Erlent Hætta fjárstuðningi vegna afhommunar Danska félagsmálaráðuneytið hefur hótað að hætta fjárhagslegum stuðningi við kristileg samtök vegna þess að þau taka að sér að afhomma fólk. Samtökin Agape fá sem svarar 100 milljónum íslenskra króna á ári, í rekstrarstyrk. Talsmaður félagsmálaráðherra segir að opinberu fé verði ekki varið til þess að breyta kynhneigð fólks. Erlent 2.3.2007 09:45 Rólegt á götum Kaupmannahafnar í morgun Lögregla býr sig undir harða öldu mótmæla á Norðurbrú í dag en þar sem hundruð mótmælenda voru handteknir í gær er búist við því að eitthvað verði rólegra í dag. Rólegt hefur verið á götum Kaupmannahafnar í morgun en þó eru enn einhverjar götur lokaðar og til að mynda hefur strætóleiðum verið breytt framhjá átakasvæðunum. Erlent 2.3.2007 09:16 Semja um viðskiptabann Vel þokast í átt að samkomulagi í viðræðum sex stórvelda, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands um fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir á Íran. Þvingununum er ætlað að setja aukinn þrýsting á Íransstjórn að hætta framleiðslu kjarnorku. Erlent 2.3.2007 07:28 Metútfluningur ópíumvalmúa Afganir hafa aldrei flutt út meiri ópíumvalmúa en á síðasta ári segja embættismenn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Það hversu valmúarækt er orðin algeng aftur í landinu gæti haft áhrif víða um heim þar sem framboð á heróíni og öðrum fíkniefnum sem eru afurð valmúans eykst eftir því sem meiri valmúi er ræktaður. Ræktunin jókst um fjórðung bara á síðasta ári. 90 prósent allrar valmúaræktunar heims er í Afganistan. Erlent 2.3.2007 07:27 Mannskæðir skýstrókar í Bandaríkjunum Minnst sjö létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í nótt. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust þegar strókurinn reif þakið af skólanum. Erlent 2.3.2007 07:04 Búast við áframhaldandi látum í dag Meira en 200 hafa verið handteknir og þrír eða fjórir mótmælendur hafa slasast alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en lögregla rýmdi Ungdomshuset svokallaða með áhlaupi í gærmorgun. Heldur var rólegra í nótt en í gærkvöldi en lögregla býst við miklum látum áfram í dag. Erlent 2.3.2007 06:55 Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. Erlent 2.3.2007 06:15 Hlýnun er brot á réttindum Fulltrúar íbúa nyrst í Kanada halda því fram að Bandaríkin hafi brotið gegn mannréttindum þeirra með því að losa svo mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið að umtalsverð röskun hefur orðið á lífsháttum þeirra vegna hlýnunar. Erlent 2.3.2007 06:00 Smáþjóðir smærri utan ESB „Noregur og Ísland eru smáþjóðir og munu alltaf verða smáþjóðir. En þær verða minni þegar þær eru fyrir utan Evrópusambandið,“ sagði Erik Moen, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands hægriflokka (IDU), á hádegisverðarfundi Heimdallar og Evrópusamtakanna á dögunum þar sem rætt var um hvort hægrimenn ættu erindi í ESB. Erlent 2.3.2007 05:30 Segir lífi hermanna sóað „Við höfum sóað miklu af dýrmætasta fjársjóði okkar, sem er líf Bandaríkjamanna,“ sagði repúblikaninn John McCain í sjónvarpsþætti Davids Letterman á þriðjudagskvöldið. Erlent 2.3.2007 04:00 Gagnrýnir einhliða aðgerðir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varar Bandaríkjamenn við því að ráðast inn í Íran. Jafnframt gagnrýndi hann harðlega í blaðaviðtali það sem hann sagði einhliða viðbrögð Bandaríkjamanna við erfiðum alþjóðamálum. Erlent 2.3.2007 03:15 Árásirnar voru bara blekking Hussein Osman, einn sex sakborninga í réttarhöldum út af misheppnuðum sprengjuárásum á London árið 2005, segir árásirnar hafi aldrei átt að valda neinu tjóni á fólki. Markmiðið hafi aðeins verið að vekja ótta og mótmæla þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu. Erlent 2.3.2007 02:45 Áhyggjur af loftslagsmálum Evrópusamtök atvinnulífsins lýsa yfir áhyggjum af því að ekkert liggi fyrir um hvernig eigi að ná háleitum markmiðum Evrópusambandsins á sviði orku- og loftslagsmála. Samtökin leggja á það áherslu að einhliða aðgerðir af hálfu ESB geti einfaldlega haft þau áhrif að draga úr samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs. Erlent 2.3.2007 00:00 Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga. Erlent 1.3.2007 23:28 Enn ófremdarástand í Nörrebro Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst. Erlent 1.3.2007 23:09 Íran og Súdan styðja hvort annað Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér. Erlent 1.3.2007 22:27 Óveður um nær öll Bandaríkin Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í. Erlent 1.3.2007 21:51 Giuliani leiðir í skoðanakönnunum Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum. Erlent 1.3.2007 21:26 Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum. Erlent 1.3.2007 21:14 Pakistanar handtaka háttsettan Talibana Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld. Erlent 1.3.2007 20:53 Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge. Erlent 1.3.2007 20:30 Slapp undan mörg hundruð býflugum Fimm barna móðir í Arisóna í Bandaríkjunum varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum þegar mörg hundruð býflugur réðust á hana. Konan lifði árásina af. Erlent 1.3.2007 19:30 Grunaður barnaníðingur handtekinn í Leipzig Þýska lögreglan hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað og síðan myrt níu ára strák fyrir tæpri viku. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi en liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Erlent 1.3.2007 19:15 Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. Erlent 1.3.2007 18:55 Hlutabréf lækka enn Hlutabréf um allan heim héldu áfram að lækka í verði í morgun þegar að kauphallir opnuðu í Evrópu og Asíu. Það leiddi síðan til áframhaldandi lækkana á mörkuðum í Bandaríkjunum. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 2% og markaðsvirði fyrirtækja þar lækkaði um alls 98 milljarða sterlingspunda, eða um tæpar 13 billjónir íslenskra króna. Þetta hefur leitt til þess að markaðssérfræðingar eru farnir að halda að lækkunin eigi eftir að halda áfram um einhvern tíma. Erlent 1.3.2007 18:00 Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum. Erlent 1.3.2007 17:26 Staðgengill óskast til flengingar Kínverskur kaupsýslumaður hefur auglýst eftir ungri konu sem er til í að láta flengja sig, gegn greiðslu. Kínverskir fjölmiðlar segja að eiginkona mannsins hafi reiðst mjög þegar hún komst að því að hann átti ástkonu. Hún krafðist þess að fá að flengja ástkonuna, að öðrum kosti myndi hún skilja við manninn. Erlent 1.3.2007 16:03 Alvöru koss Rúmenskt par flýtti sér á sjúkrahús eftir ástarleik sem var svo ákafur að konan gleypti gervitennur elskhuga síns. Læknar á sjúrahúsinu ætluðu varla að trúa sínum eigin eyrum, þegar þeir heyrðu ástæðuna fyrir sjúkrahúsheimsókninni. Þeir urðu þó að trúa sínum augum, því gervitennurnar sáust skýrt og greinilega á röntgenmynd. Erlent 1.3.2007 15:41 Eiga von á liðsauka frá allri Evrópu Íbúar ungdómshússins í Kaupmannahöfn segja að þeir eigi von á liðsauka allsstaðar að úr Evrópu. Ritt Bjerregård, borgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur stytt frí sitt í Noregi og er á leið til höfuðborgarinnar. Íbúarnir reyna nú að koma af stað óeirðum í öðrum borgarhlutum, þar sem enginn kemst í gegnum Erlent 1.3.2007 15:16 Áfram hlegið Íbúum sænska smábæjarins Fjuckby hefur verið synjað um leyfi til þess að breyta nafni bæjarins. Íbúarnir eru 50 talsins og 15 þeirrra voru orðnir svo þreyttir á dónalegum athugasemdum sem þeir fá þegar þeir sögðu hvaðan þeir eru, að þeir sóttu um leyfi til þess að breyta nafninu. Þessar dónalegu athugasemdir tengjast kynferðislegum athöfnum, eins og hægt er að ímynda sér, með tilliti til nafnsins. Erlent 1.3.2007 14:33 « ‹ ›
Hætta fjárstuðningi vegna afhommunar Danska félagsmálaráðuneytið hefur hótað að hætta fjárhagslegum stuðningi við kristileg samtök vegna þess að þau taka að sér að afhomma fólk. Samtökin Agape fá sem svarar 100 milljónum íslenskra króna á ári, í rekstrarstyrk. Talsmaður félagsmálaráðherra segir að opinberu fé verði ekki varið til þess að breyta kynhneigð fólks. Erlent 2.3.2007 09:45
Rólegt á götum Kaupmannahafnar í morgun Lögregla býr sig undir harða öldu mótmæla á Norðurbrú í dag en þar sem hundruð mótmælenda voru handteknir í gær er búist við því að eitthvað verði rólegra í dag. Rólegt hefur verið á götum Kaupmannahafnar í morgun en þó eru enn einhverjar götur lokaðar og til að mynda hefur strætóleiðum verið breytt framhjá átakasvæðunum. Erlent 2.3.2007 09:16
