Erlent

Tvö hundruð slösuðust í átökum í Jemen

Mynd/AFP
Mynd/AFP
Á annað hundrað manns slösuðust í átökum milli mótmælenda og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar í höfuðborg Jemen í dag. Mótmælendurnir krefjast afsagnar forsetans Alí Abdúlla Sale, en þeir voru staddir við háskóla í borginni þegar lögregla og stuðningsmenn forsetans réðust að þeim.

Lögreglulið á nálægum húsþökum beitti táragasi og skaut að mannfjöldanum. Átökin í dag eru talin enn ein sönnun þess að ástandið í Jemen sé að verða stjórnlaust, en öryggissveitir landsins felldu að minnsta kosti sjö mótmælendur í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×