Erlent Gervihnöttur á leið til jarðar - myndband Myndband náðist af bandarískum gervihnettinum fyrir ofan Frakkland þegar hann brann upp í lofthjúpi jarðar um miðjan mánuðinn. Áætlað er að gervihnötturinn muni lenda á jörðinni þann 24. september næstkomandi. Erlent 22.9.2011 15:09 Fjaðrafok í fjármálaheiminum: Hlutabréf hríðfallið um allan heim Hlutabréf hafa hríðfallið í dag en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um tvö og hálft prósent og FTSE 100 vísitalan hefur fallið um meira en fimm prósent síðan fjármálamarkaðir opnuðu í dag. Erlent 22.9.2011 13:55 Sprengja sprakk í Pakistan Fimm manns fórust og þréttán slösuðust þegar að sprengja sprakk í vegarkanti á þjóðvegi nálægt þorpinu Bajur í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Talíbanar í landinu höfðu aðsetur í bænum þar til pakistanski herinn bolaði þeim burt árið 2008. Síðan þá hefur herinn sagt að uppreisnarmennirnir séu á bak og burt en þrátt fyrir það halda hryðjuverk áfram á svæðinu í kringum þorpið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni í morgun. Erlent 22.9.2011 13:36 Messar yfir 70 þúsund manns í Berlín Benedikt sextándi páfi er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hann mun ferðast víðsvegar um landið og ræða við kaþólika en um 25 milljónir íbúa Þýskalands eru kaþólikar. Erlent 22.9.2011 11:14 Troy Davis tekinn af lífi í Georgíu þrátt fyrir allt Troy Davis sem dæmdur hafði verið fyrir morð á lögreglumanni í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1989 var tekinn af lífi í gærkvöldi. Aftökunni var frestað á elleftu stundu í gærkvöldi, en aðeins um nokkra klukkutíma og fregnir af því að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði skorist í leikinn voru ekki á rökum reistar. Árið 1991 var Davis dæmdur til dauða en efasemdir hafa komið upp um framburð vitna og mörg þeirra höfðu raunar dregið frásagnir sínar til baka eftir að dómurinn var kveðinn upp. Davis sjálfur hélt ætíð fram sakleysi sínu. Erlent 22.9.2011 06:00 Aftökunni frestað á elleftu stundu Aftöku Troy Davis, sem fara átti fram nú í kvöld, í fangelsi í Virginíu í Bandaríkjunum var frestað á elleftu stundu. Ástæðan er sú að Hæstiréttur í Bandaríkjunum ákvað að taka sér frest til þess að skoða betur hvort taka ætti upp mál Davis að nýju. Erlent 21.9.2011 23:57 Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Tveir lögregluþjónar í borginni Fullerton í Kaliforníu gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að hafa orðið geðsjúkum manni að bana með rafbyssu. Mennirnir voru ákærðir í gær. Erlent 21.9.2011 23:00 Ævisaga Assange kemur út Um þessar mundir er að koma á markað ævisaga Julian Assange, sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað WikiLeaks uppljóstrunarsíðuna. Bókin kemur út í óþökk Assange sjálfs. Útgefendur segja í samtali við BBC að Assange hafi skrifað undir samning um bókina þann 20 desember síðastliðinn. Hann hafi svo setið með rithöfundi í meira en 50 klukkustundir þar sem viðtöl við hann voru hljóðrituð. Svo ákvað Assange að hætta við. Útgefendurnir hjá Canongate Books segja að þá hafi verið ákveðið að birta bókina án samþykkis Assange og án þess að upplýsa hann um það hvenær hún kæmi út. Erlent 21.9.2011 21:25 Dómari neitar að þyrma lífi Davis Fátt virðist koma í veg fyrir að Roy Davis verði tekinn af lífi í fangelsi í Virginíufylki í kvöld. Davis hefur um tuttugu ára skeið setið á dauðadeild, grunaður um að hafa myrt lögreglumann á