Erlent

Fangaskipti hjá Ísraelsmönnum og Hamas

Stjórnvöld í Ísrael og Hamas samtökin hafa komist að samkomulagi um fangaskipti. Þau fela í sér að 1.000 palistínskir fangar verða látnir lausir úr fangelsum í Ísrael í skiptum fyrir einn ísraelskan hermann.

Hermaðurinn sem hér um ræðir heitir Gilad Shalit og hefur verið í haldi Hamas um fimm ára skeið. Hann var aðeins 19 ára gamall árið 2006 þegar hann var tekinn til fanga. Bæði Ísraelsmenn og Hamas liðar hafa lýst yfir ánægju sinni með samkomulagið að því er segir í The New York Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×