Erlent Bremsulausir Færeyingar Flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways fór út af brautinni í flugtaki frá Færeyjum í morgun. Engan sakaði. Vélin var á leið frá Þórshöfn til Lundúna. Flugmennirnir hættu við flugtak þegar þeir uppgötvuðu að hemlabúnaður virkaði ekki sem skyldi. Hemlabilanir virðast vera viðvarandi vandamál hjá þessu flugfélagi. Erlent 31.8.2007 11:21 Ríkasti maður Noregs bak við lás og slá Kjell Inge Rökke, ríkasti maður Noregs dvelur nú í fangelsi og verður þar næstu 30 dagana. Rökke hlaut fangelsisdóminn fyrir að hafa mútað skipaeftirlitsmanni í tengslum við lúxussnekkju sína og útgáfu á haffærnisskírteini árið 2001. Erlent 31.8.2007 10:58 Fram með kústinn kerlíng Alþjóðleg rannsókn hefur leitt í ljós að kvæntir karlmenn taka umtalsvert minni þátt í húsverkunum en karlmenn sem eru í sambúð. Könnuðir við fylkisháskólann í Norður-Karólínu töluðu við yfir 17 þúsund manns í 28 löndum til þess að komast að þessari niðurstöðu. Erlent 31.8.2007 10:52 Stal brú í heilu lagi Rússneska lögreglan hefur haft hendur í hári manns sem stal brú í heilu lagi í Ryazan héraði austan við Moskvu. Brúin var úr stáli, tvíbreið og fimm metra löng. Maðurinn skrúfaði hana í sundur og hlóð henni á trukkinn sinn. Svo fór hann með hana og seldi hana í brotajárn. Lögreglan í Ryazan héraði segir að þetta sé umfangsmesti þjófnaður ársins. Erlent 31.8.2007 10:17 Beint frá minningarathöfn um Díönu prinsessu Bein útsending verður á Vísi klukkan 11 frá minningarathöfn um Díönu prinsessu af Wales en í dag eru tíu ár síðan hún lést í bílslysi í París. Minningarathöfnin þar sem synir Díönu, þeir Harry og Vilhjálmur verða viðstaddir ásamt Karli Bretaprins fer fram í Guards Chapel í Lunúnum. Erlent 31.8.2007 10:09 Fljúgandi diskur á markað fljótlega Fljúgandi diskar eru ekki lengur vísindaskáldskapur, en nú styttist í að fyrsti diskurinn fyrir almenning fari á markað. Tækið, sem kallast M200g, verður sett í almenna sölu eftir nokkra mánuði. Fyrirtækið sem framleiðir diskinn, Moller International, vonast til að selja um 250 stykki á ári. Erlent 31.8.2007 08:05 Pakistönsk yfirvöld mótmæla Múhameðsteikningum Pakistönsk yfirvöld kölluðu ræðismann Svíþjóðar á sinn fund í gær til að mótmæla formlega óviðeigandi teikningum af Múhameð spámanni sem birtust í sænsku dagblaði fyrir tæpum tveimur vikum. Erlent 31.8.2007 07:26 Ellefu látnir að minnsta kosti í lestarslysi í Ríó Að minnsta kosti ellefu létu lífið og 63 slösuðust þegar yfirfull lest skall á aðra í úthverfi brasilísku borgarinnar Rio de Janeiro í dag. Yfir hundrað björgunarmenn voru á staðnum og óttast slökkviliðsmenn að fleiri hafi látist. Erlent 30.8.2007 22:47 Annar leikari í forsetaembættið? Fred Thompson ætlar að tilkynna um framboð sitt sem forsetaefni rebúblikana í næstu viku. Thompson er sennilega betur þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Law and Order. Lengi hefur verið talið að Thompson myndi bjóða sig fram og nýtur hann nokkurs fylgis, sérstaklega í grasrót flokksins. Erlent 30.8.2007 21:51 Skipverji sem var í haldi sjóræningja íhugaði sjálfsmorð Einn skipverjanna fimm sem eru nýkomnir til Danmerkur aftur, eftir að hafa verið á valdi sjóræningja í þrjá mánuði, segist oft hafa íhugað að fremja sjálfsmorð þennan tíma. Útgerðin hefur lítið viljað koma til móts við skipverjana en hefur boðist