Erlent

Leita að veggjakrotara

Eitt af (skemmdar)verkum Zerkz
Eitt af (skemmdar)verkum Zerkz
Lögreglan í Lundúnum leitar nú að veggjakrotara sem er grunaður um að hafa krotað á hús, skóla og minnismerki um alla borgina. Tjónið er talið hlaupa á einni milljón punda, eða um 185 milljónum króna.

Veggjakrotarinn spreyjar alltaf sama einkennismerkinu en á því stendur ZERX og hefur hann aðallega krotað á byggingar í Norðurhluta Lundúna og í Westminster-hverfinu.

Lögreglan handtók tuttugu og eins árs gamlan pilt í janúar á þessu ári, grunaðan um að vera á bakvið skemmdarverkin, en sleppti honum vegna skort á sönnunargögnum.

Síðan þá hefur hinn dularfulli veggjakortari haldið áfram að korta um alla borgina og biður lögreglan nú íbúa borgarinnar að hafa augun opin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×