Erlent

Hetja mætir fyrir rétt í Seattle

Réttað verður í máli Benjamin Francis Fodor í Seattle á morgun. Bandaríkjamaðurinn er sakaður um að hafa ráðist á hóp fólks með piparúða. Síðustu mánuði hefur Fodor ferðast um dimm stræti Seattle borgar og stöðvað smáglæpamenn - hann kallar sig Phoenix Jones.

Erlent

Hryðjuverkamaður játar

Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab játaði í dag að hafa reynt að sprengja upp flugvél á leið til Bandaríkjanna. Atvikið átti sér stað á Jóladag árið 2009. Abdulmutallab hafði komið fyrir sprengju í nærbuxum sínum og ætlaði hann að granda flugvélinni áður en hún lenti í Boston.

Erlent

Berlusconi mun fara fram á traustsyfirlýsingu

Talið er að ríkisstjórn Ítalíu muni bregðast við ummælum Giorgio Napolitano, forseta landsins, á morgun. Forsetinn gagnrýndi stjórnarhætti ríkisstjórnar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Erlent

Hillary Clinton hlakkar til að hætta

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að yfirgefa embætti sitt á næsta ári. Clinton sagðist þrá ró og næði, í núverandi starfi sínu sé slíkur munaður ekki til staðar.

Erlent

Mikið atvinnuleysi í Bretlandi

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist vera afar vonsvikinn með nýjustu atvinnuleysistölur. Þær sýna 8.1% atvinnuleysi í Bretlandi. Hlutfallið hefur ekki verið jafn hátt í 17 ár.

Erlent

Þýskir hryðjuverkamenn kenna sig við Heklu

Þýska lögreglan kom í gær í veg fyrir árás á lestarteina í austur Berlín í gær. Sprengjum hafði verið komið fyrir á þremur stöðum á teinunum en starfsmaður lestakerfisins fann þær áður en þær sprungu og tókst lögreglu að aftengja þær í tíma. Þetta er í þriðja sinn á tveimur dögum sem gerðar eru tilraunir til að gera árásir á lestarkerfið í höfuðborg Þýskalands og röskuðust samgöngur í borginni í tvo tíma vegna málsins.

Erlent

iOs 5 uppfærslan kemur í dag

Nýjasta stýrikerfis uppfærsla Apple lendir í dag. Uppfærslan, sem kallast iOs 5, hefur fengið góðar viðtökur og fagna notendur hinum 200 nýju möguleikum sem stýrikerfið býður upp á.

Erlent

Forseti Ítalíu gagnrýnir ríkisstjórn Berlusconi

Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum varðandi hæfni ríkisstjórnar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra. Napolitano velti því fyrir sér hvort að stjórn landsins geti tekist á við erfitt efnahagsástand Ítalíu.

Erlent

Beblawi dregur afsögn til baka

Hazem el-Beblawi, fjármálaráðherra Egyptalands, hefur dregið til baka afsögn sína. Í gær tilkynnti hann ætlun sína um að segja stöðu sinni lausri, gerði hann þetta í mótmælaskyni við meðhöndlun herstjórnar Egyptalands vegna mótmæla á sunnudaginn þar sem 25 manns létu lífið.

Erlent

Mannskæðar árásir í Bagdad

23 hafa látist í röð sprengjuárása í Bagdad í dag. Árásirnar beindust aðallega að byggingum og starfsmönnum lögreglunnar í borginni.

Erlent

Snjómaðurinn ógurlegi er í Síberíu

Hópur vísindamanna kom saman í Kemerovo í Síberíu í síðustu viku. Markmiðið var að rannsaka nýjar vísbendingar sem komið hafa fram sem varpa nýju ljósi á hugsanlega tilvist snjómannsins ógurlega. Vísindamennirnir sögðust hafa fundið fótsport og hugsanlegt greni dýrsins, ásamt því að finna mikið af hárum.

Erlent

Fangaskipti hjá Ísraelsmönnum og Hamas

Stjórnvöld í Ísrael og Hamas samtökin hafa komist að samkomulagi um fangaskipti. Þau fela í sér að 1.000 palistínskir fangar verða látnir lausir úr fangelsum í Ísrael í skiptum fyrir einn ísraelskan hermann.

Erlent

Réttarhöldin sögð pólitískar ofsóknir

Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009.

Erlent

Þurftu að flytja tólf "uppvakninga“ á spítala

Sjúkraflutningamenn í Toronto rak í rogastans í dag þegar þeir komu á slysstað. Þar höfðu sextán uppvakningar fallið af háum palli og slasast nokkuð við fallið. Verið var að kvikmynda fimmtu "Resident Evil“ myndina þegar óhappið átti sér stað.

Erlent

Bauð upp á hassköku í jarðaförinni - þrír enduðu á spítala

Þrennt var flutt með hraði á sjúkrahús eftir að þau borðuðu það sem þau töldu vera skúffuköku í erfidrykkju í Suður Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tvær rúmlega sjötugar konur og rúmlega áttræður karlmaður kvörtuðu undan svima og ógleði og var sjúkrabíll kallaður til.

Erlent

Berklatilfellum fækkar

Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur berklatilfellum fækkað í fyrsta sinn. Tölur sína að dauðsföllum af völdum berkla hafa einnig fækkað og er þá sérstaklega litið til Kína, Brasilíu, Kenía og Tansaníu, en þar hafa aðgerðir skilað miklum árangri.

Erlent