Erlent Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum. Erlent 14.3.2011 13:21 Hermenn frá Sádí Arabíu komnir inn í Bahrain Hermenn frá Sádí Arabíu og öðrum nágrannaríkjum fóru í dag inn í Bahrain, þar sem hörð mótmæli hafa verið síðustu daga. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að hermennirnir hafi komið fyrir beiðni yfirvalda í landinu en stjórnarandstaðan segir að vera þeirra jafngildi hernámi. Tugir slösuðust í mótmælum í gær þegar mótmælendur tókust á við lögregluna í Bahrain. Í síðasta mánuði létust sjö í bardögum við lögregluna. Erlent 14.3.2011 13:04 Geislavarnir ríkisins: Ástandið alvarlegt í Fukushima Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima, er enn alvarlegt, það hefur ekki tekist að koma á fullri kælingu og láta vatn þekja eldsneytisstangirnar. Þetta kemur fram í mati Geislavarna ríkisins. Erlent 14.3.2011 09:38 Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu. Erlent 14.3.2011 08:44 MeirihlutI einstæðra kvenna í Danmörku nýtir sér sæðisgjafa Samkvæmt nýrri könnun í Danmörku hafa tvær af hverjum þremur óléttum einstæðum konum nýtt sér sæðisgjafa til þungunnar. Á síðasta ári fæddust þannig fjögur hundruð börn í Danmörku án skráðs föður. Erlent 14.3.2011 07:25 Ungur maður skotinn til bana á Nörrebro Nítján ára gamall unglingur lést í morgun af skotsárum sem hann varð fyrir við Blågårdsgade á Nörrebro í Kaupmannahöfn seint í gærkvöld. Erlent 14.3.2011 07:23 Her Gaddafi nær bænum Brega Her Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu heldur áfram að vinna borgir og bæi af uppreisnarmönnum í landinu. Í gærkvöldi náðu þeir bænum Brega á sitt vald en hann er í austurhluta landsins. Erlent 14.3.2011 07:21 Telja sig hafa fundið borgina Atlantis á Spáni Vísindamenn telja sig enn og aftur hafa fundið hin goðsagnakenndu borg Atlantis. Að þessu sinni nokkuð langt inn í landi á Spáni. Erlent 14.3.2011 07:13 Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Erlent 14.3.2011 06:56 Páfinn bað fyrir fórnarlömbum Benedikt páfi sextándi bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og fljóðbylgjunnar í Japan í sunnudagsblessun sinni í gær. Hann lýsti yfir ánægju sinni með reisn og hugrekki heimamanna í viðbrögðum þeirra við óförunum. Benedikt hvatti einnig hjálparstarfsmenn, sem eru að störfum í Japan, til dáða og sagði að Guð væri með þeim. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist í Japan síðan jarðskjálfti af stærðinni 8,9 á Richter reið yfir landið í síðustu viku. -fb Erlent 14.3.2011 06:00 Uppreisnarmenn hraktir burt Leiðtogar Arababandalagsins hvöttu Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, til að stíga af valdastóli um helgina. Þeir lýstu yfir stuðningi við alþjóðlegt flugbann um lofthelgi Líbíu. Erlent 14.3.2011 05:00 Óttast öfluga eftirskjálfta Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Erlent 14.3.2011 01:00 Tvö hundruð slösuðust í átökum í Jemen Á annað hundrað manns slösuðust í átökum milli mótmælenda og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar í höfuðborg Jemen í dag. Mótmælendurnir krefjast afsagnar forsetans Alí Abdúlla Sale, en þeir voru staddir við háskóla í borginni þegar lögregla og stuðningsmenn forsetans réðust að þeim. Erlent 13.3.2011 22:00 Hvetur Íslendinga að fylgjast vel með fréttum Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar. Erlent 13.3.2011 19:50 Náttúruhamfarir í Japan: Nítján orðið fyrir geislun Lýst var yfir neyðarástandi í öðru kjarnorkuveri í Japan í dag en staðfest er að 19 manns hafi orðið fyrir geislun og óttast er að sú tala fari hækkandi. Erlendar björgunarsveitir streyma til landsins en eyðileggingin vegna skjálftans er sífellt að koma betur í ljós. Erlent 13.3.2011 18:41 Ótrúlegar myndir úr geimnum sem sýna eyðilegginguna í Japan Á vefsíðu New York Times sést greinilega hversu gríðarleg eyðleggingin er eftir að jarðskjálfti reið yfir norðurhluta