Erlent

Perry og Romney leiða hópinn

Eftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni.

Erlent

Gleypti óvart hálsfesti frá kærastanum

Tuttugu og tveggja ára gömul kínversk kona gleypti óvænta gjöf frá kærastanum. Kærastinn hafði falið hálsfesti í bollaköku. Kærastan tók ekki eftir hálsfestinni, sem kostaði kærastann rúmlega níutíu þúsund íslenskar krónur.

Erlent

Vilja banna nærfataauglýsingu með Gisele Bündchen

Brasilísk yfirvöld eru ekki sátt við nýja nærfataauglýsingu ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen. Lagt er til að auglýsingin, sem var frumsýnd þann 20. september í Brasilíu, verði bönnuð vegna misvísandi skilaboða.

Erlent

Hægt að vinna lýtaaðgerðir í spilavíti

Spilavíti í Atlanta hefur ákveðið að bregða út af vananum og verðlauna fjárhættuspilara með nýstárlegum vinningi. Þannig verður einn fjárhættuspilari dreginn úr potti þann 29. október næstkomandi og fær hann 25 þúsund dollara til þess að eyða í lýtaaðgerðir.

Erlent

Þriðji mesti olíufundur í sögu Noregs

Gríðarstórar nýjar olíulindir hafa fundist í Norðursjó og er þetta talinn þriðji mesti olíufundur í sögu Noregs. Nýju olíulindirnar eru um 140 kílómetra vestur af Stafangri á svæðum sem kallast Avaldsnes og Aldous.

Erlent

Verst að búa í Bretlandi

Bretland er versta Evrópulandið til að búa í samkvæmt rannsókn sem vefsíðan uSwitch stóð fyrir. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu í Bretlandi væru nú að íhuga að flytja úr landi.

Erlent

Merkel gagnrýnir Netanyahu

Angela Merkel segir að ákvörðun Ísraelsmanna um að reisa fleiri byggingar í austur-Jerúsalem vekja spurningar um hvort að yfirvöld þar í landi séu yfir höfuð reiðubúin til að komast að samkomulagi við Palestínu.

Erlent

Urban OS mun stjórna taugakerfi stóborgarinnar

Vísindamenn telja að stórborg framtíðarinnar muni stjórna sér sjálf og geti fylgst náið með þegnum sínum. Steve Lewis stjórnar hugbúnaðarþróun hjá fyrirtækinu Living PlanIT. Stýrikerfið kallast Urban OS og verið er að setja upp fyrstu útgáfu þess í Portúgal.

Erlent

Keisaraskurður á kirkjugólfinu

Þunguð kona var skotin til bana í Sankti Maríu kirkjunni í Madrid í dag. Læknar þurftu að framkvæma keisaraskurð á kirkjugólfinu. Konan lést samstundis en læknum tókst að draga barnið úr kvið konunnar stuttu eftir. Það þurfti svo hjartanudd til að vekja barnið til lífsins.

Erlent

Miðaldra maður tók skólastrák kverkataki

Miðaldra maður í Plymouth, Mark Bradford, var handtekinn fyrr dag eftir að hafa tekið 13 ára dreng kverkataki. Hinn 46 ára gamli Bradford segist hafa ráðist á drenginn í stundarbrjálæði. Ástæða árásarinnar var tölvuleikurinn Call of Duty. Bradford sturlaðist eftir að skólastrákurinn hafði drepið hann ítrekað í leiknum og gert grín af honum.

Erlent

Kongómaður vill Tinna úr verslunum

Kongómaðurinn Mbutu Mondondo hefur farið fram á við dómstóla í Brussel að hin víðfræga teiknimyndabók Herges, Tinni í Kongó, verði tekinn úr umferð. Ástæðan fyrir þessu liggur í birtingarmynd Afríkubúa í bókinni sem Mondondo telur vera hlaðna kynþáttafordómum. Tinni í Kongó var gefin út árið 1931 og í seinni útgáfum hefur fordómafullt orðabragð verið lagað. Í enskri útgáfu bókarinnar er varað við efnistökunum og minnt á að mikilvægt sé að sjá verkið í ljósi útgáfutíma síns.

Erlent

Mótmælt á Tahrir torgi

Þúsundir mótmælenda er enn á ný samankomnir á Tahrir torgi í Kaíró. Aðgerðasinnarnir krefast þess að herstjórnin komi völdum til fólksins. Enn fremur er farið fram á að yfirvöld taka úr gildi neyðarlög sem Hosni Mubarak kom á meðan byltingunni stóð. Lögin gefa lögreglunni nær ótakmarkað vald til að berja aftur mótmælendur.

Erlent

Veðurblíða á Englandi

Veðrið hefur leikið við breta síðustu daga og nú er talið að dagurinn í dag verði sá heitasti hingað til. Það er hins vegar morgundagurinn sem flestir bíða eftir en búist er við að hitinn muni fara yfir 29.4 gráður og þar með slá hitametið frá 1984. Afar sjaldgæft er að hitinn í Englandi sé svo nálægt 30 gráðum. Veðurblíðan mun að öllum líkindum haldast fram yfir helgi og eitthvað inn í næstu viku.

Erlent

Japanir hanna sína eigin Örk

Japanskt fyrirtæki kynnti í dag björgunarhylki sem ætlað er til að bjarga mannslífum þegar fljóðbylgja skellur á ströndum landsins. Hylkið rúmar fjóra einstaklinga og er málað áberandi gulum lit svo að auðvelt sé að finna það. Við fyrstu sýn lítur hylkið út eins og risavaxinn tennisbolti. Hylkið er kallað Örkin. Talsmenn fyrirtækisins tóku fram að Örkina má einnig nota sem leiktæki fyrir börn.

