Erlent

Lestarslys í Þýskalandi - 50 slasaðir

Þrír lestarvagnar fóru á hliðina og eru níu alvarlega slasaðir.
Þrír lestarvagnar fóru á hliðina og eru níu alvarlega slasaðir. Mynd/AP
Um fimmtíu manns slösuðust þegar lest fór út af sporinu í austuhluta Þýskalands í dag. Slysið varð með þeim hætti að lestin rakst á bifreið sem hentist á teinana þegar annar bíll ók á hana. Bílstjórinn náði að forða sér áður en lestin skall á bílnum af fullu afli. Þrír lestarvagnar fóru á hliðina og eru níu alvarlega slasaðir. Hinir farþegarnir slösuðust minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×