landsins á föstudag. Staðfest er að yfir 1700 manns séu látnir og hundruð eru slasaðir. Erlent 13.3.2011 16:32 Björguðu manni sem flaut á húsþakinu Björgunarsveitarmenn björguðu sextíu ára gömlum manni í nótt sem flaut á húsþakinu af húsi sínu um fimmtán kílómetrum frá bænum Fukushima. Erlent 13.3.2011 15:17 Stjörnurnar mótmæla niðurskurði Breskar stjörnur á borð við Helen Mirren, Kenneth Branagh, David Tennant og Victoria Wood og fleiri vara við niðurskurði á opinberum fjárframlögum til lista í heimalandi sínu. Erlent 13.3.2011 14:45 Átján ára piltur skotinn til bana Átján ára gamall piltur var skotinn til bana fyrir utan skemmtistað í New Orleans í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fjórir aðrir unglingar eru særðir eftir að maður gekk inn á skemmtistaðinn og hóf skothríð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skotmaðurinn ófundinn og hefur verið lýst eftir vitnum af atvikinu, en eftir að hann var búinn að skjóta unglinganna flúði hann. Erlent 13.3.2011 14:14 Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. Erlent 13.3.2011 14:14 Píndi fórnarlömbin með söxuðum lauk Fórnarlömb bandarísks ræningjagengis felldu tár þegar það píndi þau til að afhenda sér verðmæti, enda beittu þeir söxuðum lauk við verkið. Erlent 13.3.2011 12:15 Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Erlent 13.3.2011 12:13 Skotið á mótmælendur í Jemen - einn látinn Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í morgun. Að minnsta kosti einn er látinn og 19 eru særðir að sögn Reuters. Fjölmargir mótmælendur hafa haldið til á háskólalóðinni undanfarna daga en þeir vilja að Ali Abdullah Saleh forseti landsins segi af sér. Erlent 13.3.2011 11:18 Alec Baldwin biður Charlie Sheen um að fara í sturtu „Leggðu þig, farðu í sturtu og grátbiddu um starfið. Aðdáendur þínir krefjast þess,“ segir leikarinn Alec Baldwin, úr sjónvarpsþættinum 30 Rock, um Charlie Sheen sem fyrr í mánuðinum var rekinn var úr sjónvarpsþáttaröðinni Two And A Half Men. Erlent 13.3.2011 10:58 Beckham hjónin flytja til Bretlands Heimildir herma að David og Victoria Beckham hafi fengið nóg í bili af lífinu í Los Angeles og vilji komast til Bretlands á nýjan leik. Hjónin fluttu ásamt börnunum sínum til borgarinnar eftir að David gerði samning við knattspyrnuliðið Los Angeles Galaxy fyrir nokkrum árum. Erlent 13.3.2011 10:39 Arabababandalagið biðlar til SÞ um flugbann Arabababandalagið hefur nú biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á flugbanni yfir Libýu til að koma í veg fyrir frekari loftárásir á saklausa borgara í landinu. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins samþykktu flugbannsbeiðnina á fundi í gær, en höfnuðu hernaðarinngripum erlendra ríkja að öðru leyti. Erlent 13.3.2011 09:59 Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. Erlent 13.3.2011 09:54 Gæti orðið minnsti maður í heimi Junrey Balawing frá Filippseyjum verður að öllum líkindum minnsti maður í heimi þegar hann verður 18 ára í júní á þessu ári. Samkvæmt mælingum er Junrey 55,88 sentimetrar. Erlent 12.3.2011 23:45 Nýnasisti fór í kynskiptiaðgerð og breyttist í vinstrisinna Áður en Monika Strub breyttist í konu með því að fara í kynskiptiaðgerð, var hún, eða hann öllu heldur, meðlimur í þýska Nýnasistaflokknum NPD. Tíu árum eftir aðgerðina er Monika hinsvegar orðin frambjóðandi til ríkisþingsins í Bad-Wurtenberg fyrir sósíalista. Erlent 12.3.2011 22:30 Forsætisráðherra Breta vill hertar aðgerðir Utanríkisráðherrar átta helstu iðnríkja heims ætla að funda á mánudag og þriðjudag um borgarastyrjöldina í Líbíu. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) náðu ekki samkomulagi um aðgerðir gegn einræðisstjórn Múammars Gaddafís og stuðningsmönnum hans síðla í vikunni. Erlent 12.3.2011 21:00 « ‹ ›
Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum. Erlent 14.3.2011 13:21