frívakt árið 1989. Brian Kammer, lögmaður hans, fór í dag fram á að mál hans yrði tekið upp aftur en því var hafnað. Erlent 21.9.2011 21:05 Hljómsveitin R.E.M. hætt Hljómsveitin R.E.M. er hætt eftir að hafa starfað í 31 ár. Þetta var tilkynnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í dag. Á starfsferli sínum gaf hljómsveitin út 15 plötur. Nýjasta platan, Collapse Into Now, kom út í mars á þessu ári. Tímaritið Rolling Stone segir að sögur hafi verið á kreiki um það á dögunum að hljómsveitin hefði komið saman í hljóðveri í sumar, en óvíst er hvort eitthvað kemur úr þeirri vinnu. Erlent 21.9.2011 18:06 Hvetja fólk á Íslandi til að mótmæla aftöku fanga Íslandsdeild Amnesty International hvetur fólk til að mótmæla yfirvofandi aftöku Troy Davis fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan fjögur í dag. Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni og verður tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Georgíufylki í kvöld. Erlent 21.9.2011 15:36 Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003. Erlent 21.9.2011 13:00 Nýtt Facebook kynnt á morgun - miklar breytingar í vændum Facebook mun gjörbreyta viðmóti síðunnar í þessari viku. Sumir íslenskir notendur hafa nú þegar tekið eftir einhverjum breytingum en samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla mun stærsta breytingin verða gerð á morgun. Erlent 21.9.2011 10:35 Fellibylurinn Roke ógnar Fukushima Fellibylurinn Roke stefnir nú að japönsku borginni Fukushima sem varð afar illa úti í jarðskálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið í mars síðastliðnum. Gríðarlegar rigningar fylgja fellibylnum og óttast menn að geislavirk efni gætu borist út í sjó þegar stormurinn skellur á kjarnorkuveri borgarinnar sem enn er laskað eftir flóðbylgjuna. Erlent 21.9.2011 10:21 Fundu 35 lík úti á götu í Mexíkó Að minnsta kosti 35 lík fundust í vegarkanti í gær í mexíkanska ríkinu Verakruz. Líkin fundust í tveimur flutningabílum sem lagt hafði verið nálægt verslunarmiðstöð í borginni Boca del Rio. Búið er að bera kennsl á sjö líkann og er þar um að ræða menn sem hafa langar sakaskrár. Enn er þó allt á huldu um hver stóð að baki morðunum. Erlent 21.9.2011 08:58 Fyrrverandi forseti Afganistans myrtur Afganski stjórnmálamaðurinn Burhanuddin Rabbani sem um tíma var forseti landsins var myrtur á heimili sínu í gærkvöldi þegar tveir menn fóru inn til hans og sprengdi sig í loft upp. Erlent 21.9.2011 08:08 Obama hittir Abbas í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar í dag að hitta Mahmoud Abbas á fundi í New York en þar stendur nú yfir allsherjarþing sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn ætla á föstudaginn kemur að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni neita slíkri beiðni í Öryggisráðinu. Nú keppast menn við að reyna að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma að Bandaríkjamenn beiti neitunarvaldi og á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að Abbas leggi formlegt bréf fyrir Öryggisráðið þar sem þess er óskað að ríkið verði viðurkennt sem fullgildur meðlimur. Með því að senda bréf þyrfti öryggisráðið ekki að greiða atkvæði um tillöguna heldur aðeins að ræða hana. Erlent 21.9.2011 07:57 Faldar myndavélar á snyrtingum Bandarískur karlmaður hefur stefnt Starbucks kaffihúsakeðjunni vinsælu. Ástæðan er sú að fimm ára gömul dóttir hans fann falda myndatökuvél á snyrtingu á einu kaffihúsanna í Washington. Erlent 21.9.2011 