til að endurnýja farsíma þeirra. Erlent 30.8.2007 19:39 Skógareldarnir í Grikklandi í rénun Svo virðist sem skógareldarnir í Grikklandi séu í rénun. Yfirvöld eru þó viðbúin því að eldurinn kunni að glæðast á ný á svæðum þar glatt hefur logað síðustu daga. Að minnsta kosti sextíu og fjórir hafa látist í skógareldunum. Erlent 30.8.2007 18:58 Blóðugar deilur mafíugengja Deilur ítalskra mafíugengja eru taldar ástæða þess að sex Ítalar voru myrtir í Þýskalandi fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Ítalíu handtók í dag á fjórða tuga manna í tengslum við morðin. Erlent 30.8.2007 18:50 Viðbrögðin of hæg Fórnarlömb fjöldamorðanna við Virginía Tech-háskólann í Bandaríkjunum hefðu hugsanlega orðið mun færri ef yfirvöld hefðu brugðist skjótar við, samkvæmt nýrri rannsókn. Erlent 30.8.2007 18:34 Ný meðferð fyrir MS-sjúklinga Vísindamenn hafa lagt til að ný meðferð verði notuð gegn heila og mænusigg-sjúkdómnum (MS) sem felur í sér notkun á hormóninu estrógen. Meðferðin felst í því að estrógen-hormónið er notað til að bægja frá eða jafnvel snúa við einkennum sjúkdómsins án þess að til komi þær algengu hliðarverkanir sem hormónameðferðum fylgja. Erlent 30.8.2007 17:49 Rússar ólu á stríðsótta til þess að selja vopn Rússar gerðu hvað þeir gátu til þess að ala á stríðsótta í Ísrael og Sýrlandi í sumar, til þess að auka vopnasölu sína til Sýrlands, að sögn diplomatisku öryggisþjónustunnar í Ísrael. Snemma í sumar kom upp sá orðrómur að Sýrlendingar hyggðust endurheimta Golan hæðirnar með stríði á hendur Ísrael. Jafnframt var sagt frá liðssafnaði beggja ríkjanna við landamærin. Erlent 30.8.2007 17:09 Faldi nýfætt barn sitt í þvottakörfu Sextán ára stúlka er í haldi lögreglu eftir að lík nýfædds barns hennar fannst í þvottavél á heimili hennar í borginni Frankfurt an der Oder í austurhluta Þýskalands í gær. Erlent 30.8.2007 15:56 Íbúar norðurlanda 0,4 prósent af jarðarbúum Norðulandabúar eru orðnir rúmar 25 milljónir. Samkvæmt tölum frá norrænu hagstofunum búa rúmlega 9 milljón manns í Svíþjóð, í Danmörku og Finnlandi rúmlega 5 milljónir og tæplega 5 milljónir í Noregi. Rúmlega 300 þúsund manns búa á Íslandi, á Grænlandi búa rúmlega 50.000 manns og tæplega 50.000 í Færeyjum. Á Álandseyjum búa 27.000 manns. Erlent 30.8.2007 14:54 Kanada fordæmir samninga við Talibana Utanríkisráðherra Kanada hefur gagnrýnt stjórnvöld í Suður-Kóreu harðlega fyrir að semja við Talibana í Afganistan um lausn gísla sem þeir tóku. Talibanar tóku 23 gísla frá Suður-Kóreu. Tveir þeirra voru myrtir en hinir hafa nú allir verið látnir lausir, eftir miklar samningaviðræður. Erlent 30.8.2007 14:45 Meistaradeildin: Drátturinn í beinni á Vísi.is Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag klukkan 16:00 í Monte Carlo á Suðurströnd Frakklands. Vísir.is sýndi frá drættinum í beinni ústendingu. Fjögur ensk lið eru í pottinum og eru þau öll í fyrsta styrkleikaflokk. Rosenborg er eina liðið frá Norðurlöndunum. Erlent 30.8.2007 14:37 Beljur með nafnskírteini Bændur í Vestur-Bengal á Indlandi hafa verið skyldaðir til þess að fara með beljur sínar í myndatökur, til þess að útvega þeim nafnskírteini. Þetta er liður í því að koma í veg fyrir stórfellt smygl á þeim til Bangladesh. Meirihluti Indverja eru hindúar og samkvæmt þeirra trú eru þessir jórtrandi ferfætlingar heilagar kýr. Það er bannað að flytja