Hermenn frá Sádí Arabíu komnir inn í Bahrain Hermenn frá Sádí Arabíu og öðrum nágrannaríkjum fóru í dag inn í Bahrain, þar sem hörð mótmæli hafa verið síðustu daga. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að hermennirnir hafi komið fyrir beiðni yfirvalda í landinu en stjórnarandstaðan segir að vera þeirra jafngildi hernámi. Tugir slösuðust í mótmælum í gær þegar mótmælendur tókust á við lögregluna í Bahrain. Í síðasta mánuði létust sjö í bardögum við lögregluna. Erlent 14.3.2011 13:04
Geislavarnir ríkisins: Ástandið alvarlegt í Fukushima Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima, er enn alvarlegt, það hefur ekki tekist að koma á fullri kælingu og láta vatn þekja eldsneytisstangirnar. Þetta kemur fram í mati Geislavarna ríkisins. Erlent 14.3.2011 09:38
Kælikerfi í Fukushima kjarnorkuverinu hætt að virka Fregnir berast nú af því að kælikerfi í enn einum kjarnakljúfinum í Fukushima kjarnorkuverinu sé hætt að virka og virka kælikerfin því ekki sem skyldi á öllum kljúfunum þremur í verinu. Erlent 14.3.2011 08:44
MeirihlutI einstæðra kvenna í Danmörku nýtir sér sæðisgjafa Samkvæmt nýrri könnun í Danmörku hafa tvær af hverjum þremur óléttum einstæðum konum nýtt sér sæðisgjafa til þungunnar. Á síðasta ári fæddust þannig fjögur hundruð börn í Danmörku án skráðs föður. Erlent 14.3.2011 07:25
Ungur maður skotinn til bana á Nörrebro Nítján ára gamall unglingur lést í morgun af skotsárum sem hann varð fyrir við Blågårdsgade á Nörrebro í Kaupmannahöfn seint í gærkvöld. Erlent 14.3.2011 07:23
Her Gaddafi nær bænum Brega Her Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu heldur áfram að vinna borgir og bæi af uppreisnarmönnum í landinu. Í gærkvöldi náðu þeir bænum Brega á sitt vald en hann er í austurhluta landsins. Erlent 14.3.2011 07:21
Telja sig hafa fundið borgina Atlantis á Spáni Vísindamenn telja sig enn og aftur hafa fundið hin goðsagnakenndu borg Atlantis. Að þessu sinni nokkuð langt inn í landi á Spáni. Erlent 14.3.2011 07:13
Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Erlent 14.3.2011 06:56
Páfinn bað fyrir fórnarlömbum Benedikt páfi sextándi bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og fljóðbylgjunnar í Japan í sunnudagsblessun sinni í gær. Hann lýsti yfir ánægju sinni með reisn og hugrekki heimamanna í viðbrögðum þeirra við óförunum. Benedikt hvatti einnig hjálparstarfsmenn, sem eru að störfum í Japan, til dáða og sagði að Guð væri með þeim. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist í Japan síðan jarðskjálfti af stærðinni 8,9 á Richter reið yfir landið í síðustu viku. -fb Erlent 14.3.2011 06:00
Uppreisnarmenn hraktir burt Leiðtogar Arababandalagsins hvöttu Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, til að stíga af valdastóli um helgina. Þeir lýstu yfir stuðningi við alþjóðlegt flugbann um lofthelgi Líbíu. Erlent 14.3.2011 05:00
Óttast öfluga eftirskjálfta Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Erlent 14.3.2011 01:00
Tvö hundruð slösuðust í átökum í Jemen Á annað hundrað manns slösuðust í átökum milli mótmælenda og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar í höfuðborg Jemen í dag. Mótmælendurnir krefjast afsagnar forsetans Alí Abdúlla Sale, en þeir voru staddir við háskóla í borginni þegar lögregla og stuðningsmenn forsetans réðust að þeim. Erlent 13.3.2011 22:00
Hvetur Íslendinga að fylgjast vel með fréttum Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar. Erlent 13.3.2011 19:50
Náttúruhamfarir í Japan: Nítján orðið fyrir geislun Lýst var yfir neyðarástandi í öðru kjarnorkuveri í Japan í dag en staðfest er að 19 manns hafi orðið fyrir geislun og óttast er að sú tala fari hækkandi. Erlendar björgunarsveitir streyma til landsins en eyðileggingin vegna skjálftans er sífellt að koma betur í ljós. Erlent 13.3.2011 18:41
