Erlent

Slóvakía hafnaði stækkun stöðugleikasjóðs ESB

Þing Slóvakíu hafnaði í gærkvöldi tillögu um að stækka svokallaðan stöðugleikasjóð Evrópusambandsins.

Við þessu var búist þar sem þingmenn eins stjórnarflokksins höfðu boðað hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni. Reiknað er með að Iveta Radicova forsætisráðherra landsins muni leita til stjórnarandstöðunnar um stuðning við tillöguna sem verður borin aftur upp til atkvæða á næstu dögum.

Stjórnarandstaðan mun vera tilbúin að samþykkja stækkun sjóðsins gegn því að Radicova boði til nýrra þingkosninga fljótlega. Slóvakía er eina landið af evruríkjunum 17 sem á eftir að samþykkja stækkun stöðuleikasjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×