Erlent

Hollywoodstjarna handtekin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tom Sizemore var handtekinn í dag fyrir fíkniefnalagabrot.
Tom Sizemore var handtekinn í dag fyrir fíkniefnalagabrot. Mynd/ AFP.
Hollywoodleikarinn Tom Sizemore, sem lék í myndunum Saving Private Ryan og Black Hawk Down, var handtekinn í Los Angeles í dag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sizemore kemst í kast við lögin, samkvæmt frásögn AFP fréttastofunnar. Hann var fangelsaður árið 2007 eftir að hafa rofið skilorð. Sizemore var látinn laus nokkrum klukkustundum eftir að hann var fangelsaður gegn greiðslu 25 þúsund dala tryggingagjalds.

Talsmaður lögreglunnar í Los Angeles segir að Sizemore hafi verið handtekinn vegna fíkniefnabrota. Engar aðrar upplýsingar voru gefnar um handtökuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×