Erlent

Nýnasisti fór í kynskiptiaðgerð og breyttist í vinstrisinna

Áður en Monika Strub breyttist í konu með því að fara í kynskiptiaðgerð, var hún, eða hann öllu heldur, meðlimur í þýska Nýnasistaflokknum NPD. Tíu árum eftir aðgerðina er Monika hinsvegar orðin frambjóðandi til ríkisþingsins í Bad-Wurtenberg fyrir sósíalista.

„Ég hef sagt skilið við nýnasistana og er sannur sósíalisti," segir Monika, sem er 35 ára gömul hjúkrunarkona. Hún segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti frá gömlu flokksfélögunum, sérstaklega eftir að hún lýsti yfir framboði.

Talsmaður sósíalistaflokksins segist engar áhyggjur hafa af fortíð Moniku, sem hann lýsir sem bernskubrekum. Enda hafi hún gjörbreyst á síðustu árum, sem er ekki ofmælt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×