þær úr landi. Erlent 30.8.2007 14:13 Grikkir sækja bætur vegna eldanna Þúsundir Grikkja streymdu í banka í landinu í gær til að sækja bætur frá ríkisstjórninni vegna eldanna sem hafa geysað þar í landi undanfarna daga. Allir Grikkir geta fengið bætur, sýni þeir skilríki og skrifi undir yfirlýsingu um að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna eldanna. Erlent 30.8.2007 11:58 Svæfðu Madeleine í hel segja portúgalskir fjölmiðlar Portúgalar hafa af einhverjum orsökum misst alla samúð með foreldrum Madeleine McCann, litlu bresku telpunnar sem nú hefur verið leitað í fjóra mánuði. Fjölmiðlar í landinu eru uppfullir af allskonar slúðurfréttum um málið. Erlent 30.8.2007 10:43 Hraðafgreiðsla á Bótoxi Fljótlegra er að fá tíma fyrir Bótox sprautu, en að láta fjarlægja hugsanlega illkynja fæðingarbletti í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í könnun sem samtök húðsjúkdómalækna þar í landi gerðu. Erlent 30.8.2007 10:00 Kínverjar reyna að róa Japani Kínverjar reyndu í dag að róa Japani yfir mikilli hervæðingu sinni, á fundi varnarmálaráðherra landanna. Meðal annars varð að samkomulagi að kínverskt herskip heimsækti Japan og er það í fyrsta skipti í sögu landanna. Kínverjar hafa stóraukið framlög til hermála undanfarin ár, og Japanir hafa af því áhhyggjur. Erlent 30.8.2007 09:40 Yfirsáust tíu þúsund evrur Þjófur sem sem stal skjalatösku í Dusseldorf í gær, tók ekki eftir því að í henni voru tíu þúsund evrur, eða rúmar 860 þúsund krónur, og henti henni. ,,Ég gæti trúað að hann yrði svekktur þegar hann kemst að því" sagði talsmaður lögreglu í borginni. Erlent 30.8.2007 09:21 Þýska mannætan þögul sem gröfin Þýska mannætan sem lögreglan í Vín handtók á þriðjudag neitar að tjá sig um glæp sinn. Hinn 19 ára gamli Þjóðverji var staðinn að verki við að éta tæplega fimmtugann Austurríkismann sem hann bjó með í Vín. Erlent 30.8.2007 08:00 Koma mátti í veg fyrir fjöldamorðin í Virgina Tech Samkvæmt nýrri skýrslu hefði mátt koma í veg fyrir fjöldamorðin í Virgina Tech háskólanum í apríl s.l. ef yfirvöld hefðu brugðist skjótar við en þau gerðu. Stúdentinn Seung-Hoi Cho drap þar 33 samstúdenta sína í skólanum áður en hann framdi sjálfsmorð. Erlent 30.8.2007 07:18 Mikið kvartað undan reykingabanni í Danmörku Kvörtunum vegna hávaða frá veitingastöðum rignir yfir dönsku lögregluna eftir að reykingabann tók þar gildi nýverið, að sögn danskra fjölmiðla. Viðskiptavinirnir fara út með ölkrúsirnar til að fá sér að reykja, og þar með er allt teitið komið út á götu, líkt og gerist iðulega við veitingastaði í Reykjavík. Erlent 30.8.2007 07:12 Larry Craig undir miklum þrýstingi að segja af sér Öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig hefur fallist á að segja sig úr nokkrum þingnefndum en hann er nú undir miklum þrýstingi frá samflokksmönnum sínum í repúblikaflokknum að segja af sér þingmennsku. Meðal þeirra sem hvetja Craig til afsagnar er John MaCain. Erlent 30.8.2007 07:10 Fangaverðir snúa aftur til vinnu Verkfalli um 20 þúsund fangavarða í Bretlandi var aflýst í kvöld eftir að ríkistjórn landsins óskaði eftir viðræðum. Starfsmenn í 131 fangelsi á Englandi og í Wales gengu út klukkan sjö í morgun og boðuðu sólarhrings verkfall. Alvarlegt ástand skapaðist í fangelsum landsins þar sem ekki var hægt að hleypa föngum út úr klefum sínum. Erlent 29.8.2007 22:27 « ‹ ›