Semja um viðskiptabann Vel þokast í átt að samkomulagi í viðræðum sex stórvelda, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands um fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir á Íran. Þvingununum er ætlað að setja aukinn þrýsting á Íransstjórn að hætta framleiðslu kjarnorku. Erlent 2.3.2007 07:28
Metútfluningur ópíumvalmúa Afganir hafa aldrei flutt út meiri ópíumvalmúa en á síðasta ári segja embættismenn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Það hversu valmúarækt er orðin algeng aftur í landinu gæti haft áhrif víða um heim þar sem framboð á heróíni og öðrum fíkniefnum sem eru afurð valmúans eykst eftir því sem meiri valmúi er ræktaður. Ræktunin jókst um fjórðung bara á síðasta ári. 90 prósent allrar valmúaræktunar heims er í Afganistan. Erlent 2.3.2007 07:27
Mannskæðir skýstrókar í Bandaríkjunum Minnst sjö létust í skýstrókum sem riðu yfir suðurríki Bandaríkjanna í nótt. Einn skýstrókurinn lagði skóla í bænum Enterprise í Alabama í rúst og þar létust minnst fimm og tugir særðust þegar strókurinn reif þakið af skólanum. Erlent 2.3.2007 07:04
Búast við áframhaldandi látum í dag Meira en 200 hafa verið handteknir og þrír eða fjórir mótmælendur hafa slasast alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en lögregla rýmdi Ungdomshuset svokallaða með áhlaupi í gærmorgun. Heldur var rólegra í nótt en í gærkvöldi en lögregla býst við miklum látum áfram í dag. Erlent 2.3.2007 06:55
Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. Erlent 2.3.2007 06:15
Hlýnun er brot á réttindum Fulltrúar íbúa nyrst í Kanada halda því fram að Bandaríkin hafi brotið gegn mannréttindum þeirra með því að losa svo mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið að umtalsverð röskun hefur orðið á lífsháttum þeirra vegna hlýnunar. Erlent 2.3.2007 06:00
Smáþjóðir smærri utan ESB „Noregur og Ísland eru smáþjóðir og munu alltaf verða smáþjóðir. En þær verða minni þegar þær eru fyrir utan Evrópusambandið,“ sagði Erik Moen, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands hægriflokka (IDU), á hádegisverðarfundi Heimdallar og Evrópusamtakanna á dögunum þar sem rætt var um hvort hægrimenn ættu erindi í ESB. Erlent 2.3.2007 05:30
Segir lífi hermanna sóað „Við höfum sóað miklu af dýrmætasta fjársjóði okkar, sem er líf Bandaríkjamanna,“ sagði repúblikaninn John McCain í sjónvarpsþætti Davids Letterman á þriðjudagskvöldið. Erlent 2.3.2007 04:00
Gagnrýnir einhliða aðgerðir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varar Bandaríkjamenn við því að ráðast inn í Íran. Jafnframt gagnrýndi hann harðlega í blaðaviðtali það sem hann sagði einhliða viðbrögð Bandaríkjamanna við erfiðum alþjóðamálum. Erlent 2.3.2007 03:15
Árásirnar voru bara blekking Hussein Osman, einn sex sakborninga í réttarhöldum út af misheppnuðum sprengjuárásum á London árið 2005, segir árásirnar hafi aldrei átt að valda neinu tjóni á fólki. Markmiðið hafi aðeins verið að vekja ótta og mótmæla þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu. Erlent 2.3.2007 02:45
Áhyggjur af loftslagsmálum Evrópusamtök atvinnulífsins lýsa yfir áhyggjum af því að ekkert liggi fyrir um hvernig eigi að ná háleitum markmiðum Evrópusambandsins á sviði orku- og loftslagsmála. Samtökin leggja á það áherslu að einhliða aðgerðir af hálfu ESB geti einfaldlega haft þau áhrif að draga úr samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs. Erlent 2.3.2007 00:00
Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga. Erlent 1.3.2007 23:28
Enn ófremdarástand í Nörrebro Átökin í Kaupmannahöfn hafa nú breiðst út um Nörrebro. Ungmenni hafa kveikt elda víða um hverfið, reist vegatálma og tekið sér bólsetu í gömlum skóla. Lögregla notar nú táragas. Fólk á staðnum segir að stríðsástand ríki þar sem það er ástandið er hvað verst. Erlent 1.3.2007 23:09
Íran og Súdan styðja hvort annað Forseti Írans hét því í dag að standa við bakið á stjórnvöldum í Súdan gegn „aðgerðum óvinarins“ og Súdan sagði að kjarnorkuáætlanir Írana eigi fullan rétt á sér. Erlent 1.3.2007 22:27
