Erlent

Umræðan um hæð Sarkozy blossar upp að nýju

Mynd/AP
Umræða um hæð Nicolas Sarkozy forseta Frakklands hefur blossað upp að nýju í Frakklandi en málið þykir afar viðkvæmt fyrir forsetann.

Umræðan um hæð Sarkozy blossaði upp að nýju eftir að belgísk stjónvarpsstöð birti frétt um að í nýlegri heimsókn forsetans í verksmiðju í Normandí hefði starfsfólkið sem stóð að baki forsetanum undir ræðu hans verið valið með því markmiði að það væri jafnhátt eða lægra en forsetinn.

Einn viðstaddra viðurkenndi að aðstoðarmenn forsetans hefðu valið hana sérstaklega vegna þess hve lágvaxin hún var. Sarkozy er aðeins 165 sentimetrar á hæð og þar með þremur sentimetrum lægri en Napóleon var.

Í gegnum tíðina hafa aðstoðarmenn forsetans beitt ýmsum brögðum við að fela það fyrir umheiminum hversu lágvaxinn forsetinn er, m.a. hefur forsetinn komið fram í skóm með háum hælum við opinber tækifæri.

Þá hafa franskir fjölmiðlar tekið eftir því að Carla Bruni, eiginkona Sarkozy, er ætíð í flatbotna skóm þegar þau koma fram saman en Bruni er stæðileg kona. Talsmaður Sarkozy segir að umræðan um hæð forsetans sé fáránleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×