Bremsulausir Færeyingar Flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways fór út af brautinni í flugtaki frá Færeyjum í morgun. Engan sakaði. Vélin var á leið frá Þórshöfn til Lundúna. Flugmennirnir hættu við flugtak þegar þeir uppgötvuðu að hemlabúnaður virkaði ekki sem skyldi. Hemlabilanir virðast vera viðvarandi vandamál hjá þessu flugfélagi. Erlent 31.8.2007 11:21
Ríkasti maður Noregs bak við lás og slá Kjell Inge Rökke, ríkasti maður Noregs dvelur nú í fangelsi og verður þar næstu 30 dagana. Rökke hlaut fangelsisdóminn fyrir að hafa mútað skipaeftirlitsmanni í tengslum við lúxussnekkju sína og útgáfu á haffærnisskírteini árið 2001. Erlent 31.8.2007 10:58
Fram með kústinn kerlíng Alþjóðleg rannsókn hefur leitt í ljós að kvæntir karlmenn taka umtalsvert minni þátt í húsverkunum en karlmenn sem eru í sambúð. Könnuðir við fylkisháskólann í Norður-Karólínu töluðu við yfir 17 þúsund manns í 28 löndum til þess að komast að þessari niðurstöðu. Erlent 31.8.2007 10:52
Stal brú í heilu lagi Rússneska lögreglan hefur haft hendur í hári manns sem stal brú í heilu lagi í Ryazan héraði austan við Moskvu. Brúin var úr stáli, tvíbreið og fimm metra löng. Maðurinn skrúfaði hana í sundur og hlóð henni á trukkinn sinn. Svo fór hann með hana og seldi hana í brotajárn. Lögreglan í Ryazan héraði segir að þetta sé umfangsmesti þjófnaður ársins. Erlent 31.8.2007 10:17
Beint frá minningarathöfn um Díönu prinsessu Bein útsending verður á Vísi klukkan 11 frá minningarathöfn um Díönu prinsessu af Wales en í dag eru tíu ár síðan hún lést í bílslysi í París. Minningarathöfnin þar sem synir Díönu, þeir Harry og Vilhjálmur verða viðstaddir ásamt Karli Bretaprins fer fram í Guards Chapel í Lunúnum. Erlent 31.8.2007 10:09
Fljúgandi diskur á markað fljótlega Fljúgandi diskar eru ekki lengur vísindaskáldskapur, en nú styttist í að fyrsti diskurinn fyrir almenning fari á markað. Tækið, sem kallast M200g, verður sett í almenna sölu eftir nokkra mánuði. Fyrirtækið sem framleiðir diskinn, Moller International, vonast til að selja um 250 stykki á ári. Erlent 31.8.2007 08:05
Pakistönsk yfirvöld mótmæla Múhameðsteikningum Pakistönsk yfirvöld kölluðu ræðismann Svíþjóðar á sinn fund í gær til að mótmæla formlega óviðeigandi teikningum af Múhameð spámanni sem birtust í sænsku dagblaði fyrir tæpum tveimur vikum. Erlent 31.8.2007 07:26
Ellefu látnir að minnsta kosti í lestarslysi í Ríó Að minnsta kosti ellefu létu lífið og 63 slösuðust þegar yfirfull lest skall á aðra í úthverfi brasilísku borgarinnar Rio de Janeiro í dag. Yfir hundrað björgunarmenn voru á staðnum og óttast slökkviliðsmenn að fleiri hafi látist. Erlent 30.8.2007 22:47
Annar leikari í forsetaembættið? Fred Thompson ætlar að tilkynna um framboð sitt sem forsetaefni rebúblikana í næstu viku. Thompson er sennilega betur þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Law and Order. Lengi hefur verið talið að Thompson myndi bjóða sig fram og nýtur hann nokkurs fylgis, sérstaklega í grasrót flokksins. Erlent 30.8.2007 21:51
Skipverji sem var í haldi sjóræningja íhugaði sjálfsmorð Einn skipverjanna fimm sem eru nýkomnir til Danmerkur aftur, eftir að hafa verið á valdi sjóræningja í þrjá mánuði, segist oft hafa íhugað að fremja sjálfsmorð þennan tíma. Útgerðin hefur lítið viljað koma til móts við skipverjana en hefur boðist til að endurnýja farsíma þeirra. Erlent 30.8.2007 19:39
