Erlent

Snjómaðurinn ógurlegi er í Síberíu

Margir segjast hafa séð Snjómanninn ógurlega en sannanir eru af skornum skammti.
Margir segjast hafa séð Snjómanninn ógurlega en sannanir eru af skornum skammti. mynd/AFP
Í síðustu viku kom hópur vísindamanna saman í Kemerovo í Síberíu. Markmiðið var að rannsaka nýjar vísbendingar sem komið hafa fram sem varpa nýju ljósi á hugsanlega tilvist snjómannsins ógurlega. Vísindamennirnir sögðust hafa fundið fótspor og hugsanlegt greni dýrsins, ásamt því að finna mikið af hárum.

Þeir sögðust vera 95% vissir um að snjómaðurinn sé til og sé í Kemerovo héraðinu.

Sérfræðingar eru þó varhuga um niðurstöður vísindamanna í Kemerovo, enda finnast fótspor og önnur ummerki snjómannsins nær vikulega. Venjulega sé um gabb að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×