07:00 Herlífið gekk sinn vanagang Innan Bandaríkjahers kipptu sér fáir upp við að samkynhneigðum hermönnum væri á hádegi í gær loksins leyft að tala opinskátt um kynhneigð sína, þrátt fyrir margra ára deilur um afnám lygakvaðar þeirra. Erlent 21.9.2011 03:15 Sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum Nærri sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum í miðhluta Texasfylkis í Bandaríkjunum í mánuðinum. Yfirvöld telja að upphaf eldanna megi rekja til þess að tré hafi fallið á rafmagnslínur. Erlent 20.9.2011 23:33 Meira en milljón Japana flýr heimili sín Meira en milljón manns í miðhluta Japan hefur ýmist verið ráðlagt, eða skipað, að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Roke sem er að nálgast landið. Erlent 20.9.2011 21:46 Bygging hrundi á strætisvagn Betur fór en á horfðist þegar bygging á mótum 125. strætis og St. Nicholas breiðgötu í Harlem í New York hrundi á strætisvagn í dag. Þrettán manns, þar á meðal tveir lögregluþjónar, voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að minniháttar sárum sem þeir hlutu. Erlent 20.9.2011 21:27 Hollywoodstjarna handtekin Hollywoodleikarinn Tom Sizemore, sem lék í myndunum Saving Private Ryan og Black Hawk Down, var handtekinn í Los Angeles í dag. Erlent 20.9.2011 20:29 Dæmdur á skilorð fyrir að hóta Piu Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í Danmörku í dag fyrir að birta hótanir, í garð Pia Kjærsgard formanns Danska Þjóðaflokksins, á Facebook. Erlent 20.9.2011 18:30 Tekinn af lífi á fimmtudaginn Hinn 42 ára gamli Troy Davis verður tekinn af lífi með banvænni sprautu fangelsi í Georgíufylki aðfaranótt fimmtudagsins, gangi fyrirætlanir yfirvalda þar eftir. Hann var dæmdur sekur um morð í Svannah í Georgíu árið 1989. Aftökunni hefur verið frestað fjórum sinnum og það finnast ekki efnislega sannanir fyrir sekt hans. Amnesty International segjast óttast að verið sé að refsa röngum manni. Erlent 20.9.2011 17:41 Geymdi lík frænku sinnar í frysti til að fá ellilífeyrinn Fjörutíu og sjö ára gamall karlmaður frá bænum Neuhofen í Austurríki hefur játað að hafa geymt lík gamallar frænku sinnar í frysti í marga mánuði. Erlent 20.9.2011 14:45 Lestarslys í Þýskalandi - 50 slasaðir Um fimmtíu manns slösuðust þegar lest fór út af sporinu í austuhluta Þýskalands í dag. Slysið varð með þeim hætti að lestin rakst á bifreið sem hentist á teinana þegar annar bíll ók á hana. Bílstjórinn náði að forða sér áður en lestin skall á bílnum af fullu afli. Þrír lestarvagnar fóru á hliðina og eru níu alvarlega slasaðir. Hinir farþegarnir slösuðust minna. Erlent 20.9.2011 13:49 Leita að veggjakrotara Lögreglan í Lundúnum leitar nú að veggjakrotara sem er grunaður um að hafa krotað á hús, skóla og minnismerki um alla borgina. Tjónið er talið hlaupa á einni milljón punda, eða um 185 milljónum króna. Erlent 20.9.2011 13:38 Gaddafí segir Nato skorta úthald Bardagar standa enn yfir í Líbíu, mánuði eftir að uppreisnarmenn náðu völdum í höfuðborginni Trípólí. Uppreisnarmenn segjast nú hafa náð á sitt vald hluta borgarinnar Sabha, sem er eitt af síðustu vígjum stuðningsmanna Gaddafís fyrrverandi einræðisherra. Hann sendi frá sér ávarp í morgun. Erlent 20.9.2011 13:34 Tölvuþrjótar réðust á japanskan vopnaframleiðanda Japanski vopnaframleiðandinn Mitsubishi varð fyrir árás tölvuþrjóta á dögunum samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þrjótana ekki hafa komist í viðkvæmar upplýsingar. Erlent 20.9.2011 13:24 « ‹ ›