Skógareldarnir í Grikklandi í rénun Svo virðist sem skógareldarnir í Grikklandi séu í rénun. Yfirvöld eru þó viðbúin því að eldurinn kunni að glæðast á ný á svæðum þar glatt hefur logað síðustu daga. Að minnsta kosti sextíu og fjórir hafa látist í skógareldunum. Erlent 30.8.2007 18:58
Blóðugar deilur mafíugengja Deilur ítalskra mafíugengja eru taldar ástæða þess að sex Ítalar voru myrtir í Þýskalandi fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Ítalíu handtók í dag á fjórða tuga manna í tengslum við morðin. Erlent 30.8.2007 18:50
Viðbrögðin of hæg Fórnarlömb fjöldamorðanna við Virginía Tech-háskólann í Bandaríkjunum hefðu hugsanlega orðið mun færri ef yfirvöld hefðu brugðist skjótar við, samkvæmt nýrri rannsókn. Erlent 30.8.2007 18:34
Ný meðferð fyrir MS-sjúklinga Vísindamenn hafa lagt til að ný meðferð verði notuð gegn heila og mænusigg-sjúkdómnum (MS) sem felur í sér notkun á hormóninu estrógen. Meðferðin felst í því að estrógen-hormónið er notað til að bægja frá eða jafnvel snúa við einkennum sjúkdómsins án þess að til komi þær algengu hliðarverkanir sem hormónameðferðum fylgja. Erlent 30.8.2007 17:49
Rússar ólu á stríðsótta til þess að selja vopn Rússar gerðu hvað þeir gátu til þess að ala á stríðsótta í Ísrael og Sýrlandi í sumar, til þess að auka vopnasölu sína til Sýrlands, að sögn diplomatisku öryggisþjónustunnar í Ísrael. Snemma í sumar kom upp sá orðrómur að Sýrlendingar hyggðust endurheimta Golan hæðirnar með stríði á hendur Ísrael. Jafnframt var sagt frá liðssafnaði beggja ríkjanna við landamærin. Erlent 30.8.2007 17:09
Faldi nýfætt barn sitt í þvottakörfu Sextán ára stúlka er í haldi lögreglu eftir að lík nýfædds barns hennar fannst í þvottavél á heimili hennar í borginni Frankfurt an der Oder í austurhluta Þýskalands í gær. Erlent 30.8.2007 15:56
Íbúar norðurlanda 0,4 prósent af jarðarbúum Norðulandabúar eru orðnir rúmar 25 milljónir. Samkvæmt tölum frá norrænu hagstofunum búa rúmlega 9 milljón manns í Svíþjóð, í Danmörku og Finnlandi rúmlega 5 milljónir og tæplega 5 milljónir í Noregi. Rúmlega 300 þúsund manns búa á Íslandi, á Grænlandi búa rúmlega 50.000 manns og tæplega 50.000 í Færeyjum. Á Álandseyjum búa 27.000 manns. Erlent 30.8.2007 14:54
Kanada fordæmir samninga við Talibana Utanríkisráðherra Kanada hefur gagnrýnt stjórnvöld í Suður-Kóreu harðlega fyrir að semja við Talibana í Afganistan um lausn gísla sem þeir tóku. Talibanar tóku 23 gísla frá Suður-Kóreu. Tveir þeirra voru myrtir en hinir hafa nú allir verið látnir lausir, eftir miklar samningaviðræður. Erlent 30.8.2007 14:45
Meistaradeildin: Drátturinn í beinni á Vísi.is Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag klukkan 16:00 í Monte Carlo á Suðurströnd Frakklands. Vísir.is sýndi frá drættinum í beinni ústendingu. Fjögur ensk lið eru í pottinum og eru þau öll í fyrsta styrkleikaflokk. Rosenborg er eina liðið frá Norðurlöndunum. Erlent 30.8.2007 14:37
Beljur með nafnskírteini Bændur í Vestur-Bengal á Indlandi hafa verið skyldaðir til þess að fara með beljur sínar í myndatökur, til þess að útvega þeim nafnskírteini. Þetta er liður í því að koma í veg fyrir stórfellt smygl á þeim til Bangladesh. Meirihluti Indverja eru hindúar og samkvæmt þeirra trú eru þessir jórtrandi ferfætlingar heilagar kýr. Það er bannað að flytja þær úr landi. Erlent 30.8.2007 14:13
