Erlent

Forseti Ítalíu gagnrýnir ríkisstjórn Berlusconi

Yfirlýsing forsetans þykir óvanalega pólitísk.
Yfirlýsing forsetans þykir óvanalega pólitísk. mynd/AFP
Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum varðandi hæfni ríkisstjórnar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra. Napolitano velti því fyrir sér hvort að stjórn landsins geti tekist á við erfitt efnahagsástand Ítalíu.

Í yfirlýsingu frá forsetaembættinu sagði Napolitano að einmitt núna þurfi löggjafarvald Ítalíu að vera í sínu besta formi. Það sé hins vegar ekki svo. Spenna innan ríkisstjórnarinnar kæmi í veg fyrir að nauðsynlegar umbætur yrðu að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×