Gervihnöttur á leið til jarðar - myndband Myndband náðist af bandarískum gervihnettinum fyrir ofan Frakkland þegar hann brann upp í lofthjúpi jarðar um miðjan mánuðinn. Áætlað er að gervihnötturinn muni lenda á jörðinni þann 24. september næstkomandi. Erlent 22.9.2011 15:09
Fjaðrafok í fjármálaheiminum: Hlutabréf hríðfallið um allan heim Hlutabréf hafa hríðfallið í dag en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um tvö og hálft prósent og FTSE 100 vísitalan hefur fallið um meira en fimm prósent síðan fjármálamarkaðir opnuðu í dag. Erlent 22.9.2011 13:55
Sprengja sprakk í Pakistan Fimm manns fórust og þréttán slösuðust þegar að sprengja sprakk í vegarkanti á þjóðvegi nálægt þorpinu Bajur í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Talíbanar í landinu höfðu aðsetur í bænum þar til pakistanski herinn bolaði þeim burt árið 2008. Síðan þá hefur herinn sagt að uppreisnarmennirnir séu á bak og burt en þrátt fyrir það halda hryðjuverk áfram á svæðinu í kringum þorpið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni í morgun. Erlent 22.9.2011 13:36
Messar yfir 70 þúsund manns í Berlín Benedikt sextándi páfi er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hann mun ferðast víðsvegar um landið og ræða við kaþólika en um 25 milljónir íbúa Þýskalands eru kaþólikar. Erlent 22.9.2011 11:14
Troy Davis tekinn af lífi í Georgíu þrátt fyrir allt Troy Davis sem dæmdur hafði verið fyrir morð á lögreglumanni í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1989 var tekinn af lífi í gærkvöldi. Aftökunni var frestað á elleftu stundu í gærkvöldi, en aðeins um nokkra klukkutíma og fregnir af því að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði skorist í leikinn voru ekki á rökum reistar. Árið 1991 var Davis dæmdur til dauða en efasemdir hafa komið upp um framburð vitna og mörg þeirra höfðu raunar dregið frásagnir sínar til baka eftir að dómurinn var kveðinn upp. Davis sjálfur hélt ætíð fram sakleysi sínu. Erlent 22.9.2011 06:00
Aftökunni frestað á elleftu stundu Aftöku Troy Davis, sem fara átti fram nú í kvöld, í fangelsi í Virginíu í Bandaríkjunum var frestað á elleftu stundu. Ástæðan er sú að Hæstiréttur í Bandaríkjunum ákvað að taka sér frest til þess að skoða betur hvort taka ætti upp mál Davis að nýju. Erlent 21.9.2011 23:57
Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Tveir lögregluþjónar í borginni Fullerton í Kaliforníu gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að hafa orðið geðsjúkum manni að bana með rafbyssu. Mennirnir voru ákærðir í gær. Erlent 21.9.2011 23:00
Ævisaga Assange kemur út Um þessar mundir er að koma á markað ævisaga Julian Assange, sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað WikiLeaks uppljóstrunarsíðuna. Bókin kemur út í óþökk Assange sjálfs. Útgefendur segja í samtali við BBC að Assange hafi skrifað undir samning um bókina þann 20 desember síðastliðinn. Hann hafi svo setið með rithöfundi í meira en 50 klukkustundir þar sem viðtöl við hann voru hljóðrituð. Svo ákvað Assange að hætta við. Útgefendurnir hjá Canongate Books segja að þá hafi verið ákveðið að birta bókina án samþykkis Assange og án þess að upplýsa hann um það hvenær hún kæmi út. Erlent 21.9.2011 21:25
Dómari neitar að þyrma lífi Davis Fátt virðist koma í veg fyrir að Roy Davis verði tekinn af lífi í fangelsi í Virginíufylki í kvöld. Davis hefur um tuttugu ára skeið setið á dauðadeild, grunaður um að hafa myrt lögreglumann á frívakt árið 1989. Brian Kammer, lögmaður hans, fór í dag fram á að mál hans yrði tekið upp aftur en því var hafnað. Erlent 21.9.2011 21:05