Erlent

Skotárás í London

Þrjár stúlkur á aldrinum 17-19 ára særðust í skotárás í Londoní gær. Árásin átti sér stað í Kensington í vesturhluta borgarinnar. Talið er að skotið hafi verið úr bíl á stúlkurnar þar sem þær stóðu við götuna. Ein stúlknanna var flutt til aðhlynningar í sjúkrabíl, en hinar tvær komu sér sjálfar á spítalann. Árásin hefur vakið mikinn óhug í Londonog er hún áminning um þá miklu hörku sem undirheimar borgarinnar einkennast af.

Erlent

Lífverði Jacksons var skipað að fela lyfjaglösin

Réttarhöldin yfir einkalækni poppgoðsins Michael Jacksons standa nú sem hæst. Conrad Murray hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en Jackson lést af völdum of stórs lyfjaskammts á heimili sínu í Kalíforníu í júní 2009. Lífvörður Jacksons kom fyrir réttinn í gær sem vitni og lýsti því hvernig Murray hafi skipað honum að fela lyfjaglös sem voru í svefnherbergi Jacksons áður en hann hringdi á sjúkrabíl.

Erlent

Dylan sakaður um höfundarréttarbrot

Þjóðlagatónlistarmaðurinn Bob Dylan stendur í ströngu þessa dagana. Fyrr í vikunni opnaði hann sýningu á málverkum sínum í New York. Dylan sagði verkin vera innblásin af upplifunum sínum af Asíu og framandi menningarheimum. En gagnrýnendur tóku fljótt eftir því sum verkin svipuðu mjög til verka þekktra ljósmyndara.

Erlent

Medvedev lofar löglegum kosningum

Forseti Rússlands, Dmitry Medvedev, sagði í viðtali fyrir stuttu að það væri rússneska þjóðin sem hefði lokaorðið í forsetakosningunum á næsta ári. Talsverðar áhyggjar eru meðal fólks að atkvæði þeirra hafi lítil áhrif í pólitísku landslagi þar sem einn flokkur hefur verið við völd í tíu ár - einmitt flokkur Vladimir Putin, Sameinað Rússland.

Erlent

Háttsettur stjórnandi Al-Qaeda drepinn

Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytinu í Jemen kemur fram að Anwar al-Awlaki hafi fallið í loftárás nú fyrir stuttu. Awlaki var hátt settur meðlimu Al-Qaeda og var efstur lista Bandaríkjanna um eftirlýsta hryðuverkamenn. Loftárásin átti sér stað í austurhluta Jemen.

Erlent

Yfirvöld í Myanmar hlusta á mótmælendur

Yfirvöld í Myanmar ákváðu fyrir stuttu að fresta byggingu á vatnsaflsvirkjun þar í landi. Ákvörðunin var tekin eftir kröftugar mótbárur almennings. Mótmæli af þessum toga eru afar sjaldgæf í Myanmar. Talið er að íbúar landsins séu nú fyrsta að kynnast því hversu langt frelsi þeirra nær, en núverandi ríkisstjórn Myanmar er nær eingöngu setin af yfirmönnum herafla landsins.

Erlent

Papandreu reynir að sannfæra Evrópumenn

Georg Papandreu forsætisráðherra Grikklands heldur áfram að reyna sannfæra ráðamenn í Evrópu um að þjóð hans geti tekist á við hinn mikla niðurskurð sem nauðsynlegur er talinn til að Grikkir fái frekari lánafyrirgreiðslu.

Erlent

Vítisenglar: Samtals dæmdir í 130 ára fangelsi

15 menn sem allir tengjast Vítisenglum í Danmörku voru í gær dæmdir í samtals 130 ára fangelsi. Einna þyngsta dóminn fékk Brian Sandberg, einn leiðtoga Vítisengla í landinu en hann var dæmdur í tæplega tólf ára fangelsi fyrir morðtilraun og fyrir að skipa öðrum að fremja morð.

Erlent

Þjóðverjar ætla að vera með

Þýska þingið samþykkti í gærmorgun hlutdeild Þýskalands í stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, sem á að styrkja stöðugleika evrunnar með því að koma nauðstöddum evruríkjum til hjálpar.

Erlent

Himnahöllin á braut um jörðu

Eldflaug sem bar fyrsta hluta kínverskrar geimstöðvar út í geim var skotið á loft frá Góbí-eyðimörkinni í gær. Geimstöðin, sem nefnd hefur verið Himnahöllin, verður ómönnuð til að byrja með en til stendur að senda geimfara um borð á næsta ári.

Erlent

Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni

„Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar.

Erlent

Dætur Mandela í raunveruleikaþætti

Verið að skipuleggja raunveruleika-sjónvarpsþátt um Mandela fjölskylduna. Nánar tiltekið verður fylgst með dætrum Mandela og ríkmannlegu lífi þeirra í Höfðaborg. Dæturnar þrjár fluttust allar erlendis til að stunda nám en núna eru þær snúnar aftur. Framleiðendur þáttarins telja þetta frábært tækifæri fyrir íbúa Suður-Afríku til að kynnast raunverulegum sjálfstæðum konum. Þetta er hin nýja Afríka segja framleiðendurnir.

Erlent

Interpol eltir son Gaddafi

Hin tímabundna ríkisstjórn Líbíu hefur beðið Interpol um setja út alþjóðlega handtökuheimild á hendur Saadi, sem er einn af sonum Muammars Gaddafi. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í Líbíu hafa biðlað til Interpol en áður hafði stofnunin sett fyrrum einræðisherrann, elsta son hans og arftaka Saif al-Islam og fyrrum hernaðarráðgjafa Gadaffi, Abdullah al-Senussi, á sérstakan lista yfir ódæðismenn.

Erlent