Erlent

Segist nú hafa mismælt sig

Janne Kristiansen, fyrrverandi yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, segist hafa mismælt sig þegar hún fullyrti á miðvikudag að norskir njósnarar væru að störfum í Pakistan. Hún hafi eingöngu átt við tengilið lögreglunnar.

Erlent

Sega kynnir klósett-tölvuleik

Fyrirtækið SEGA kynnti tölvuleikinn "Toylets“ í Bretlandi í dag. Leikurinn er því miður aðeins fyrir karlmenn enda er hann hannaður fyrir pissuskálar.

Erlent

Dæmdur til dauða í Íran

Íranskur tölvunarfræðingur hefur verið dæmdur til dauða en hann var fundinn sekur um að hafa framleitt og auglýst klám.

Erlent

Megaupload lokað

Bandaríska alríkislögreglan lokaði í dag skráarskiptasíðunni Megaupload. Síðan hafði rúmlega 150 milljón notendur. Eigendur síðunnar er sakaðir um brot á höfundarréttarlögum.

Erlent

Þrjár hákarlaárásir á þremur vikum

Ástralskur karlmaður liggur nú særður á spítala eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás. Þetta er önnur hákarlaárásin í landinu á jafnmörgum dögum og sú þriðja í þessum mánuði. Maðurinn var við köfun þegar þriggja metra tígrisháfur réðst á hann og beit hann í höndina.

Erlent

Jude Law fær milljónir í skaðabætur frá News of the World

Kvikmyndaleikarinn Jude Law og fyrrverandi ráðherrann John Prescott eru á meðal þeirra sem fengu í dag skaðabætur frá breska blaðinu News of the World vegna símahlerana. Law, fékk um 25 milljónir króna og eiginkona hans fyrrverandi Sadie Frost fékk einnig bætur en götublaðið, sem lagði upp laupana í sumar í skugga hneykslismála, birti ítrekað á árunum 2003 til 2006 nákvæmar fréttir af einkalífi þeirra hjóna. Vitneskjuna fengu blaðamennirnir með því að brjótast inn í talhólf þeirra.

Erlent

Rick Perry lýkur keppni

Ríkisstjóri Texas, Rick Perry, mun í dag greina frá því að hann sé hættur við að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum. Þetta fullyrðir CNN sjónvarpsstöðin.

Erlent

Milljarðamæringur fyrir mistök

Svo virðist sem norski maðurinn, sem vann tvisvar í sama Víkingalottóinu í gær, hafi orðið milljarðamæringur fyrir mistök. Þannig greinir norska ríkissjónvarpið frá því að maðurinn hafi ætlað að kaupa 20 raðir, eins og hann gerði alltaf, en svo uppgötvaði hann, eftir kaupin, að hann hefði fyrir mistök og keypt 21 röð.

Erlent

Þrumu lostnir yfir leikriti um Breivik

Danskt leikhús ætlar að setja upp leikverk sem byggir á stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik fjöldamorðingjans sem bar ábyrgð á voðaverkunum í Útey og í Osló í júlí síðastliðnum.

Erlent

Orban hyggst lagfæra lögin

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sent bréf til José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þar sem hann lofar því að umdeildum lögum verði breytt þannig að þau fullnægi lýðræðiskröfum Evrópusambandsins.

Erlent

Sú sem rannsakaði fjöldamorðin í Útey sagði upp störfum

Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum. Ástæðan ku vera hugsanlegt brot á þagnarskyldu Kristansen var spurð að því af þingmanninum Akhatar Chaudry á norska þinginu í gær hvort að öryggislögreglan myndi starfa með pakistönsku leyniþjónustunni.

Erlent

Meira en 20 er enn saknað

Enn er 23 manna saknað en ellefu að auki hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um síðustu helgi.

Erlent

Heitt sumar veldur köldum vetri

Hækkandi hitastig yfir sumartímann gæti valdið því að veturnir verði kaldari og snjóþyngri, samkvæmt nýrri kenningu umhverfisvísindamanna. Þeir telja þetta líklega skýringu á öfgafullu veðurfari á norðurhveli jarðar á undanförnum árum.

Erlent

Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 mannslíf í fyrra

Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 jarðarbúa lífið á síðasta ári. Fjárhagstjón af völdum þeirra er hið mesta í sögunni á einu ári en það er metið upp á um 366 milljarða dollara eða sem svarar til 45.000 milljarða króna.

Erlent