Hljómsveitin R.E.M. hætt Hljómsveitin R.E.M. er hætt eftir að hafa starfað í 31 ár. Þetta var tilkynnt á vefsíðu hljómsveitarinnar í dag. Á starfsferli sínum gaf hljómsveitin út 15 plötur. Nýjasta platan, Collapse Into Now, kom út í mars á þessu ári. Tímaritið Rolling Stone segir að sögur hafi verið á kreiki um það á dögunum að hljómsveitin hefði komið saman í hljóðveri í sumar, en óvíst er hvort eitthvað kemur úr þeirri vinnu. Erlent 21.9.2011 18:06
Hvetja fólk á Íslandi til að mótmæla aftöku fanga Íslandsdeild Amnesty International hvetur fólk til að mótmæla yfirvofandi aftöku Troy Davis fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan fjögur í dag. Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni og verður tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Georgíufylki í kvöld. Erlent 21.9.2011 15:36
Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003. Erlent 21.9.2011 13:00
Nýtt Facebook kynnt á morgun - miklar breytingar í vændum Facebook mun gjörbreyta viðmóti síðunnar í þessari viku. Sumir íslenskir notendur hafa nú þegar tekið eftir einhverjum breytingum en samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla mun stærsta breytingin verða gerð á morgun. Erlent 21.9.2011 10:35
Fellibylurinn Roke ógnar Fukushima Fellibylurinn Roke stefnir nú að japönsku borginni Fukushima sem varð afar illa úti í jarðskálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið í mars síðastliðnum. Gríðarlegar rigningar fylgja fellibylnum og óttast menn að geislavirk efni gætu borist út í sjó þegar stormurinn skellur á kjarnorkuveri borgarinnar sem enn er laskað eftir flóðbylgjuna. Erlent 21.9.2011 10:21
Fundu 35 lík úti á götu í Mexíkó Að minnsta kosti 35 lík fundust í vegarkanti í gær í mexíkanska ríkinu Verakruz. Líkin fundust í tveimur flutningabílum sem lagt hafði verið nálægt verslunarmiðstöð í borginni Boca del Rio. Búið er að bera kennsl á sjö líkann og er þar um að ræða menn sem hafa langar sakaskrár. Enn er þó allt á huldu um hver stóð að baki morðunum. Erlent 21.9.2011 08:58
Fyrrverandi forseti Afganistans myrtur Afganski stjórnmálamaðurinn Burhanuddin Rabbani sem um tíma var forseti landsins var myrtur á heimili sínu í gærkvöldi þegar tveir menn fóru inn til hans og sprengdi sig í loft upp. Erlent 21.9.2011 08:08
Obama hittir Abbas í dag Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar í dag að hitta Mahmoud Abbas á fundi í New York en þar stendur nú yfir allsherjarþing sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn ætla á föstudaginn kemur að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni neita slíkri beiðni í Öryggisráðinu. Nú keppast menn við að reyna að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma að Bandaríkjamenn beiti neitunarvaldi og á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að Abbas leggi formlegt bréf fyrir Öryggisráðið þar sem þess er óskað að ríkið verði viðurkennt sem fullgildur meðlimur. Með því að senda bréf þyrfti öryggisráðið ekki að greiða atkvæði um tillöguna heldur aðeins að ræða hana. Erlent 21.9.2011 07:57
Faldar myndavélar á snyrtingum Bandarískur karlmaður hefur stefnt Starbucks kaffihúsakeðjunni vinsælu. Ástæðan er sú að fimm ára gömul dóttir hans fann falda myndatökuvél á snyrtingu á einu kaffihúsanna í Washington. Erlent 21.9.2011 07:00
