Erlent

Bygging hrundi á strætisvagn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Byggingin hrundi í dag.
Byggingin hrundi í dag. Mynd/ AFP.
Betur fór en á horfðist þegar bygging á mótum 125. strætis og St. Nicholas breiðgötu í Harlem í New York hrundi á strætisvagn í dag. Þrettán manns, þar á meðal tveir lögregluþjónar, voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að minniháttar sárum sem þeir hlutu.

Þrjátíu manns voru í strætisvagninum þegar slysið varð. Af þeim sem voru fluttir á spítala voru níu í strætisvagninum en fjórir stóðu á götunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×