars á síðasta ári og hafa foreldrar hennar hjálpað henni að annst það. Í dómsorði segir að manninum hefði átt að vera ljóst að sökum ungs aldurs hefði stúlkan ekki haft andlegan þroska til að stunda kynlíf. Erlent 8.2.2007 11:42
Handtóku meintan vopnainnflytjenda Bandaríski herinn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að maðurinn sem þeir handtóku í árás á menntamálaráðuneytið í Írak í morgun sé lykilaðili í ólöglegum innflutningi vopna inn í landið. Þeir nafngreindu manninn ekki en í fréttum frá íröskum embættismönnum í morgun kom fram að þetta hafi verið Hakim Zamili, aðstoðarmenntamálaráðherra landsins, sem er stuðningsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr. Erlent 8.2.2007 10:41
Ólga á ný í Kosovo Bæði Serbar og Albanar eru ósáttir við tillögur Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo-héraðs, og báðir munu efna til mótmæla um helgina. Serbar eru ósáttir við að í tillögunum er gert ráð fyrir að Kosovo verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Albanar eru ósáttir við að í tillögunum er ekki að finna orðið "sjálfstæði." Erlent 8.2.2007 10:33
Íranar segjast geta sökkt stórum herskipum Íranar eiga að sögn flugskeyti sem geta grandað stórum herskipum. Hersveitir Írana skutu í dag tilraunaflugskeytum út á Persaflóa. Bandaríkjaher er með flugmóðurskip á Persaflóa og ætla að senda þangað annað til þess að þrýsta enn frekar á Íransstjórn að láta af kjarnorkuáætlunum. Íranar virðast hins vegar ætla að láta hart mæta hörðu. Erlent 8.2.2007 10:19
Gerðu loftárás á meinta uppreisnarmenn 13 meintir uppreisnarmenn féllu í loftárás bandaríkjahers í morgun nærri Fallujah í Írak. Loftárásin var gerð á hús sem Bandaríkjamenn segja að hýsi uppreisnarhópa. Eftir loftárásina voru svo fimm menn handteknir. Einhver vopn og skotfæri fundust á staðnum. Erlent 8.2.2007 10:05