Herlífið gekk sinn vanagang Innan Bandaríkjahers kipptu sér fáir upp við að samkynhneigðum hermönnum væri á hádegi í gær loksins leyft að tala opinskátt um kynhneigð sína, þrátt fyrir margra ára deilur um afnám lygakvaðar þeirra. Erlent 21.9.2011 03:15
Sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum Nærri sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum í miðhluta Texasfylkis í Bandaríkjunum í mánuðinum. Yfirvöld telja að upphaf eldanna megi rekja til þess að tré hafi fallið á rafmagnslínur. Erlent 20.9.2011 23:33
Meira en milljón Japana flýr heimili sín Meira en milljón manns í miðhluta Japan hefur ýmist verið ráðlagt, eða skipað, að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Roke sem er að nálgast landið. Erlent 20.9.2011 21:46
Bygging hrundi á strætisvagn Betur fór en á horfðist þegar bygging á mótum 125. strætis og St. Nicholas breiðgötu í Harlem í New York hrundi á strætisvagn í dag. Þrettán manns, þar á meðal tveir lögregluþjónar, voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að minniháttar sárum sem þeir hlutu. Erlent 20.9.2011 21:27
Hollywoodstjarna handtekin Hollywoodleikarinn Tom Sizemore, sem lék í myndunum Saving Private Ryan og Black Hawk Down, var handtekinn í Los Angeles í dag. Erlent 20.9.2011 20:29
Dæmdur á skilorð fyrir að hóta Piu Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í Danmörku í dag fyrir að birta hótanir, í garð Pia Kjærsgard formanns Danska Þjóðaflokksins, á Facebook. Erlent 20.9.2011 18:30
Tekinn af lífi á fimmtudaginn Hinn 42 ára gamli Troy Davis verður tekinn af lífi með banvænni sprautu fangelsi í Georgíufylki aðfaranótt fimmtudagsins, gangi fyrirætlanir yfirvalda þar eftir. Hann var dæmdur sekur um morð í Svannah í Georgíu árið 1989. Aftökunni hefur verið frestað fjórum sinnum og það finnast ekki efnislega sannanir fyrir sekt hans. Amnesty International segjast óttast að verið sé að refsa röngum manni. Erlent 20.9.2011 17:41
Geymdi lík frænku sinnar í frysti til að fá ellilífeyrinn Fjörutíu og sjö ára gamall karlmaður frá bænum Neuhofen í Austurríki hefur játað að hafa geymt lík gamallar frænku sinnar í frysti í marga mánuði. Erlent 20.9.2011 14:45
Lestarslys í Þýskalandi - 50 slasaðir Um fimmtíu manns slösuðust þegar lest fór út af sporinu í austuhluta Þýskalands í dag. Slysið varð með þeim hætti að lestin rakst á bifreið sem hentist á teinana þegar annar bíll ók á hana. Bílstjórinn náði að forða sér áður en lestin skall á bílnum af fullu afli. Þrír lestarvagnar fóru á hliðina og eru níu alvarlega slasaðir. Hinir farþegarnir slösuðust minna. Erlent 20.9.2011 13:49
Leita að veggjakrotara Lögreglan í Lundúnum leitar nú að veggjakrotara sem er grunaður um að hafa krotað á hús, skóla og minnismerki um alla borgina. Tjónið er talið hlaupa á einni milljón punda, eða um 185 milljónum króna. Erlent 20.9.2011 13:38
Gaddafí segir Nato skorta úthald Bardagar standa enn yfir í Líbíu, mánuði eftir að uppreisnarmenn náðu völdum í höfuðborginni Trípólí. Uppreisnarmenn segjast nú hafa náð á sitt vald hluta borgarinnar Sabha, sem er eitt af síðustu vígjum stuðningsmanna Gaddafís fyrrverandi einræðisherra. Hann sendi frá sér ávarp í morgun. Erlent 20.9.2011 13:34
Tölvuþrjótar réðust á japanskan vopnaframleiðanda Japanski vopnaframleiðandinn Mitsubishi varð fyrir árás tölvuþrjóta á dögunum samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þrjótana ekki hafa komist í viðkvæmar upplýsingar. Erlent 20.9.2011 13:24