Ótrúlegar myndir úr geimnum sem sýna eyðilegginguna í Japan Á vefsíðu New York Times sést greinilega hversu gríðarleg eyðleggingin er eftir að jarðskjálfti reið yfir norðurhluta landsins á föstudag. Staðfest er að yfir 1700 manns séu látnir og hundruð eru slasaðir. Erlent 13.3.2011 16:32
Björguðu manni sem flaut á húsþakinu Björgunarsveitarmenn björguðu sextíu ára gömlum manni í nótt sem flaut á húsþakinu af húsi sínu um fimmtán kílómetrum frá bænum Fukushima. Erlent 13.3.2011 15:17
Stjörnurnar mótmæla niðurskurði Breskar stjörnur á borð við Helen Mirren, Kenneth Branagh, David Tennant og Victoria Wood og fleiri vara við niðurskurði á opinberum fjárframlögum til lista í heimalandi sínu. Erlent 13.3.2011 14:45
Átján ára piltur skotinn til bana Átján ára gamall piltur var skotinn til bana fyrir utan skemmtistað í New Orleans í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fjórir aðrir unglingar eru særðir eftir að maður gekk inn á skemmtistaðinn og hóf skothríð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skotmaðurinn ófundinn og hefur verið lýst eftir vitnum af atvikinu, en eftir að hann var búinn að skjóta unglinganna flúði hann. Erlent 13.3.2011 14:14
Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. Erlent 13.3.2011 14:14
Píndi fórnarlömbin með söxuðum lauk Fórnarlömb bandarísks ræningjagengis felldu tár þegar það píndi þau til að afhenda sér verðmæti, enda beittu þeir söxuðum lauk við verkið. Erlent 13.3.2011 12:15
Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Erlent 13.3.2011 12:13
Skotið á mótmælendur í Jemen - einn látinn Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í morgun. Að minnsta kosti einn er látinn og 19 eru særðir að sögn Reuters. Fjölmargir mótmælendur hafa haldið til á háskólalóðinni undanfarna daga en þeir vilja að Ali Abdullah Saleh forseti landsins segi af sér. Erlent 13.3.2011 11:18
Alec Baldwin biður Charlie Sheen um að fara í sturtu „Leggðu þig, farðu í sturtu og grátbiddu um starfið. Aðdáendur þínir krefjast þess,“ segir leikarinn Alec Baldwin, úr sjónvarpsþættinum 30 Rock, um Charlie Sheen sem fyrr í mánuðinum var rekinn var úr sjónvarpsþáttaröðinni Two And A Half Men. Erlent 13.3.2011 10:58
Beckham hjónin flytja til Bretlands Heimildir herma að David og Victoria Beckham hafi fengið nóg í bili af lífinu í Los Angeles og vilji komast til Bretlands á nýjan leik. Hjónin fluttu ásamt börnunum sínum til borgarinnar eftir að David gerði samning við knattspyrnuliðið Los Angeles Galaxy fyrir nokkrum árum. Erlent 13.3.2011 10:39
Arabababandalagið biðlar til SÞ um flugbann Arabababandalagið hefur nú biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á flugbanni yfir Libýu til að koma í veg fyrir frekari loftárásir á saklausa borgara í landinu. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins samþykktu flugbannsbeiðnina á fundi í gær, en höfnuðu hernaðarinngripum erlendra ríkja að öðru leyti. Erlent 13.3.2011 09:59
Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. Erlent 13.3.2011 09:54
Gæti orðið minnsti maður í heimi Junrey Balawing frá Filippseyjum verður að öllum líkindum minnsti maður í heimi þegar hann verður 18 ára í júní á þessu ári. Samkvæmt mælingum er Junrey 55,88 sentimetrar. Erlent 12.3.2011 23:45
Nýnasisti fór í kynskiptiaðgerð og breyttist í vinstrisinna Áður en Monika Strub breyttist í konu með því að fara í kynskiptiaðgerð, var hún, eða hann öllu heldur, meðlimur í þýska Nýnasistaflokknum NPD. Tíu árum eftir aðgerðina er Monika hinsvegar orðin frambjóðandi til ríkisþingsins í Bad-Wurtenberg fyrir sósíalista. Erlent 12.3.2011 22:30
Forsætisráðherra Breta vill hertar aðgerðir Utanríkisráðherrar átta helstu iðnríkja heims ætla að funda á mánudag og þriðjudag um borgarastyrjöldina í Líbíu. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) náðu ekki samkomulagi um aðgerðir gegn einræðisstjórn Múammars Gaddafís og stuðningsmönnum hans síðla í vikunni. Erlent 12.3.2011 21:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent