Erlent

Tölvuþrjótar réðust á japanskan vopnaframleiðanda

Flugskeyti skotið á loft. Þrjótarnir komust ekki í mikilvæg gögn að sögn vopnaframleiðandans.
Flugskeyti skotið á loft. Þrjótarnir komust ekki í mikilvæg gögn að sögn vopnaframleiðandans.
Japanski vopnaframleiðandinn Mitsubishi varð fyrir árás tölvuþrjóta á dögunum samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þrjótana ekki hafa komist í viðkvæmar upplýsingar.

Þrjótarnir freistuðust til þess að komast í gögn um flugskeyti, kafbáta og kjarnorkuver. Ráðist var á áttatíu netþjóna og var árásin umfangsmikil.

Varnamálaráðherra Japans hefur skipað forsvarsmönnum fyrirtækisins að rannsaka málið til fulls.

Vopnaframleiðandinn er verktaki fyrir japanska ríkið en starfsmenn hins opinbera voru reiðir út í forsvarsmenn vopnaframleiðandans þar sem þeir fréttu fyrst af árásinni í japönskum fjölmiðlum. Ekki er vitað hverjir voru að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×