Grikkir sækja bætur vegna eldanna Þúsundir Grikkja streymdu í banka í landinu í gær til að sækja bætur frá ríkisstjórninni vegna eldanna sem hafa geysað þar í landi undanfarna daga. Allir Grikkir geta fengið bætur, sýni þeir skilríki og skrifi undir yfirlýsingu um að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna eldanna. Erlent 30.8.2007 11:58
Svæfðu Madeleine í hel segja portúgalskir fjölmiðlar Portúgalar hafa af einhverjum orsökum misst alla samúð með foreldrum Madeleine McCann, litlu bresku telpunnar sem nú hefur verið leitað í fjóra mánuði. Fjölmiðlar í landinu eru uppfullir af allskonar slúðurfréttum um málið. Erlent 30.8.2007 10:43
Hraðafgreiðsla á Bótoxi Fljótlegra er að fá tíma fyrir Bótox sprautu, en að láta fjarlægja hugsanlega illkynja fæðingarbletti í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í könnun sem samtök húðsjúkdómalækna þar í landi gerðu. Erlent 30.8.2007 10:00
Kínverjar reyna að róa Japani Kínverjar reyndu í dag að róa Japani yfir mikilli hervæðingu sinni, á fundi varnarmálaráðherra landanna. Meðal annars varð að samkomulagi að kínverskt herskip heimsækti Japan og er það í fyrsta skipti í sögu landanna. Kínverjar hafa stóraukið framlög til hermála undanfarin ár, og Japanir hafa af því áhhyggjur. Erlent 30.8.2007 09:40
Yfirsáust tíu þúsund evrur Þjófur sem sem stal skjalatösku í Dusseldorf í gær, tók ekki eftir því að í henni voru tíu þúsund evrur, eða rúmar 860 þúsund krónur, og henti henni. ,,Ég gæti trúað að hann yrði svekktur þegar hann kemst að því" sagði talsmaður lögreglu í borginni. Erlent 30.8.2007 09:21
Þýska mannætan þögul sem gröfin Þýska mannætan sem lögreglan í Vín handtók á þriðjudag neitar að tjá sig um glæp sinn. Hinn 19 ára gamli Þjóðverji var staðinn að verki við að éta tæplega fimmtugann Austurríkismann sem hann bjó með í Vín. Erlent 30.8.2007 08:00
Koma mátti í veg fyrir fjöldamorðin í Virgina Tech Samkvæmt nýrri skýrslu hefði mátt koma í veg fyrir fjöldamorðin í Virgina Tech háskólanum í apríl s.l. ef yfirvöld hefðu brugðist skjótar við en þau gerðu. Stúdentinn Seung-Hoi Cho drap þar 33 samstúdenta sína í skólanum áður en hann framdi sjálfsmorð. Erlent 30.8.2007 07:18
Mikið kvartað undan reykingabanni í Danmörku Kvörtunum vegna hávaða frá veitingastöðum rignir yfir dönsku lögregluna eftir að reykingabann tók þar gildi nýverið, að sögn danskra fjölmiðla. Viðskiptavinirnir fara út með ölkrúsirnar til að fá sér að reykja, og þar með er allt teitið komið út á götu, líkt og gerist iðulega við veitingastaði í Reykjavík. Erlent 30.8.2007 07:12
Larry Craig undir miklum þrýstingi að segja af sér Öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig hefur fallist á að segja sig úr nokkrum þingnefndum en hann er nú undir miklum þrýstingi frá samflokksmönnum sínum í repúblikaflokknum að segja af sér þingmennsku. Meðal þeirra sem hvetja Craig til afsagnar er John MaCain. Erlent 30.8.2007 07:10
Fangaverðir snúa aftur til vinnu Verkfalli um 20 þúsund fangavarða í Bretlandi var aflýst í kvöld eftir að ríkistjórn landsins óskaði eftir viðræðum. Starfsmenn í 131 fangelsi á Englandi og í Wales gengu út klukkan sjö í morgun og boðuðu sólarhrings verkfall. Alvarlegt ástand skapaðist í fangelsum landsins þar sem ekki var hægt að hleypa föngum út úr klefum sínum. Erlent 29.8.2007 22:27