Óveður um nær öll Bandaríkin Búist er við átakaveðri um nær öll Bandaríkin í kvöld og í nótt. Hvirfilbylir hafa þegar myndast á sumum stöðum. Í suðurhluta Missouri ríkis fór einn þeirra á grunnskóla og olli dauða 7 ára stúlku. Annar hefur þegar lent á framhaldsskóla í Alabama. Eitthvað var um slys á fólki í skólanum og í bænum sem hann er í. Erlent 1.3.2007 21:51
Giuliani leiðir í skoðanakönnunum Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum. Erlent 1.3.2007 21:26
Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum. Erlent 1.3.2007 21:14
Pakistanar handtaka háttsettan Talibana Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld. Erlent 1.3.2007 20:53
Hermenn handtaka stjórnarandstöðuliða Vopnaðir menn í herklæðum umkringdu í dag hæstarétt í Úganda og numu á brott sex sakborninga í réttarhöldum sem þar fóru fram. Mennirnir höfðu nokkrum mínútum áður verið látnir lausir gegn tryggingargjaldi. Þeir voru allir stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Kizza Besiyge. Sams konar árás var gerð árið 2005 á stuðningsmenn Besiyge. Erlent 1.3.2007 20:30
Slapp undan mörg hundruð býflugum Fimm barna móðir í Arisóna í Bandaríkjunum varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum þegar mörg hundruð býflugur réðust á hana. Konan lifði árásina af. Erlent 1.3.2007 19:30
Grunaður barnaníðingur handtekinn í Leipzig Þýska lögreglan hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað og síðan myrt níu ára strák fyrir tæpri viku. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi en liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Erlent 1.3.2007 19:15
Átök á Norðurbrú Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. Erlent 1.3.2007 18:55
Hlutabréf lækka enn Hlutabréf um allan heim héldu áfram að lækka í verði í morgun þegar að kauphallir opnuðu í Evrópu og Asíu. Það leiddi síðan til áframhaldandi lækkana á mörkuðum í Bandaríkjunum. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 2% og markaðsvirði fyrirtækja þar lækkaði um alls 98 milljarða sterlingspunda, eða um tæpar 13 billjónir íslenskra króna. Þetta hefur leitt til þess að markaðssérfræðingar eru farnir að halda að lækkunin eigi eftir að halda áfram um einhvern tíma. Erlent 1.3.2007 18:00
Fyrstu friðargæsluliðar Afríkusambandsins komnir til Sómalíu Fámennt lið friðargæsluliða frá Úganda er komið til Baidoa í Sómalíu, aðseturs stjórnvalda í landinu. Þeir eru hluti af liðsafla friðargæsluliða Afríkusambandsins en samtals verða 1.500 hermenn frá Úganda í því liði. Í því eiga að verða 8.000 hermenn en hingað til hefur aðeins tekist að fá vilyrði fyrir 4.000 mönnum. Erlent 1.3.2007 17:26
Staðgengill óskast til flengingar Kínverskur kaupsýslumaður hefur auglýst eftir ungri konu sem er til í að láta flengja sig, gegn greiðslu. Kínverskir fjölmiðlar segja að eiginkona mannsins hafi reiðst mjög þegar hún komst að því að hann átti ástkonu. Hún krafðist þess að fá að flengja ástkonuna, að öðrum kosti myndi hún skilja við manninn. Erlent 1.3.2007 16:03
Alvöru koss Rúmenskt par flýtti sér á sjúkrahús eftir ástarleik sem var svo ákafur að konan gleypti gervitennur elskhuga síns. Læknar á sjúrahúsinu ætluðu varla að trúa sínum eigin eyrum, þegar þeir heyrðu ástæðuna fyrir sjúkrahúsheimsókninni. Þeir urðu þó að trúa sínum augum, því gervitennurnar sáust skýrt og greinilega á röntgenmynd. Erlent 1.3.2007 15:41
Eiga von á liðsauka frá allri Evrópu Íbúar ungdómshússins í Kaupmannahöfn segja að þeir eigi von á liðsauka allsstaðar að úr Evrópu. Ritt Bjerregård, borgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur stytt frí sitt í Noregi og er á leið til höfuðborgarinnar. Íbúarnir reyna nú að koma af stað óeirðum í öðrum borgarhlutum, þar sem enginn kemst í gegnum Erlent 1.3.2007 15:16
Áfram hlegið Íbúum sænska smábæjarins Fjuckby hefur verið synjað um leyfi til þess að breyta nafni bæjarins. Íbúarnir eru 50 talsins og 15 þeirrra voru orðnir svo þreyttir á dónalegum athugasemdum sem þeir fá þegar þeir sögðu hvaðan þeir eru, að þeir sóttu um leyfi til þess að breyta nafninu. Þessar dónalegu athugasemdir tengjast kynferðislegum athöfnum, eins og hægt er að ímynda sér, með tilliti til nafnsins. Erlent 1.3.2007 14:33