Erlent

Berklatilfellum fækkar

mynd/AFP
Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur berklatilfellum fækkað í fyrsta sinn. Tölur sína að dauðsföllum af völdum berkla hafa einnig fækkað og er þá sérstaklega litið til Kína, Brasilíu, Kenía og Tansaníu, en þar hafa aðgerðir skilað miklum árangri.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, sagði árangurinn vera stórfenglegann en lagði þó áherslu á að langt væri í land og að nú væri ekki rétti tíminn fyrir andvaraleysi eða sjálfsánægju..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×