Erlent

Tyrkir fella fjölmarga kúrda

Tyrkir segjast hafa fellt fjölmarga kúrdiska skæruliða í árás yfir landamæri Íraks í dag. Kúrdiski verkamannaflokkurinn svokallaði á höfuðstöðvar sínar í Norður-Írak, rétt við landamærin.

Erlent

Vilja drepa bangsakennarann

Þúsundir manna mótmæltu því á götum Kharthoum í gær að breska kennslukonan Gillian Gibbons skyldi ekki vera dæmd í nema fimmtán daga fangelsi fyrir að leyfa sjö ára börnum börnum í bekk sínum að skíra bangsa Múhameð.

Erlent

Meirihluti vill flokk Pútíns í Rússlandi

Ríflega helmingur kjósenda í Rússlandi segist munu greiða atkvæði með flokki Pútíns forseta, Sameinuðu Rússlandi. Stjórnarandstæðingar saka stjórn Pútíns um að vanvirða lýðræðislegar leikreglur.

Erlent

Komust á þing út á nafnið

Fjöldi frambjóðenda í dönsku þingkosningunum nýlega breytti eftirnafni sínu til þess að komast ofar á kjörseðilinn. Nyhedsavisen segir að í flestum tilvikum hafi stjórnmálamenn dregið fram ættarnafn, sem þeir annars hafi verið hættir að nota.

Erlent

Gíslatökumaður handtekinn á kosningaskrifstofu Clintons

Lögregla í Bandaríkjunum handtók í gærkvöldi gíslatökumann í bænum Rochester í New Hampshire. Maðurinn hélt starfsmönnum og sjálfboðaliðum á kosningaskrifstofum Hillary Clinton forsetaframbjóðanda í gíslingu í um fimm klukkustundir.

Erlent

Fjórum gíslum sleppt - Einn enn í haldi

ABC fréttastofan greinir frá því að fimm hafi verið á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire þegar maður sem kveðst vopnaður sprengju réðst til inngöngu og tók fókið í gíslingu fyrr í kvöld. Maðurinn hefur síðan látið fjóra gísla lausa, eitt barn, eina konu og tvo menn. Einn maður er enn í haldi gíslatökumannsins, samkvæmt heimildum ABC.

Erlent

Lánahneyksli í Bandaríkjunum skekur Noreg

Nokkur norsk sveitarfélög sjá fram á stórtap eftir að hafa fjárfest í skuldabréfum sem tengjast húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Terra verðbréf fékk fjögur sveitarfjélög í Norður Noregi til að festa fé sitt í því sem virtist vera aðlaðandi verðbréfapakki frá Citigroup. Þeir settu sem svarar rúmlega fjörtíu milljörðum íslenskra króna í viðskiptin.

Erlent

Kjarnorkufundur Íran og ESB skilaði litlu

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Javier Solana, segir að fundur hans með aðal samningamanni Írana í kjarnorkumálum hafi engu skilað og segist hann hafa orðið fyrir vongbrigðum. Talsmaður Írana segir hins vegar að viðræðurnar hafi gengið vel. Viðræðurnar voru sagðar skipta miklu máli því þær myndu hafa áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna og stuðningsmanna þeirra um frekari refsiaðgerðir gegn Íran.

Erlent

Átak gegn rapptónlist

Írönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau ætluðu sér að hefja sérstakt átak gegn rapp tónlist, sem þau telja hinn mesta skaðvald.

Erlent

Osama bin Laden aðvarar NATO ríki

Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida, hvetur NATO ríki í Evrópu til að hætta allri samvinnu við Bandaríkjamenn um hernað í Afganistan, á nýrri hljóðupptöku,

Erlent

Vill endurvinna traust Frakka

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ætlar að endurvinna traust sitt á meðal almennings en það hefur beðið hnekki vegna vikulangra verkfalla og óeirða í úthverfum Parísarborgar.

Erlent

Rodney King skotinn

Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles á 1994, en það leiddi til óeirða í borginni, var skotinn í kvöld. Skotsárin eru ekki lífshættuleg að sögn lögreglu.

Erlent

Farðu frekar í teygjustökk

Yfir níutíuþúsund sjúklingar deyja og nær ein milljón bíður heilsutjón, á hverju ári, vegna mistaka á breskum sjúkrahúsum.

Erlent

Barnaníðingar með öðruvísi heila

Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum.

Erlent

Úransmyglarar handteknir

Lögreglan í Slóvakíu og Ungverjalandi handtók í dag þrjá menn og gerði upptækt eitt kíló af geislavirku efni sem fjölmiðlar segja að sé auðgað úran.

Erlent

Formleg ákæra í bangsamálinu

Breska kennslukonan Gillian Gibbons sem hefur verið sökuð um að móðga spámann múslima kom fyrir rétt í Khartoum, höfuðborg Súdans í dag.

Erlent