Erlent

Gæti orðið minnsti maður í heimi

Junrey Balawing
Junrey Balawing
Junrey Balawing frá Filippseyjum verður að öllum líkindum minnsti maður í heimi þegar hann verður 18 ára í júní á þessu ári. Samkvæmt mælingum er Junrey 55,88 sentimetrar.

Minnsti maður í heiminum í dag, samkvæmt heimsmetabók Guiness, er Khagendra Thapa Maga, en hann er rúmlega 67 sentimetrar.

„Ef ég væri minnsti maður í heiminum væri það nokkuð töff," sagði Junrey við fjölmiðla.

Til þess að Junrey getið fengið það staðfest í heimsmetabók Guiness þarf hann að vera orðinn 18 ára. Og þann 18. júní á þessu ári nær drengurinn þeim aldri og fær að öllum líkindum skráð í bókina að hann sé sá minnsti - nema hann stækki óvenjulega mikið á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×