Erlent

Geymdi lík frænku sinnar í frysti til að fá ellilífeyrinn

Fjörutíu og sjö ára gamall karlmaður frá Austurríki hefur játað að hafa geymt lík gamallar frænku sinnar í frysti í marga mánuði.

Maðurinn sagði við yfirheyrslur að hann hafi náð samkomulagi við frænku sína, áður en hún lést í júní síðastliðnum 88 ára að aldri, að hann skildi geyma líkið til þess að fá ellilífeyrisbætur hennar áfram greiddar.

Hann tjáði jafnframt lögreglumönnum að frænkan hefði látist af eðlilegum orsökum en saksóknari í málinu hefur farið fram á að krufning fari fram. Maðurinn er nú í haldi lögreglu.

Líkið fannst eftir að ættingjar mannsins og konunnar grunuðu að ekki væri allt með felldu á heimili mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×